Dópsamband Íslands

Hvernig væri að stofna Dópsamband Ísland skammstafað DÍS. Betra að hafa starfsemina opinbera heldur en neðanjarðar, og stefna að áhugadópneyslu á íslandi.

Ég held að þetta sé jafn vitlaust og áhugapóker. Hvorttveggja leggur fjölskyldur í rúst og hver vill vera ábyrgðarmaður fyrir slíkt.


mbl.is Pókersamband Íslands stofnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er sjálfsagt að einstaklingurinn beri ábyrgð á eigin hegðun og neyslu, þó að sumir nýti frelsi sitt illa þá er það ekki réttlæting fyrir því að skerða frelsi annarra. Þetta er sama sagan og með áfengið, þó að sumir höndli það ekki þá er ekki réttlætanlegt að setja á áfengisbann.

En já þetta er góð hugmynd, ég væri alveg til í að vera í dópsambandi. 

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 18:54

2 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Hvað með...

Brids-sambandið, Skák sambandið, Samband áhugafólks um Enska boltan, Samtök Jeppafólks, Samtök Grænmetisætna á Íslandi, Samfélag trúlausra, Samtök Vefiðnaðarins, Samtök um aðskilnað ríkis og kirkju, samtök reikningamanna.

Hvað er svona gífurlega hættulegt við Póker (eða Brids) að þú setur það í sama flokk og dóp (síðan máttu ekki gleyma því að dóp og dóp er ekki sami hluturinn).

En það eru sumir svo "fullkomnir" að þeir segja...

"Lifðu eins og ég og þú verður ánægður"

Ef ég vill spila póker, þá á ég fullkomin rétt á því og það kemur þér og þínum ekkert við.

Baldvin Mar Smárason, 30.6.2007 kl. 18:58

3 identicon

Hjartanlega sammála síðasta ræðumanni. Óþolandi afskiptasemi og forræðishyggja er að tröllríða þessu samfélagi og maður er alveg kominn með upp í kok af fólki sem vill þvinga sínum skoðunum upp á fullorðið fólk.

Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 19:29

4 identicon

LEGGUR FJÖSLSKYLDUR Í RÚST ????

Brynjar Það er löngu kominn tími á að póker verði leyfður á íslandi, hvet alla til að taka þátt í þeim mótum sem verða á næstunni.

JJingals (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 19:39

5 identicon

Það leggur bara fjölskyldur þeirra í rúst sem leyfa því að leggja fjölskyldu sína í rúst.

Valdimar (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 19:48

6 identicon

Hvernig væri að kynna sér málið aðeins. Að spila mót í póker er á lítinn sem engan hátt ólíkt því að taka þátt í bridge eða skákmóti. Þessi færsla þín ber vott um ákveðið dómgreindarleysi....jafnvel greindarleysi?!?

Jón Viktor Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 19:57

7 identicon

Meira "bíb" bullið í þér, leggur fjölskyldur í rúst?

Er ekki allt í lagi?

Andri (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 19:59

8 identicon

Og í raun breytir það engu hvort það sé að rústa fjölskyldum eða ekki... tekur ekki ábyrgðina af einstaklingnum.

Ekkert toppar áfengið í að rústa fjölskyldum, þannig að svona bönn eru alltaf viss hræsni. 

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 20:07

9 identicon

Þú ert einn af þeim þröngsýnustu mönnum sem ég hef nokkruntíman vitað um. Þetta heimskulega komment þitt er jafn vitalust og þegar Ragnheiður forvarnarfulltrúi vís sagði að akstursbraut fyrir akstursáhugamenn væri einsog að opna æfingarvöll fyrir nauðgara. Held þú ættir aðeins að hugsa áður en þú skrifar ágæti maður.

Sveinn Sig (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 21:06

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vil koma á framfæri leiðréttingu: Póker leggur ekki fjölsyldur í rúst þar sem það er ímyndaður leikur og ekki einu sinni til sem efnislegt fyrirbæri. Hinsvegar eru til fjölskyldur, hverra meðlimir stunda sumir fjárhættuspil í óhóflegum mæli, og ÞANNIG leggja ÞEIR fjölskyldur SÍNAR í rúst (en ekki t.d. þína eða mína!). En það er líka þeirra mál og engra annara (t.d. hvorki þitt eða mitt!), það eru stjórnarskrárvarin mannréttindi að mega leggja líf sitt og eftir atvikum fjölskyldu sinnar í rúst með ýmsum hætti, og ekkert nýtt við það. Frá hvaða öld ert þú annars Brynjar minn? Þetta er vefurinn sem þú ert að skrifa á og hann fyrirfinnst bara í nútímanum þar sem svona ofstækisskoðanir þykja bara gamaldags og hallærislegar! Eða talar þú kannski af eigin reynslu þegar þú segir að dóp og póker eyðileggi fjölskyldur? Þú spyrð hver vilji vera ábyrgur fyrir slíku, en svarið er einfalt: menn verða sjálfir að bera ábyrgð á eigin athöfnum, lífi og fjölskyldu, þannig hefur það verið lengst af og verður vonandi áfram.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.6.2007 kl. 21:53

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Dópsamband Íslands? Loksins talar einhver viti, hvar skráir maður sig?!

Guðmundur Ásgeirsson, 30.6.2007 kl. 21:55

12 Smámynd: Gammurinn

Brynjar Hólm Bjarnason, þú ert hálfviti.

Gammurinn, 30.6.2007 kl. 23:04

13 identicon

Síðast þegar ég vissi var fjárhættuspil löglegt á Íslandi í formi spilakassa!!!! Ég persónulega spila póker, og eyði 5000 kr í það á mánuði. Svo sér maður fólk eyða 10000 - 15000 kr í spilakassa á 5 min útí sjoppu, og það er í lagi?!?

Það að leyfa spilakassa og banna póker er náttúrulega alveg fáránlegt, og hreint út sagt held ég að Gammurinn hafi komist best að orði. Hvað ertu að meina með þessu, Dópsamband íslands??? Þegar þú varst að alast upp, hvort hefðir þú valið. a) að pabbi þinn hefði komið heim einhverjum krónum fátækari (eða ríkari)  b) að pabbi þinn hefði komið heim útúrspíttaður, lamið mömmu þína fyrir að hafa eytt pening í mjólk en ekki dóp, hent kettinum á pönnuna og stillt á 5,  og rotað þig góða nótt.

Sanzi (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 23:26

14 identicon

Skiptir máli hvað hvað menn kalla áhugamálin sín, bridge, skák, póker, eve online, lottó, HHÍ, Das, ebay, brennivín....

Það er ekki hægt að leggja neitt af þessu að jöfnu og því ekki hægt að bera þetta saman.  Það eina sem skiptir máli er að maður geri hlutina í hófi.  Það er hægt að leggja fjölskyldur í rúst með því að ofgera í öllum þessum flokkum, en það eru sem betur fer ekki margir sem gera það.  Það er hægt að leggja peninga undir í hvaða veðmáli sem er á vefnum nú orðið, ef það er það sem menn eru eitthvað hræddir við og eina sem fæst með því að byrja umræðu um boð og bönn er akkúrat andstæðan við málstað sinn, þ.e. umræðan snýst við og verður ein heljarstór auglýsing fyrir það sem menn berjast gegn.

Svo ég ráðlegg þeim sem eru á móti póker bara að pakka. 

Hjörleifur Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 23:57

15 Smámynd: Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson

Að stofna þessi samtök er ekkert nema bara gott mál, póker er afar vinsæll og skemmtilegur leikur.  Það segir okkur líka eitthvað þegar yfir 150 manns skrá sig í mót sem þeir vita að er mögulega ólöglegt.

Eyvanum finst reyndar að það ætti að ganga skrefið til fulls og lögleiða fjárhættuspil og opna flott spilavíti á landinu.

Og að bera saman póker og dópneyslu er náttúrulega bara gjörsamlega fáránlegt.

Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson, 1.7.2007 kl. 00:13

16 Smámynd: Ólafur N. Sigurðsson

Ég vill nú meina að spilakassar séu svona 100 sinnum hættulegri en póker..

Spilakassafíkn er ein rosalegasta fíkn sem er í gangi á íslandi og hafa margir látið lífið sökum hennar.. og hver græðir einna mest á spilakössunum? SÁÁ .. hræsni.

Póker er svo langt frá því að vera jafn hættulegur og spilakassar, menn eru mun lengur að möndla með pening fram og til baka og annað eins.

Margir spilakassafíklar eiga létt með að spandera tugum þúsundum á nokkrum mínútum.. póker er mun rólegri og því eru minni líkur á að þú eyðir svona miklu.

Ólafur N. Sigurðsson, 1.7.2007 kl. 18:45

17 identicon

Ég tek hjartanlega undir með Brynjari Hólm eiganda þessarar síðu. Póker á það sameiginlegt með vændi og dópneyslu að vera stundað bakvið tjöldin af fólki  sem nýtir sér fíkn og bjargarleysi annarra.

Hvað póker á að hafa sameiginlegt með bridds og skák er mér algerlega hulið. Póker er ekki íþrótt heldur fjárhættuspil.  

Ætlar "Pókersamband Íslands" þá ekki líka að sækja um aðild að ÍSÍ? Starfrækja unglingastarf til þess að gera markhópinn háðann spilafíkninni snemma líkt og tóbaksfyrirtækin gera. Ætla PSÍ að rækta alvöru keppnismenn frá unga aldri svo úr þeim verði afreksmenn sem beri hróður Íslands á alþjóðavettvangi? Ætla PSÍ að stuðla að opnun Casino-a á Íslandi, einskonar álver nútímans? Verður póker orðin ólympíugrein árið 2020?

Endilega útskýrið fyrir mér hversu alvarlega póker áhugamenn vilja láta taka sig.  Eruði að stunda íþrótt, saklaust spil eins og lúdó eða eruði bara ríkir plebbar í leit að afþreyingu? 


Í sjoppum er 16 ára aldurstakmark í spilakassa og starfsmenn vísa þeim burt sem hafa ekki aldur til. Ef póker verður samfélags og siðferðislega viðurkenndur sem íþrótt munu krakkar elta tískuna uppi til enda og fara að gambla eftirlitslaus í heimahúsum. Ég hef persónlega þegar séð slíkt með eigin augum og þetta er til skammar og má ekki aukast.

 Staðreyndin er sú að póker og önnur fjárhættuspil höfða eins og dóp og til lægstu kennda mannsins, einar af 7 höfuðsyndunum. Græðginnar

Það að póker sé ekkert svo slæmur vegna þess að annað sé verra er engin röksemd.

Gangið í Heimdall ef þið viljið verja rétt "hins frjálsa manns" til að skemmta sér til andlegs dauða. Gerið ykkur bara ekki að fífli með því að krefjast virðingar úta póker.

Stofnandi "Pókersamband Íslands" t.d.

Guðmundur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 19:14

18 Smámynd: Toggi

Fólk er algerlega að rugla saman Póker í klassiska skilningnum en hér er aðalega verið að spila Texas Hold'em póker. Þar sem ákveðið verlaunafé er fyrir fyrsta annað og þriðja sæti.

Guðmundur Kristinsson er jafn veruleikafirrtur og Brynjar Hólm. Ferð að verja spilakassa og segir að póker sé hættulegt, s.s við 16 ára aldur eru menn nógu þroskaðir til að spila í spilakössum en ekki til að leika sér í póker? Og þú talar um að elta tiskunna og spila heima hjá sér? Veit ekki betur en að ótrúlegur fjöldi manna hittist í heimahúsum vikulega með vinum og vandamönum til að leika sér í Texas Hold'em.

Og hvað ætlar þú svo að segja EF póker yrði ólympisk grein?(ef svo óliklega vildi til) Banna það? Box er olympisk grein, margir væla og segja að það sé hættulegt, stunda það sjálfur og hef mjög gaman af því, en ég finn á mér að þú ert þannig maður sem vill banna það lika.

Toggi, 1.7.2007 kl. 19:39

19 identicon

Toggi minn það er mjög léleg latína að gera öðrum upp orð og skoðanir.

Það er annars mjög gott að þú minnist á ólympískt box til samanburðar. Ég er einarður stuðningsmaður þess og stunda það líka sjálfur. Þar er verðug ólympíugrein á ferð annað en pókerinn, íþrótt sem kennir manni aga, stjórnun, þolgæði, virðingu og er frábær líkamsþjálfun.

Þetta er íþrótt sem ungir krakkar hafa gott af að æfa enda takmarkið að forðast meiðsli og borin er virðing fyrir andstæðingnum.Gefðu mér 1 göfugan hlut sem ungir krakkar geta lært af því að spila póker???

Kunna telja spil? Aukið verðmætamat? Virðing fyrir andstæðingnum? Betra líkamlegt atgervi?  Listfengin hugsun?

Ég veit ellt um muninn á mismunandi teg. pókers enda ótalmargir vinir mínir sem stunda þetta rugl.  All-in er orðið ekkó andlega gjaldþrota krúttkynslóðar sem tekur áhættur með peninga foreldra sinna. Hvítflibbasport  

Það er auðvitað hlægilegt að frjálshyggjustubbarnir sem berjast fyrir hönd áhugamanna pókers nota setningar á borð við "eigum við þá ekki að banna Olsen Olsen líka?"  á sama tíma og þeir pikka út það sem þeir vilja bera sig saman við. 

Bera sig saman við hversdagsleg borðspil þegar það hentar en rótgrónar keppnisíþróttir á borð við Skák og Brids til að auka einhverja ímyndaða virðingu fyrir sér. Þetta er bara hentistefna og ekki nokkur leið að taka svona sundurlausan málflutning alvarlega.   

 Ég er ekkert á móti póker per se. Þið spilafíklarnir megið dunda ykkur við andlega drepandi peningaplokk eins og ykkur lystir.  Verið bara ekki svo uppáþrengjandi að reyna troða ykkur inní mainstream íslensks samfélags og krefjast virðingar með hlægilegum orðskrípum á borð við Pókersamband Íslands líkt og þið séuð eitthvað ungmennafélag. Hættið að rugla umræðuna með alls óskyldum hlutum. Póker er ekki meira en fjárhættuspil, alveg sama hvort mótshaldari græðir á spilinu eður ei og hversu mikið þeir reyna að líkja eftir öðrum keppnum.

 Það þarf að endurstokka frá grunni lög og umgjörð um fjárhættuspil á Íslandi. Núverandi ástand er ólíðandi. Það þarf að auka gagnsæi og við að koma okkur saman um hvaða siðferðisviðmið eru notuð.

 Að mínu viti þarf að gera allt til þess að seinka ákvarðanatöku þeirra unglinga og barna sem verða spenntir fyrir svona spilum. Setja skýr aldursmörk og takmarka mjög aðgengi að fjárhættutengdum hlutum eins og spilapeningum, borðum, spilakössum o.fl. Einnig að fjölskyldufeður geti ekki spilað frá sér öllum peningum sinna nánustu.

"Af því bara" og "gefum þetta allt frjálst" afstæðishyggjan í frjálshyggjukjánunum er mjög vont skref í kolranga átt.

Guðmundur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Hólm Bjarnason

Höfundur

Brynjar Hólm Bjarnason
Brynjar Hólm Bjarnason
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • Tövrafoss

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband