Fréttaflutningur !

Þegar fylgst er með fréttum þessa daga kemur nokkuð undarlegt í ljós.

Í Mexíkó er heilt sveitafélag á kafi í vatni og búið að flytja alla íbúa sæðstu borgarinnar í burtu.

Það eru enn alvarleg átök í Írak þó að' við fáum tiltölulega lítið að heyra af því. Það er tekið sem "sjálfsagður hlutur" og sáralítið greint frá því í fréttum hér. Sjálfsagt búist við að allir séu orðnir svo þreyttir á því að enginn nenni að heyra um það meir.

Í Afríku geisa stríð og hungursneið. Flóð voru það í Kenja nú í rigningartíðinni í sumar enn ekkert heyrist um það hvernig málin gang nú. Það er nefnilega líka frétt ef hlutirnir komast í lag.

En aðal fréttin var þegar ég heyrði þær fyrst kl. 0600 í morgun að höfundar í Hollywood væru farnir í verkfall. Þessi frétt er síðan búin að tröllríða öllum miðlum dagsins í dag og fara í smáatriði hvað það getur þítt fyrir okkur hérna á klakanum. Kannski þurfum við að fara að horfa á endurtekið efni fr´´a þessari sápuhakkavél úr vestri.

Er ekkert merkilegra að gerast en þetta verkfall.

Kannski fáum við að sjá eitthvað frá öðrum löndum í staðin.

Ég vil fá vandaðri fréttir um verkfall en einhverjar afleiðingar hér uppi á Íslandi. Segið frá hver ástæðan er fyrir verkfallinu, hver kjör höfunda er og fleira um bakgrunn verkfallsins og ég talan nú ekki um, komið með fréttir af öðrum hlutum heimseins þar sem merkilegri mál eru að gerast.


Brosa!

Nú er bara að muna að brosa þegar ekið er of hratt. það er ómögulegt að vera í fýlu við opinbera myndatöku. Og svo er að muna að borga myndina. Þær eru sagðar ansi dýrar.
mbl.is Myndaðir á mikilli ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Keflavík hersetið aftur.

Það verða sjálfsagt miklir herflutningar frá höfuðstöðvunum til Keflavíkur núna næstu daga. það er bót í máli að þetta er alger friðarher, annað en sá sem er ný farinn af suðurnesjasæðinu.
mbl.is Nýr her til Keflavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart.

Eftir að hafa búið í Noregi, kemur þetta mér ekki á óvart. Hefði raunar geta búist við að fleiri viðurkenndu þetta en 52%. Það eru ótrúlega margir sem segjast vera "persolige kristne" eða trúaðir fyrir sjálfan sig.
mbl.is Annar hver Norðmaður trúir á Guð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kremfegurð

Það væri gaman að fá að kyssa þessar konur á kinnina. Þá fengi maður kannski smá af þessum  45þús. á varirnar.
mbl.is Íslenskar konur nota 45 þúsund króna andlitskrem
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugleiðir fjölskylduvænt félag

Með því að skilja golfsettin eftir á Íslandi hafa Flugleiðir gert ferðina hjá þessum viðmælanda sínum að mun fjölskylduvænni ferð en fyrirhugað var. Þetta varð til þess að viðkomandi aðili fór með fjölskyldunni í Disney-world í staðin fyrir að hann færi á golfvöllinn.

Prik til Flugleiða.


mbl.is Icelandair skildi 30 golfsett eftir á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjósund!

Miðað við hitan Í VOPNAFIRÐI ætti ekki að vera mál að fara í sjósund þarna fyrir austan. Þetta er sennilega hærra hitastig í sjónum en í alt sumar.
mbl.is 20 stiga hiti í Vopnafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útihúsaræktun

Hér eru greinilega hasspúkar á ferð. Ekki þörfá að kaupa ræktunarlampa fyrir sólbaðstofur.
mbl.is Brotist inn í gróðurhús í Hveragerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagar og ASÍ.

Ef ASÍ fær ekki að upplýsa okkur neytendur um verð hjá Högum eigum við þá ekki sauðsvartur almúginn bara að hætta að versla hjá þeim meðan þeir eru að koma sér niður á jörðina aftur.

Ef þessi ágreiningur snýst um það hvaða eplategund er seld á hvaða stað, þá verð ég að segja fyrir mína parta að epli fyrir mér er bara epli, og appelsína bara appelsína.

Ég veit vel að til eru mismunandi tegundir af  eplum, appelsínum og öðrum ávöxtum en ef ég ætla að fá mér ávöxt þá fæ ég mér ávöxt sem mig langar í burtséð frá tegund innbyrðis á þeim.

Það er kannski hægt að gagnrýna söluaðilana fyrir að kynna ekki betur vöru sína og gera okkur grein fyrir mismunandi gæðum vörunar.


mbl.is Hagar munu meina ASÍ að gera verðkannanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæri dauðan í sér

Man Geir ekki hvað var að gerast í borginni. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðis entist ekki nema í 16 mánuði. Það er hægt að segja að það samstarfhafi borið dauðan í sér.

Reyndar held ég að það samstarf sem ber Björn Inga Hrafnson með sér sé dauðadæmt til lengdar. Ég held að það sé maður sem betra er að fylgjast grannt með. Maður á ekki að treysta framsóknarmanni um of. 


mbl.is Dapurlegt að endurreistur R-listi sé kominn til valda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OR, REI, GGE

Nú er búið að ræða svo mikið um kaup og sölu á milli þessara tveggja fyrirtækja og samstarf eða samrunna að maður er farinn að standa á blístri af skilningsleysi.

Eitt skil ég þó og það var að sameina kunnáttu annarsvegar og peninga hinsvegar, en þá kemur að þessu með Hitaveitu suðurnesja. Hvað er hún að þvælast þarna inni í málinu. Átti ekki að meta þekkingu á jafns við peninga og GGi átti að koma með féð en REI að koma með kunnáttuna, en svo kemur allt í einu HS sem fjármagn frá OR inn í dæmið.

Eins og ég segi: Ég er svo einfaldur að ég skil ekki svona lókig


mbl.is Skoðað að OR tæki þátt í Geysi Green Energy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný umhverfissamtök

Er það ekki svona samtök sem eru kölluð öfgasamtök. Bara hafa það á hreinu áður en þau verða til. Það má alveg búast við að þau verði á móti t.d. virkjunum og byggingu álvers. Þá hljóta þetta að vera öfgasamtök. En það gæti alveg verið að ég kæmi til með að geta stutt þau. Það eru nefnilega sumir sem segja að ég sé svona öfgamaður í ýmsu.
mbl.is Umhverfis og náttúrusamtök Þingeyjarsýsla stofnuð á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvær vinnur.

Menn geta verið með tvær vinnur, en ekki með tvær samskonar vinnur. Á hvorum staðnum ætti hann þá að leggja sig fram.
mbl.is Helgi fær ekki að vera með útvarpsþátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sterar !

Það leynast víða maðkar í mysunni. Meira að segja átrúnaðargoðið fallið eins og flestir hinna.

Ég hef sagt það og segi það enn íþróttir eru hættulegt sport. Ekki nóg með að fólk leiðist út í vitleysu heldur getur það slasast líka.


mbl.is Marion Jones viðurkennir lyfjanotkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsjárhyggja.

Það er kannski ekki það besta sem maður getur hugsað sér, en stundum er það bara nauðsynlegt.


mbl.is Auðvelt að loka á íslenska spilara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búðahnupl.

Þjófnaður er alveg óþolandi fyrirbrigði. Hvort heldur það er stundað í búðum eða annarstaðar er þetta alveg óþolandi. Það hefur líka sýnt sig að ef börn komast upp með það er það vísasti vegur inn í frekari glæpi. Smáafbrot eru alltaf byrjunin á stærri glæpum. Þetta verður að stoppa strax í fæðingu!!!
mbl.is „Allir krakkar hnupla"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leigjendasamtök!!

Það er löngu orðið brýnt að stofnuð verði leigjendasamtök. Fyrr en það verður gert mun ríkja hálfgerð skálmöld hjá legendum, ef sögusagnir eiga að ráða leiguverði verður þetta aldrei í góðum málum.
mbl.is Hærri leiga og fleiri í vanskilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þenslan og Framsókn.

Það er grátlegt hvað Guðni og Framsóknarflokkurinn eru ótrúverðug í þeirri pólitík sem þau eru að reina að fylgja. Það var nú mikið varað við þenslu í hagkerfinu áður en farið  var í virkjunarframkvæmdirnar fyrir austan. Það hefur allt gengið eftir og reyndar mun verra en menn ætluðu, og svo eru þeir að vara við þenslu núna. Það er kannski hægt að tala um barnið sem hrópar úr brunninum.
mbl.is Guðni Ágústsson varar við þenslu í atvinnulífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef Lewis Hamilton vinnur.

Ef Lewis Hamilton verðum við að muna að það sem hann hefur fegið hjá Ferreri hefur ekki hjálpað Ferrari-liðinu mikið. En það getur vel skeð að það hafi gefið McLaren liðinu byr í seglin og þá er auðséð að McLarin liðar eru flinkari en Ferrai liðið. McLaren bíllinn er örugglega ekki bara Ferrari bíll.
mbl.is Ferrari: titill Hamiltons svikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Risaskjáir.

Verðum að vona að bíómyndirnar sem sýndar verða á þessum skjám séu ekki B-myndir.
mbl.is Tvö 103 tommu sjónvörp seld á átta milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Brynjar Hólm Bjarnason

Höfundur

Brynjar Hólm Bjarnason
Brynjar Hólm Bjarnason
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • Tövrafoss

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband