Gera það að valkosti að geta farið á egin bíl í vinnuna

Ég mynnist þess stundum með sjálfum mér að fyrir síðustu sveitastjórnakosningar var mikið talað um almenningssamgöngur og þar kom t.d. fram sú hugmynd að gefa ellilífeyrisþegum og skólafólki frítt í strætó. Það hefur ekki mikið orðið af þeim efndum. Þeir sem komu með þessa hukmynd hafa bar hækað fargjöldin.

Eftir að gamli góði Villi, eins og hann kallaði sig sjálfur, tók við borgarstjóraliklinum var hann spurður um þessi loforð af blaðamanni RÚV og svaraði hann þá með þessari gullvægu setningu að hann vildi "Gera það að valkosti að geta farið á egin bíl í vinnuna". Þetta gladdi mitt strætóhjarta verulega og varð mér þá hugsað til þess að til að hafa valkost þá þarf maður að hafa eithvað annað sem maður getur hafnað. Það þíðir þá aðeins eitt.    Gamli góði Villi  hlítur þá að ætla að fara að láta byggja út strætisvagnakerfið svo að þeir sem ekki vilja nota það hafi einhvern valkost. Fram að þessu hafa borgarar höfuðborgarsvæðisinns verið neiddir til að nota einkabílinn til og frá vinnu.

Það er eginlega leitt til þess að vita að hugmyndin að gefa frítt í strætó sem svo mikið var rædd á Stór-Reykjavíkursvæðinu skuli hafa verið stolið af Akureyringum og þeir orðið fyrstir til að gefa almenningssamgöngur á sínu svæði fríar og uppskorið, liggur mér við að segja, troðning í vagnana.

Þar hefur farþegum fjölgað um, ef ég man rétt, 60% frá áramótum.

Hefur nokkur hugsað útí hvað það er þjóðhagslega hagkvæmt að gera almenningssamgöngur innan höfuðborgarsvæðisinns fríar svo að  fleirri gætu farið að nota þær. Þá þyrfti hugsanlega að fjölga vögnum og kanski hafa stittra á milli vagna á hverri leið. Hljómar eins og meiri kostnaður. Vissulega, en á móti kæmi að eldsneiti sparaðist ef færri gætu lostnað við að þurfa að keira í og frá vinnu. Það yrði minna dekkjaslit sem leiddi af sér færri innflutt dekk. Götur slitnuðu minna sem leiddi af sér minni malbiksvinnu og minna svifrik í lofti. Það yrðu færri umferðarslis ef fólk hefði það sem valkost að geta notað strætó s.s. færri sjúkrahúslegur færri dauðaslis í þéttbíli og það þyrfti hugsanlega minna að byggja út vegi og stækka þá sem fyrir eru. Kanski þyrfti þá ekki að byggja eins mikið af ljótum mishepmuðum mislægum gatnamótum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Mér finnst að það eigi að stíga skrefið til fulls og hafa frítt í Strætó fyrir alla...kostirnir eru svo yfirgnæfandi að þetta ætti varla að þurfa að deila um...en samt eru ótrúlega margir sem geta ekki hugsað sér þetta af því að þeir myndu aldrei nota vagnana sjálfir...blæs á slíkt...almenningur borgar fyrir allskonar þjónustu á öðrum sviðum með skattpeningum þó að fólk  þurfi kannski aldrei að nota hana sjálfir.

Georg P Sveinbjörnsson, 11.4.2007 kl. 19:48

2 Smámynd: Brynjar Hólm Bjarnason

Þetta er alveg rétt en einhverstaðar verður að byrja

Brynjar Hólm Bjarnason, 11.4.2007 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Hólm Bjarnason

Höfundur

Brynjar Hólm Bjarnason
Brynjar Hólm Bjarnason
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • Tövrafoss

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 941

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband