Færsluflokkur: Bloggar
29.7.2007 | 10:09
40þúsund á einu tjaldsvæði
![]() |
Yfir 40 þúsund skátar samankomnir í Englandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.7.2007 | 18:33
Veðrið í haust!
Aldrei þessu vant er ekki hægt að kenna ríkinu um þær tafir sem orðið hafa á afhendingu malbiks. Það verðum bara að vona að haustið verði hagstætt til malbikunarframkvæmda svo a hægt verði að loka holunum undan nagladekkjum fyrir veturinn. Það er ómögulegt að þurf að búa til holur í ónýtt malbik.
Svo verðum við að af í huga, fyrir næsta vetur, að það sem aldrei hefur gerst áður getur alltaf gerst aftur.
![]() |
Tugmilljóna tjón vegna tafa á malbikunarframkvæmdum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 25.7.2007 kl. 07:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.7.2007 | 17:34
Það væri frábært.
![]() |
Fyrsta strætóstöðin nefnd Verzló" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2007 | 20:27
Klukk
Ég var klukkaður af bloggvini mínu, honum Þorsteinn Ingimarsson og veð að reyna að standa við þær óskir sem þar koma fram: Sega frá 8 atriðum um mig sjálfan. Nú stóð aldrei til að ég notaði þennan vetfang til að tala um sjálfan mig. Heldur ætlaði ég a tjá skoðanir mínar á þessum vetfangi. Við skulum sjá til hvernig mér tekst þetta, að segja frá mér án þess að segja svo mikið.
- Ég er fæddur í Reykjavík og ólst upp í Kleppsholtinu til 8 ára aldurs.
- Flutti þá í Kópavoginn og var þar tll ég kynntist konunni minni. Ber ennþá hug til þess sveitarfélags.
- Lærði bátasmíði hjá fyrirtæki sem hét Bátanaust. Það er að sjálfsögðu hætt eins og önnur fyrirtæki í þessum geira.
- Þar eftir lærði ég bifvélavirkjun og síðan tæknifræði við skóla í Þrándheimi í Noregi.
- Kom heim aftur og vann þá 3 ár hjá Siglingamálastofnun.
- Eignaðist þá tvö yndisleg börn
- Flutti aftur til Noregs ásamt konu og börnum og vann þar við bátasmíðar og kælitækni í samtals 9 ár.
- Komum aftur til landsins þá einu barni ríkari og búum nú í einum af stærri svefnbæjum höfuðborgarsvæðisins.
Nú fer ég af stað og klukka aðra bloggara og vona að eitthvað komi út úr því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2007 | 18:07
Virkjun íslendinga fyrir íslendinga
É var að fá fréttaskeyti Landverndar inn á tölvuna mína nú fyrir helgi og er þar merkileg frétt um Múlavirkjun á Snæfellsnesi. Sú virkjun fékk að far í gegn án umhverfismats vegna ástæðna sem koma fram í fréttinni.
Þessi framkvæmd minnir mig svolítið á ástandi eins og það var í Kópavogi þegar bærinn var að taka sín fyrstu skref. Hús voru byggð eftir einhverri teikningu sem alltaf var lágmörkuð vegna þess að það var aldrei farið eftir þeim nema sem grunnmynd og það var enginn látinn rífa.
|
Ég hef nú ekki fengið leifi Landverndar til a birta þetta hér en ef þeir hafa eitthvað móti þessu þá lætur vonandi Bergur í sér heyra
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2007 | 07:51
Það tók langan tíma þetta.
![]() |
Aftökustoppi lokið í Flórída |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.7.2007 | 07:23
Hvað er starfi hermanna?
![]() |
Bandarískir hermenn sakaðir um morð í Írak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.7.2007 | 19:13
Gamli góði Villi!
Ég kann alltaf svo vel við það sem gamli góði Villi segir. Núna, eins og lesa má í fréttinni, á OR bara að gera það sem þeir kunna best og það er að framleiða rafmagn og annast veitu mál á eins hagkvæman hátt og hægt er. Núna er búið að vera svo hlít að það hlýtur að koma að hækkunum hjá OR eins og fyrir tveimur árum þegar hitaveitan hækkaði vegna þess að það seldist svo lítið vatn um sumarið. Núna er annað svona sumar þar sem selst lítið vatn.
Við skulum nú vona samt að Villi geri nú ekki kröfu um að OR fari útí framleiðslu á heitu og köldu vatni eins og blaðamaðurinn skrifar, því þá mæli ég með að OR láti rigna.
En svo sagði Villi líka þegar hann tók við borgarstjórastólnim að hann vildi að það yrði valkostur a fara á einkabílnum í vinnuna. Ég bíð enn eftir því að það verði staðið við það og að strætó fari að ganga á skikkanlegum tíma, þó ég tali nú ekki um að það verði gert frítt að auki.
![]() |
OR selur Gagnaveituna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2007 | 21:04
Að kolefnisjafna bílinn
Hvernig kolefnisjafnar maður bíl. Ef mér tækist t.d. að kolefnisjafna bílinn minn, sem mér hefur aldrei tekist þrátt fyrir öll þau tré sem ég hef gróðursett, hættir þá bíllinn minn að menga?
Hvað verður þá um allt svifrykið frá honum? Kemur þá ekkert svifryk? Þurfa þeir sem hafa astma þá ekkert að óttast bílinn minn?
Mengar þá olían, sem notuð er til að smyrja vélina á bílnum mínum, ekkert meir?
Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem hafa vaknað hjá mér þegar ég heyri þennan massífa áróður um að kolefnisjafna bíla.
Það er öll önnur mengun og óþægindi sem af bílnum verða. Það eru nefnilega ekki bara þægindi af bílnum. Það eru einnig ótal óþægindi sem af honum hljótast, vegna annarrar mengunar en kolefnismengun. Það er bara brot af allri menguninni.
Ég get ekkert sagt annað en gott um þá gróðursetningu og það fjármagn sem skapast til gróðursteningar með þessu móti. Yfirleitt hefur skógræktarfólk verið að berjast við að ná í fé til að geta komið niður nokkrum hríslum en nú mun þetta sennilega fara að snúast við. Peningana fer að vanta fólk til að koma trjám í jörðina.
Ég mæli með að fólk, sem ekki þarf bráðnausinlega að nota bíl, noti strætó. Það felst sennilega meiri kolefnisjöfnun í því en að gróðursetja tré sem fer að vinn kolefni eftir nokkur ár. Það er kannski betri lausn að kolefnisjafna bílinn, þó ég skilji ekki enn hvernig það er hægt, og noti svo strætó.
Núna eru nefnilega sveitarfélögin sem enn eru ekki farin að gefa frítt í strætó, að spá alvarlega í að gefa okkur sem valkost að nota einkabílinn í vinnuna.
En til að hafa valkost þarf maður að hafa möguleika til að velja á milli. Öðruvísi er það ekki valkostur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.7.2007 | 18:57
Verðlag alveg eins og búast mátti við!
Hvenær hafa kaupmenn í gegnum tíðina leift okkur neitendum að njóta þess að hægt sé að lækka vöruverð. Ég man ekki eftir einu einasta skipti sem það hefur gerst.
Það eru allir að abbast upp á olíufélögin að þau skuli ekki lækka verðið hjá sér þegar bæði gengi krónunnar styrkist og olían lækkar á heimsmarkaði.
Þetta er alveg það sama með kaupmenn. Það tekur bara lengri tíma að átta sig á því að þeir beita sömu taktík.
Við neitendur þurfum alltaf að svíða fyrir og borga meira.
Það hrósuðu allir Jóhannesi í Bónus þegar hann kom með sína fyrstu lágvöruverslun. Nú er það komið svo að hann ræður verðinu á markaðnum. Það fær enginn að komast undir hann í verðum. Þá undirbýður hann bara í bónusverslununum. Það sást best þegar Nettó byrjaði. Svo rekur hann líka Hagkaup og þar stýrir hann hæsta verðinu.
Hvernig á að vera hægt að keppa við svoleiðis kalla sem taka inn hugsanlegt tap úr einni verslun og rétta það af í annarri sem heitir eitthvað annað. Við skulum hafa það á hreinu að það eru Hagar sem panta inn fyrir báða aðila og þaðan er þessu öllu stýrt.
Ég mynnist þess stundum þegar gengisbrettingin var gerð. Fyrir breytinguna kostaði stokkur af eldspítum 50 kr. Eftir breytinguna kostaði sami stokkur 1 kr. Þá var búið að taka tvö núll af verðlaginu svo að þarna hafði orðið 100% hækkun yfir nótt. og þá sagði enginn neitt frekar en nú.
Við neytendur látum allt yfir okkur ganga og brosum bara af því að það er endalaust verið að telja okkur trú um að við séum að græða svo mikið á því að versla.
![]() |
ASÍ: Verðhækkanir á matvöru óviðunandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Brynjar Hólm Bjarnason
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugamál
- Veisla fyrir bátaáhugamenn Kystnorge på sit beste
- BB 11 Norsk tréskúta
- Siglingar Siglingablað
- Bátar Tímarit um trébáta
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1071
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar