Góð björgun.

Það verður nú að segjast eins og er að margt hefur farið forgörðum af skeytingaleysi hér á landi og gott að Soffíu verður bjargað. Þetta er gripur sem svo sannarlega á heima hvort sem er á samgöngu sem iðnaðarsafni. Það er bara verst með alla bátana sem líka hefðu á heima á slíkum söfnum, en hafa verið brenndir eða fargað á annan hátt að fyrirskipan frá ríki með tilvísun í lög.
mbl.is Soffíu bjargað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækkun skatta!

Það er endalaust verið að tala um að lækka skatta. Ég get ekki séð að það sé ástæða til þess svo lengi sem brýnasta þjónusta samfélagsinn virkar ekki sem skildi vegna fjársveltis og skorts á mannafa vegna of lágra launa. Byrjum á að taka til á þeim stöðum sem það er nauðsynlegt og svo er hægt að ath. með skattalækkanir.
mbl.is „Alls ekki boðleg þjónusta"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru víðar slagsmál en í Reykjavík

Það er farið að bera nokkuð á slagsmálum á Húsavík núna undanfarið. Nú skyldi maður ætla að þar væru ekki svo margir útlendingar að það ætti a skipta máli fyrir staðin, en þó finnst mér mikið bera á að þarna séu annarsvegar íslendingar og hinsvegar fólk af erlendum uppruna. Skildi vera byrja að gæta rasisma. Hér á landi hefur hann alla tíð verið til staðar, en þá í nafni hrepparígs.


mbl.is 5 sárir eftir hópslagsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipulagsmál í Kópavogi

Núna eru Kópavogsbúar nýbúnir að standa vaktina á tveimur vígstöðum og koma vitinu fyrir ráðamenn. En eftir því sem ég var að frétta þá er slagurinn sem er nýbúinn bara slagurinn við þursana því tröllin eru á leiðinni.

Var t.d einhver að tala um að 240 íbúða byggð á Nónhæð væri mikið. Var einhver að tala um að við þá stækkun myndi Smáraskóli verða allt of lítill. Holræsakerfi þyrfti að stækka verulega og að umferð um svæðið óbærileg.

Var einhver að tala um að 18000 bílar um Kársnesið væri meir en hverfið gæti þolað.

Það er að verða búið að byggja 22 hæða turn í Smáranum sem mér skilst að eigi að mestu leiti að vera skrifstofuturn. Á móti er rétt verið að byrja á öðrum sem á að verða hærri en samt ekki nema 18 hæðir en neðstu hæðirnar eiga víst að vera bílastæði. Þar við hliðina á svo víst að reisa annan sem á að skaga einar 30 hæðir upp í loftið og þá er hann nú farinn að kasta ansi miklum skugga á umhverfi sitt. Og þarna verða sjálfsagt einhverjar íbúðir þar.

Eins og þetta sé ekki nóg. Nei, aldeilis ekki. Þetta er bara byrjunin. Eftir því sem ég vara að frétta þá verður Smárahverfið eitt mesta gettó á Höfuðborgarsvæðinu ef þær byggingaframkvæmdir sem nú eru áætlaðar verða settar í gang því að á svokölluðum Sinkstöðvarreit er fyrirhugað að reisa nokkrar 30 hæða blokkir og eiga þær allar að verða íbúðarblokkir. Ég heyrði töluna 10 í því sambandi.

Ef þetta verður að veruleika verða hugmyndirnar um 240 íbúðir á Nónhæð bara smámunir á við þessar hugmyndir.

Ég vona bara, allra vegna, að þetta sé ekki rétt því með þessu væri verið að byggja eitthvert stærsta "gettó" sem byggt hefði verið á Íslandi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Svo Kópavogsbúar haldið vöku ykkar.


Kostningar í Sjálfstæðisfloknum

Þetta eru bara orðnar rússnskar kostningar í sjálfstæðisfloknum. Var ekki Davíð alltaf kosinn með lófataki. Var nokkur á móti Geir og núna þetta í Heimdalli. Þetta er ekki lengur neitt skemmtilegt. Engin barátta eða kostningaslagur með blaðaskrifum og málefnalegu umræðum.
mbl.is Erla endurkjörin formaður Heimdallar með 97,8% greiddra atkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæstiréttur að braggast.

Þau tóku ekki þátt í að sýkna gerandann í þessu máli. Ég hélt að það væri lögbrot að hafa mök við börn.
mbl.is Sýknudómur í kynferðisbrotamáli ómerkur og sendur heim í hérað á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilaboð frá vinum fólksins í Burma (Myanmar)

Það komu smáskilaboð í síman hjá konu minni núna áðan og hljóða þau svo í snöggri þíðingu:

Í nafni okkar tórulega hugrökku vina í Burma; Megi allir á hnettinum vera í rauðri skyrtu föstudaginn 28 september Komið þessum skilaboðum áfram.

Gerum eins og styðjum við bakið á því fólki sem hefur verið kúgað af herstjórn í tugi ára.


Öfugmæli mengunar!

Það er nokkuð skrítin umræða í gangi núna þegar hlýnun jarðarinnar er farið að gæta allverulega. Þá er komin upp sú staða að land er farið að opnast þar sem ís var áður. Höf eru farin að verða auð sem hulin voru ísi allt árið, og umræðan er strax farin af stað um að nú geti verið möguleiki að vinna olíu við strendur Grænlands, á svæði sem fyrir 10 árum var alveg óhugsandi að hægt væri að vinna olíu.

Þá er komin upp sú furðulega staða að vegna mengunar andrúmsloftsins eru svæði að opnast þar sem að öllum líkindum er olía undir. Ef svo verður farið að vinna þessa olíu getum við mengað meira og lengri tími líður áður en viðsnúningur hitabreytinga geta átt sér stað.

Er ekki kominn tími til að við förum að hugsa alvarlegar um þann skaða sem við þegar erum búin að valda og reynum eftir bestu efnum að snúa þróuninni við og finna aðra orkugjafa en kolefnaeldsneyti. Væri ekki upplagt að hafa það sem markmið að þessi olía sem hugsanlega liggur undir Norðurskautsísnum fái að liggja þar áfram sem minningar um ylla meðferð okkar á jörðinni og allt kapp verði sett í að komast áfram hér á jörð með sem minnstum skemmdum á því sem eftir er og við reynum að vinna okkur til baka á mengun andrúmsloftsins.


Banki í vandræðum.

Það er ekki alltaf  bara dans á rósum að eiga banka. Stundum þurfa menn að taka afleiðingum gjörða sinna.
mbl.is Segja yfirtökuviðræður standa yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkuð skemtileg frétt.

Á forsíðu Blaðsins þann 18.09.07 var nokkuð skondin frétt. En þar sagði að efni sem prófað hafði verið á rottur róaði þær. En þegar það var reynt á fólki kom í ljós að það "kitlaði" konur næstum eins og Viagra á að kitlar karla.

Þessi frétt segi mér að rottur og konur eru ekkert líkar, eins og vísindamenn hafa haldið.

Áfram konur, þið eruð alltaf að sanna ykkur meir og meir.


Íslensk menning, eða þjóðin sem tortímdi fortíðinni.

Það er svolítið skrítið að líta til baka og skoða íslenska sögu í gegnum byggingalist og ég tala nú ekki um atvinnusögu okkar litlu þjóðar.

Ég veit ekki um neina siglingaþjóð sem þurft hefur að leita til annarra landa til að fylla inn í sögu sína um siglingar, aðra en íslendinga. Ekki nóg með það, það sem þeir fengu var sett upp á Garða og þar látið rotna og fúna engum til sóma né ánægju.

Það sem ég á við er báturinn Sigurfari sem keyptur var frá Færeyjum af því að hann var eins og kútterar sem voru notaðir hér á landi og enginn fannst lengur.

Við höfum verið svo blessunarlega lánsöm að hafa rænu á að setja í lög að ekki megi geyma gamlan bát sem ekki hefur verið á fiskveiðum. Okkur tókst að tortíma allri okkar bátasögu á grunnhyggnum lögum frá hinu háa Alþingi. En þar sagði að ef útgerðarmaður fengi nýjan bát varð hann að farga eldri bát í staðin. Ekki mátti selja hann til annarra eða gefa, svo hægt væri að nota þá í öðrum tilgangi en fiskveiðum.

Nú er svo komið að það finnst næstum enginn gamall trébátur hér á landi. Menn þurftu að smíða nýjan bát til að geta varðveitt svo einfaldan hlut sem bátslag sem kallað var Engeyjarlag á bátum. Þegar ég fór að læra bátasmíðar á sínum tíma, fundust hér á landi margir árabátar og trillur með þessu tiltekna lagi, en nú er svo komið að enginn finnst lengur og þetta er bara á rúmum 30árum.

Nú er þessi heillum sér horfin þjóð, farin af stað einn ganginn í viðbót og byrjuð á að tortíma gömlum húsum, vegna þess að eigendurnir vilja ekki halda þeim við og láta þau grotna niður til að geta byggt ný og stærri hús sem reynt verður að telja okkur, sauðsvörtum almúganum, að séu miklu fallegri en þessir gömlu smákofar sem engum kom að gagni lengur.

Þegar rætt er við útlendinga sem koma hingað til landsins finnst þeim miðbær Reykjavíkur mjög sjarmerandi og notalegur þar sem hús eru lág og með miklum karakter. Ekki eins og alstaðar annarstaðar þar sem miðbær höfuðstaða hvolvist yfir og gleypir þann sem þar gengur um borg og götur.

Og enn og aftur tókst borgaryfirvöldum að samþykkja að tortíma sögulegri arfleifð okkar í dag með því að samþykkja niðurrif tveggja gamalla húsa í miðbæ borgarinnar og leifa byggingu háhýsa í staðinn. Þarna fer saga Laugavegar 4-6 í súginn fyrir eitthvað sem á að telja mér trú um að sé miklu flottara en þessi tvö gömlu hús á lóðunum. Svo koma aðrir og byrja allt í einu og byggja hús sem eru eftirlíkingar gamalla sögufrægra húsa og allir verða voða glaðir og dásama þessar eftirlíkingar.

Nei leifum því sem gamalt er líka að standa það er okkar saga.


Meira um leggi

Það er er auðskilið að 102. gr. umferðalaga gerir ráð fyrr að ef sakborningur neiti að gefa sýni viljugur á að túlka það sem sekt. Reyndar dulítið skrítið þar sem segir að maður sé saklaus nema annað verði sannað. En sem sagt neitun við að gefa sýni er staðfesting á sekt.

Samkvæmt þessu geta þeir á Selfossi hætt að þvinga þvaglegg upp í bæði karla og konur. Sakborningur verður að sanna sakleisi sitt.


mbl.is Valdbeitingin var fullkomlega óþörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipulag og íbúar

Það er svolítið merkilegt að fylgjast með þeim umræðum sem orðið hafa í sveitarfélögum undanfarna mánuði um skipulagsmál. Maður hefur það alltaf meir og meir á tilfinningunni að íbúar séu eitthvað fyrirbæri sem er orðið fyrir sveitastjórnum til að láta drauma sína rætast í þróun byggðar. Það er farið að líta svo út að sveitafélög séu eitthvað fyrir byggingaraðila ekki þá sem búa fyrir á stöðunum .

Í Kópavogi kemur þetta einna best fram þar sem Gunnar Birgisson er búinn að ganga með þann draum í maganum lengi að breyta Kópavogshöfn í stórskipahöfn, þó að aðkoma fyrir skip sé engan vegin góð hvorki innsiglingarlega séð né aðstöðulega.

Siglingin inn Skerjafjörðinn hefur aldrei verið talin góð né örugg og varð það til þess að á tímum smábáta lögðu menn frekar upp á Álftarnesi eða í Hafnarfirði heldur en að koma inn til hafnar í Kópavogi þó að höfnin þar hafi yfirleitt verið hagstæðari veðurfarslega en Álftanes.

Nú er það orðið svo að þeir íbúar sem búa á svæðinu þurfa að beita lýðræðislegu afli sínu til að fá stjórnvöld til að líta upp úr sínum draumum og kannski taka tillit til þeirra sem eru fyrir á staðnum og orðnir fyrir á staðnum. Það var svolítið merkilegt að heyra Gunnar Birgisson segja, eftir einn fjölmennasta íbúafund sem haldinn hefur verið í Kópavogi, að það hafi ekki orðið trúnaðarbrestur á milli íbúa og bæjaryfirvalda þegar það liggur fyrir að mikill meirihluti bæjarbúa á Kársnesinu eru á móti bæði stækkun hafnarinnar og fjölgun íbúðarhúsnæðis á svæðinu.

Einnig liggur það fyrir að ekki er hægt að stækka götur meir á Kársnesinu þar sem plássið fyrir göturnar er, því miður, ekki til staðar.

Síðan koma íbúar á Nónhæð í Kópavogi og mótmæla harðlega þeim skipulagsbreytingum sem þar eru fyrirhuguð og skipulögð alfarið af byggingaraðilum en skipulagsyfirvöld koma þar nær ekkert að málum á annan hátt en að reyna að valta yfir íbúa svæðisins.

Á því svæði er til hugmynd á aðalskipulagi hvernig svæðið á að líta út, í grófum dráttum, í framtíðinni en einhverjir byggingaraðilar eru búnir að ákveða að gera eitthvað annað við svæðið og þá er eins og allt sé leyfilegt og íbúarnir aftur orðnir fyrir.

Við svo stórfeldar breytingar sem utanaðkomandi aðilar hafa áhuga á að breyta svæðinu þurfa íbúarnir að kosta stærri skóla, sveri holræsalagnir, meiri vegi og meira ónæði sem búið var að lofa í upphafi að ekki ætti að vera þegar þeir ákváðu að búsetja sig þarna.

Í Mosfellsbæ er eitt svona skipulagsfyrirbrigði líka, þar sem fara á yfir íbúa svæðisins með traktorum, gröfum og vörubílum gegn óskum þeirra sem eru fyrir.

Hvenær ætla sveitastjórnir að átta sig á því að þær eru þjónar íbúanna en ekki íbúarnir þjónar þeirra.


Stór brjós

Hafið þið heyrt um manninn sem stóð í sturtunni í Laugardalslaug.

 Þegar annar kemur við hlið hans verður þeim fyrri að orði: Át þú við sama vandamál að stríða á þínu heimili eins og ég, að vera með stærstu brjóstin í fjölskyldunni


mbl.is Brjóstastækkun í verðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GSM-væðing landsins

Nú eftir að Síminn var selur og grunnnetið með, illu heilli. Nú er svo komið að einkaaðilar eru komnir í einokunaraðstöðu á sölu aðgangs að grunnneti landsins, þar sem allir sem áhuga hafa á að taka þátt í GSM-samkeppninni verða að fara til eins af keppinautunum og semja við hann um verð á flutningsleiðum.

En eftir að búið var að selja þessa silfurskeið þjóðarinnar var talað um að af hagnaði af sölu Símans væri hægt að fara og klára tengingu landsins inn á GSM-kerfið. Það er sjálfsagt gott og blessað. En það er eitt sem ég fékk aldrei svör við, kannski vegna þess að ég tók ekki nógu vel eftir, eða var það vegna þess að enginn spurði.  Þegar búið verður að klára lagningu grunnnetsins um allt land á okkar kostnað,   hver á þá að fá það til rekstrar? Ekki getur ríkið komið inn með hluta grunnnetsins og sett það á útleigumarkað og ekki verður það bara látið liggja engum til gagns. Hver fær tekjurnar af því eftir að við eru búin að kosta lagninguna?

Svör óskast!


Bara 4000 manns

Á skátamóti í Englandi eru rúmlega 40000 manns og ég get lofað að þar eru og verða minnivandræði en á mótinu í Eyjum
mbl.is 4.000 manns mættir á þjóðhátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minn maður.

Ólafur Ragnar alltaf á rétum stað. Verst að ég skuli ekki vera þarna líka. þARNA ERU YFIR 40 ÞÚSUND SKÁTAR AÐ SKEMMTA SÉR og engin verslunarmannahelgarbragur á þessu.
mbl.is Forsetinn heimsækir heimsmót skáta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Brynjar Hólm Bjarnason

Höfundur

Brynjar Hólm Bjarnason
Brynjar Hólm Bjarnason
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • Tövrafoss

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband