Færsluflokkur: Bloggar

Unglingar á Akranesi!

Unglingar finna sér alltaf eitthvað til dundurs, og þeir þarna uppi á Skaga virðast vera ansi ötulir við það. Ef það er ekki hraðakstur á götum bæjarins, þá er það bara eitthvað annað. Núna var þetta eitthvað annað fyllerí og rúðubrot. Ég er ekki að reyna að halda því fram að þetta gerist ekki annarstaðar, en þær eru ornar ansi áberandi fréttirnar ofan að Skaga um svona heldur óæskilega hegðun. Eða er það kannski lögreglan sem á hrós skilið fyrir að reyna að stoppa þessi leiðindi.
mbl.is Fjöldaflutningar á ölvuðum unglingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlaup með blaðið í morgun!

Það hafa þá sjálfsagt verið hlaup hjá þeim sem gátu skilað af sér blaðinu á réttum tíma í morgun.

Við verðum bara að hrósa þeim sem hafa komist yfir verkefnið áður en þeir þurftu að fara til skóla eða vinnu.


mbl.is Seinkun á dreifingu vegna bilunar í prentsmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hjólhýsi splundrast á ferð"

Það er ýmislegt sem getur gerst í lífinu og úti í umferðinni.  Ég hef heyrt um að eitthvað splundrist á vegg eða þegar það lendir á jörðinni, en að lenda á ferð og splundrast hef ég aldrei heyrt um fyrr.

En ég hef heyrt um að hjólhýsi á ferð splundrist.

Ég segi það enn og aftur: Ég veit að þetta er gert í flýti, en það er líka hægt að vanda sig þó að maður sé að flýta sér.


mbl.is Hjólhýsi splundraðist á ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hækkun á olíu bensíni.

Hvernig var þetta. Voru olíufélögin ekki að hækka hjá sér í gær. Skyldu þeir þá ekki lækka á morgun í samræmi við fréttir erlendis frá?
mbl.is Olíuverð á niðurleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brennuvargar?

Þetta er þriðja eða fjórða skiptið sem brennur á þessu svæði nú á þessu ári, eða bara núna í þessum mánuði.

Þetta hefur verið eitt af vinsælustu sinubrunasvæðum höfuðborarasvæðisins. maður gæti látið sér detta í hug að þarna í nálægðinni búi brennuvargur. Það er allavega einhver sem er óstýrilátur með eldspíturnar alltaf að fara um þetta svæði

SLÆMT MÁL.


mbl.is Tjón upp á 10 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki húsunum að kenna!

Þetta hefur, eftir allt saman, kanski ekkert með staðsetningu húsana að gera. Það eru kanski bara ökumenn staðarinns sem þurfa að taka sér tak og aka eins og þeir séu ekki einir í heiminum.
mbl.is Kappaksturinn á Akranesi stöðvaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flýtir.

Það er mikill flýtir í þessari frétt. Sennilega á að vera fyrstur með fréttirnar. það verður samt að gera kröfur að maður þurfi ekki að geta í eyðurnar þegar verið er að lesa fréttir.

Það er slæmt ef það eru að myndast vopnaðir skæruliðahópar.


mbl.is Skotið á flutningabíl?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frelsi

Við skulum mynnast þess að frelsi hefur líka takmörk. Hannes viðist vera að reka sig á þau takmörk nú
mbl.is Söfnun fyrir Hannes Hólmstein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðfélag með pólitíska spillingu.

Það er ekki hér á landi. En við höfum annað sem heitir: "Að hygla náunganum" og það er nokkuð sem ekki mælist á alþjóðlekum spillingaloftvogum. Það getur líka heitið pólitískur loddaraleikur. Núna á þessum tímun hagsældar virðist Árni Mathiesen vera aðal leikarinn á því borði og lætur ata sér út í mest foræði á því sviði, svo að Félagi Davíð sé ánægður.

Hann hefur nú sjálfsagt lært ýmislegt af föður sínum. Þó að maður eigi ekki að draga feður inn í svona mál, þá mynnist ég oft þess þegar Matti pabbi var fjármálaráðherra eins og sonurinn nú, (Þetta eru víst embætti sem ganga í arf), þá feldi hann gengið einu sinni sem oftar, en þá vildi svo til að tveir Volvo-bílar voru afgreiddir með hraði í gegnum tollinn deginum áður. Auðvita var það ekki spilling, það vildi bara svona merkilega til bílarnir voru komnir til landsins.

 

 


mbl.is Spurningar ítarlegar svo ráðherrra fái tækifæri til skýringa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Brynjar Hólm Bjarnason

Höfundur

Brynjar Hólm Bjarnason
Brynjar Hólm Bjarnason
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • Tövrafoss

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 936

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband