Að stytta sér leið

Það eru ýmsar styttingaleiðir til í íslensku máli. Annað slagið rekst maður þó á alveg undarlegustu styttingaleiðir. Í frétt Mbl.is um Reyðarfjarðar smyglið kemur ein þessara styttinga sem er ansi merkileg. Er það orðið: Handlagði.

Maður gæti haldið að prestar hafi eitthvað verið þarna með í ráðum. Þeir eru með svona handlagningar, eða heilarar. Þeir gera þetta víst líka.

En hér kemur byrjunin á fréttinni úr Mbl.is

Einn hinna ákærðu í Pólstjörnumálinu svonefnda bar við yfirheyrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa verið beðinn um að „græja“ innflutning á miklu magni fíkniefna í sumar, en upp komst um málið og haldlagði lögregla efnin um borð í skútu á Fáskrúðsfirði í september. Sex eru ákærðir.

Þá kemur í ljós að það er lögreglan hér á landi sem er farin að "handleggja" og er þetta sjálfsagt einhver aukabúgrein hjá þeim, nema að þeir séu kannski orðnir svona handleggjalangir að það sé eins og þeir "handleggi".

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Reyndar stendur í textanum sem þú ert að vitna í ,,haldlagði" en ekki handlagði. En samt sniðugt orð og alveg rökrétt þeir lögðu hald á góssið. Rétt eins og einhver sem er tekinn höndum, sá er handtekinn.

Gísli Sigurðsson, 31.1.2008 kl. 14:37

2 Smámynd: Brynjar Hólm Bjarnason

Það hét núna fyrir nokkrum dögum: Að gera upptækt

Brynjar Hólm Bjarnason, 31.1.2008 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Hólm Bjarnason

Höfundur

Brynjar Hólm Bjarnason
Brynjar Hólm Bjarnason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • Tövrafoss

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 883

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband