Færsluflokkur: Bloggar

Hrós til forsetans!

Hann á hrós skilið fyrir að aka á mengunarminni bíl en þessum gömlu bensínhákum sem forsetaembættið var að reka.

Ólafur Ragnar flottasti þjóðhöfðingi í heimi!


mbl.is Forsetaembættið fær umhverfisvænan bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konur munið!

Látið manninn berja ykkur svo að hægt sé að dæma hann fyrir nauðgun.

ÞETTA ER FÁHEYRÐUR DÓMUR OG RÉTTARRÍKINU TIL STÓRKOSTLEGRAR SKAMMAR.


mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er eins gott...

...að þeir stoppi í Kópavogi því Garðbæingar hafa engan möguleika á að hýsa alla þessa ferðamenn.
mbl.is Þúsundir manna á leið í Kópavoginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

6 af 80

Ætli sé víðar pottur brotinn þar sem svona margir erlendir starfsmenn eru að störfum?
mbl.is Iðnréttindi sex Pólverja viðurkennd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þetta einhverjar fréttir!

Það væri frétt ef olíufélögin teldu sig þurfa að lækka verð á olíu og bensíni. Hækkun er farin að verða alveg sjálfsagður hlutur.

Ekki lækkaði N1 verðið hjá sé þó að þeir hefðu sparað 600miljónir á ári á því að skipta um nafn og sleppa við að borga einkaleyfisgjald til Exon fyrir að nota Esso nafnið.


mbl.is Stefnir í hækkun á bensíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dópsamband Íslands II

Mér varð á, um daginn, að stinga fingrinum í vespuból þar sem talað var um að stofnað hafði verið Pókersamban Íslands og ég leifði mér að gagnrýna það á nokkuð hæðinn hátt og ætla ég hér að reyna að svara þeirri gagnrýni sem mér sýnist vera svara verð. Sjá http://bibb.blog.is/blog/bibb/entry/252094/

Það er nú svo gott hér á landi að allir hafa skoðanafrelsi og mega láta í ljós skoðanir sínar svo lengi sem það skemmi ekki æru annars manns og er það meira að segja bundið í stjórnaskrá landsins sem ég ætla að vitna meira í í þessum skrifum mínum.

Baldvin Mar Smárason líkir póker og brids saman. Nú veit ég að í brids er oft spilað upp á peninga en þá þurfa menn að klára heila rúbertu til að fá úr því skorið hver vinnur og eru það allt frá 6 spilum og upp í það að vera heil helgi ef ekki lengur. Svo þar er ólíku saman að jafna þar sem hvert spil í póker er gert upp, svo að kvöldið getur farið í tugi spila og þá geta gríðarlegir peningar skipt um hendur.

Gunnar Jónson sem er með 3ju athugasemd inni á blogginu hjá mér segir að þeir sem vilji þvinga sínum skoðunum upp á fólk séu alveg óþolandi. Nú er því ekki til að dreifa að ég sé að þvinga neinum skoðunum upp á einn né neinn, ég er bara að koma mínum skoðunum á framfæri og það er hver frjáls að lesa þær, og það heitir ekki að þvinga einn né neinn.

Guðmundur Ásgeirsson segir í ath. nr. 10 að það séu stjórnarskrárvarin réttindi að mega leggja líf sitt í rúst. Það væri léleg stjórnarskrá sem leifði það og það komi hvorki honum eða mér við hvort fólk geri slíka hluti. Nú var ég að lesa stjórnarskrána og gat hvergi fundið þennan kafla sem hann heldur fram að þar sé. En þar stendur aftur á móti: 76. gr. [Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.
Þar kemur það að það er líka okkar mál ef einhver verður háður spilamennsku eða spilafíkill.

Sá sem kemur með ath. nr. 13 hefur greinilega ekki lesi fyrri blogg frá mér, en þar vil ég benda á http://bibb.blog.is/blog/bibb/entry/251039/ sem ég tek fyrir spilakassa og þá þversögn að SÁÁ skuli þurfa að reka spilakassa til að afla sér tekna. En til áréttingar gæti jafnvel verið betra að leifa pókerspil heldur en spiklakassa og þá sé ég alveg eins fyrir mér að SÁÁ geti verið sá aðili sem fengi leifi til að sjá um pókerhallir sér til framdráttar, þar væri þó hægt að hafa þessa gerð spila undir eftirliti fagmanna í fíknum.

Ólafur N Sigurðsson sem gerir ath. nr. 16. Ég er svo hjartanlega sammála honum í hans áliti og vísa ég þar aftur í bloggið mitt hér fyrir ofan.

Í ath. nr. 18 er einhver Toggi sem ekki frekar þorir að láta nafns síns getið talar um eitthvað sem heitir Texas póker. Nú verð ég að viðurkenna að ég er bara svo mikill "hálfviti" eins og Gammurinn segir í ath. semdum sínum, að ég veit ekki hvað það er frábrugðið frá póker almennt. Það eru sjálfsagt til ýmsar gerðir af póker. td. opinn póker, lokaður póker, fata póker og sjálfsagt fleiri tegundir sem ég kann ekki nöfnin á. En það kemur bara ekki fram í fréttinni sem ég gerði ath. við hvernig póker væri um að ræða, enda sjálfsagt skiptir það ekki máli.

Guðmundur nokkur Kristinsson er sá eini sem er eitthvað á móti pókerspili eins og ég og þakka ég honum kærlega fyrir stuðninginn.

Þegar verið er að líkja saman vímuefnum og sagt að vín sé mesti skaðvaldur er ég bara alveg sammála því en það er bara ekki það sem viðkomandi blaðagrein var að fjalla um og er ég alveg viss um að þeir sem nota það sem samlíkingu á gagnrýni mína á pókerspil eru ábyggilega ekki tilbúnir að láta banna það, en einhverstaðar verður vont að vera og mér finnst bara ágætt að dreypa á glasi annað slagið í góðra vina hópi.

Lög um spilamennsku, happadrætti og fjárhættuspil eiga sjálfsagt fullan rétt á að verða endurskoðuð í heild og ef það væri gert kæmi það sjálfsagt upp aftur hvort leifa eigi póker eður ei, en þangað til leifi ég mér með tilvísun í stjórnarskrá Íslands að vera á móti fjárhættuspilum

Stjórnaskrána er hægt að nálgast á slóðinni http://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html

 


Eldheitt fyrirtæki

Þeir ættu kannski að fara að huga að nafnabreytingum á bátunum hjá sér. Við verðum bara að vona að það verði ekki þriðja óhappið hjá þeim.

Gangi þeim annars bara allt í haginn.


mbl.is Eldur um borð í Eldingu II
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var talað um...

... að einkavæðing væri svo góð fyrir okkur notendur, þjónustan væri sýnilegri og við myndum borga fyrir það sem við notuðum. Það talaði enginn um að við fyndum meira fyrir greiðslum en þjónustu. Nú t.d. þíðir ekkert að hringja eftir þjónustu hjá símanum nema hafa allan daginn fyrir sér vegna þess hvað öll bið þar er löng.
mbl.is Síminn hækkar mínútuverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dópsamband Íslands

Hvernig væri að stofna Dópsamband Ísland skammstafað DÍS. Betra að hafa starfsemina opinbera heldur en neðanjarðar, og stefna að áhugadópneyslu á íslandi.

Ég held að þetta sé jafn vitlaust og áhugapóker. Hvorttveggja leggur fjölskyldur í rúst og hver vill vera ábyrgðarmaður fyrir slíkt.


mbl.is Pókersamband Íslands stofnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Brynjar Hólm Bjarnason

Höfundur

Brynjar Hólm Bjarnason
Brynjar Hólm Bjarnason
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • Tövrafoss

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1071

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband