Færsluflokkur: Bloggar

Lækkun skatta!

Það er endalaust verið að tala um að lækka skatta. Ég get ekki séð að það sé ástæða til þess svo lengi sem brýnasta þjónusta samfélagsinn virkar ekki sem skildi vegna fjársveltis og skorts á mannafa vegna of lágra launa. Byrjum á að taka til á þeim stöðum sem það er nauðsynlegt og svo er hægt að ath. með skattalækkanir.
mbl.is „Alls ekki boðleg þjónusta"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru víðar slagsmál en í Reykjavík

Það er farið að bera nokkuð á slagsmálum á Húsavík núna undanfarið. Nú skyldi maður ætla að þar væru ekki svo margir útlendingar að það ætti a skipta máli fyrir staðin, en þó finnst mér mikið bera á að þarna séu annarsvegar íslendingar og hinsvegar fólk af erlendum uppruna. Skildi vera byrja að gæta rasisma. Hér á landi hefur hann alla tíð verið til staðar, en þá í nafni hrepparígs.


mbl.is 5 sárir eftir hópslagsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipulagsmál í Kópavogi

Núna eru Kópavogsbúar nýbúnir að standa vaktina á tveimur vígstöðum og koma vitinu fyrir ráðamenn. En eftir því sem ég var að frétta þá er slagurinn sem er nýbúinn bara slagurinn við þursana því tröllin eru á leiðinni.

Var t.d einhver að tala um að 240 íbúða byggð á Nónhæð væri mikið. Var einhver að tala um að við þá stækkun myndi Smáraskóli verða allt of lítill. Holræsakerfi þyrfti að stækka verulega og að umferð um svæðið óbærileg.

Var einhver að tala um að 18000 bílar um Kársnesið væri meir en hverfið gæti þolað.

Það er að verða búið að byggja 22 hæða turn í Smáranum sem mér skilst að eigi að mestu leiti að vera skrifstofuturn. Á móti er rétt verið að byrja á öðrum sem á að verða hærri en samt ekki nema 18 hæðir en neðstu hæðirnar eiga víst að vera bílastæði. Þar við hliðina á svo víst að reisa annan sem á að skaga einar 30 hæðir upp í loftið og þá er hann nú farinn að kasta ansi miklum skugga á umhverfi sitt. Og þarna verða sjálfsagt einhverjar íbúðir þar.

Eins og þetta sé ekki nóg. Nei, aldeilis ekki. Þetta er bara byrjunin. Eftir því sem ég vara að frétta þá verður Smárahverfið eitt mesta gettó á Höfuðborgarsvæðinu ef þær byggingaframkvæmdir sem nú eru áætlaðar verða settar í gang því að á svokölluðum Sinkstöðvarreit er fyrirhugað að reisa nokkrar 30 hæða blokkir og eiga þær allar að verða íbúðarblokkir. Ég heyrði töluna 10 í því sambandi.

Ef þetta verður að veruleika verða hugmyndirnar um 240 íbúðir á Nónhæð bara smámunir á við þessar hugmyndir.

Ég vona bara, allra vegna, að þetta sé ekki rétt því með þessu væri verið að byggja eitthvert stærsta "gettó" sem byggt hefði verið á Íslandi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Svo Kópavogsbúar haldið vöku ykkar.


Kostningar í Sjálfstæðisfloknum

Þetta eru bara orðnar rússnskar kostningar í sjálfstæðisfloknum. Var ekki Davíð alltaf kosinn með lófataki. Var nokkur á móti Geir og núna þetta í Heimdalli. Þetta er ekki lengur neitt skemmtilegt. Engin barátta eða kostningaslagur með blaðaskrifum og málefnalegu umræðum.
mbl.is Erla endurkjörin formaður Heimdallar með 97,8% greiddra atkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæstiréttur að braggast.

Þau tóku ekki þátt í að sýkna gerandann í þessu máli. Ég hélt að það væri lögbrot að hafa mök við börn.
mbl.is Sýknudómur í kynferðisbrotamáli ómerkur og sendur heim í hérað á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilaboð frá vinum fólksins í Burma (Myanmar)

Það komu smáskilaboð í síman hjá konu minni núna áðan og hljóða þau svo í snöggri þíðingu:

Í nafni okkar tórulega hugrökku vina í Burma; Megi allir á hnettinum vera í rauðri skyrtu föstudaginn 28 september Komið þessum skilaboðum áfram.

Gerum eins og styðjum við bakið á því fólki sem hefur verið kúgað af herstjórn í tugi ára.


Öfugmæli mengunar!

Það er nokkuð skrítin umræða í gangi núna þegar hlýnun jarðarinnar er farið að gæta allverulega. Þá er komin upp sú staða að land er farið að opnast þar sem ís var áður. Höf eru farin að verða auð sem hulin voru ísi allt árið, og umræðan er strax farin af stað um að nú geti verið möguleiki að vinna olíu við strendur Grænlands, á svæði sem fyrir 10 árum var alveg óhugsandi að hægt væri að vinna olíu.

Þá er komin upp sú furðulega staða að vegna mengunar andrúmsloftsins eru svæði að opnast þar sem að öllum líkindum er olía undir. Ef svo verður farið að vinna þessa olíu getum við mengað meira og lengri tími líður áður en viðsnúningur hitabreytinga geta átt sér stað.

Er ekki kominn tími til að við förum að hugsa alvarlegar um þann skaða sem við þegar erum búin að valda og reynum eftir bestu efnum að snúa þróuninni við og finna aðra orkugjafa en kolefnaeldsneyti. Væri ekki upplagt að hafa það sem markmið að þessi olía sem hugsanlega liggur undir Norðurskautsísnum fái að liggja þar áfram sem minningar um ylla meðferð okkar á jörðinni og allt kapp verði sett í að komast áfram hér á jörð með sem minnstum skemmdum á því sem eftir er og við reynum að vinna okkur til baka á mengun andrúmsloftsins.


Banki í vandræðum.

Það er ekki alltaf  bara dans á rósum að eiga banka. Stundum þurfa menn að taka afleiðingum gjörða sinna.
mbl.is Segja yfirtökuviðræður standa yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Brynjar Hólm Bjarnason

Höfundur

Brynjar Hólm Bjarnason
Brynjar Hólm Bjarnason
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • Tövrafoss

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1071

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband