Færsluflokkur: Lífstíll

Leyndarmálið

Ég og konan mín elskuleg lögðum leið okkar í Háskólabíó í kvöld til að sjá myndina, The  Secret,  sem hefur farið sigurför um heiminn eins og auglýsingarnar segja okkur sem byrtust í blöðunum og fóru um netheim eins og eldur í sinu.  Ég get ekki orða bundist um sigurförina. Ef allstaðar hefur verið gefið frítt á myndina skil ég vel sigurförina. 

 Þetta var ágætis innlegg í það sem flest öll trúarspeki gengur út á að vera jákvæður í hugsun og reyna að halda aftur a neikvæðni og vondri tillfinningu.  Það er nú kanski ekki rétt að vera að gagnrýna myndina sem slíka, en þó get ég ekki stilt mig um að segja að hún er mikið lögð  út á amerískan hugsunargang, að verða ríkur að hugsa jákvætt og óska ynnilega um það sem mann langar til að eignast.  Veraldlegir hlutir voru þar framarlega í flokki. Eiga fínan bíl. Verða ríkur. Geta eignast fínt hús og slíka hluti.

Það sem mig hefur alltaf langað til að eignast er hamingja vel  gerð börn. Að ættingjarnir vinirnir og þeir sem ég umgst hafi það gutt og líði vel. Það held ég að mér hafi hlotnast a mikklu leyti. Auk þess óska ég að mannkinið geti lifað í sátt og samlindi og að heimurinn virki fyrir alla. Að fólk geti farið ánægt til hvílu á kvöldin hvar sem það er. Þetta hefur mér ekki hlotnast enn, svo nú bið ég alla sem geta lagt sitt á vogarskálarnar, að senda út jákvða hugsun og strauma.

Vonandi hafið, þið sem lesið þetta, ánægjulegan dag og allir í kringum ykkur líka, og allir aðrir sem ekki lesa þetta líka.


Um bloggið

Brynjar Hólm Bjarnason

Höfundur

Brynjar Hólm Bjarnason
Brynjar Hólm Bjarnason
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • Tövrafoss

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband