3.6.2007 | 10:56
Loksinns, loksinns
Það er ekki oft sem maður sér að sjómaður, og hvað þá skipstjóri, þori að gagnrýna veiðiásókn okkar Íslendinga. Ég held að það sé löngu orðið tímabært að hlusta á það sem fiskifræðingar hafa að segja og fara eftir því.
Mér hefur alltaf þótt það nokkuð undarleg ráðstöfun þegar verið er að friða þorskinn og á sama tíma aukinn ásókn í fæðu hans.
Nú er ég hvorki fiskigæðingur né leikmaðkur á þessu sviði, ég bara borða fisk og finnst hann góður, og finnist það alveg voðalegt ef maður fengi hann ekki lengur á diskinn.
Við gerum okkur öll grein fyrir því að ef við fáum ekki almennilega fæðu þá stoppar þroski okkar. En það finnst öllum sjálfsagt að drepa loðnuna í stórum stíl og kvarta undan því að þorskurinn sé orðinn smár og horaður og farinn að éta seiðin undan sjálfum sér. Ég hefði álitið að þá sæi hver heilvita maður að þá væri eitthvað orðið skrítið með kjörfæðu fisksins, en ekki að það væri svona margir fiskar í sjónum að þeir væru hættir að rúmast þar.
Við skulum mynnast þess að veiðimannaeðli okkar Íslendinga er ansi mikið. Við tökum svo lengi sem eitthvað finnst. Þetta höfum við gert í mörg ár og þessi hugsunarháttur fylgir okkur ansi víða. Í viðskiptum er þetta farið að verða aðalsmerki útrásar okkar. Íslendingar sjá tækifæri og hella sér í það meðan aðrir standa á hliðarlínunni og bíða átekta, missa af og hneykslast á þessari bíræfni okkar.
Ég mynnist þess stundum þegar faðir minn var að hneykslast á "þessum" fiskifræðingum. "Þeir væru alltaf að leita að fiskinum annarstaðar en þar sem fiskurinn væri". Þetta er maður að heyra enn þann daga í dag. En það er kannski ástæða fyrir því að þeir eru þar, maður leitar ekki að því sem maður veit hvar er. Það getur maður mælt og farið svo að leita af því sem einnig á að vera til.
![]() |
"Stórmerkilegt að við skulum ekki vera búnir að eyða þorskinum" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.5.2007 | 21:18
Gefið blóð !!!
Ég átti erindi í blóðbankann í dag. Á þangað erindi reyndar á 6 vikna fresti til að láta pumpa úr mér. Ekki halda að ég sé með svo ótrúlega blóðframleiðslu. Ég er settu í sérstaka blóðskiljuvél og þar eru teknar frá blóðflögurnar, og ég fæ næstum allt blóði til baka aftur. Þess vegna svona stutt á milli gjafa. Þetta tekur reyndar um 2 tíma í hvert skipti. En er ekki bara alveg ágætt að liggja og láta stjana svolítið í kringum sig, færa sér kaffi og með því og blöðin og fá sæmilegan tíma til að lesa þau.
Þær sögðu mér, þessar elskur þarna niðurfrá, að ég væri að koma í 64 skipti í þessa vél. Það tekur um tvo tíma í hert skipti svo þetta eru einir 124 tímar hjá mér. Ég er búinn að liggja þarna hjá þeim á bekknum í rúmar þrjár vinnuvikur á síðustu 10 árum. Haldið þið að það sé ekki munur að vera búinn að láta stjana við sig í rúmar þrjár vikur. Þetta er eins og besta sumarfrí
Núna loksins er Blóðbankinn kominn í rúmbetra húsnæði og þá er það þannig að hægt er að taka á móti fleiri blóðgjöfum. Auk þess var mér tjáð að það stæði til að bæta við tækjakosti til að geta sinnt fleiri gjöfum. Mæli ég með að sem allflestir, það ætti eiginlega að vera skilda, fullsfrískir einstaklingar mæti reglulega í Bankann og leggi inn. Við skulum hafa það hugfast að það gæti svo farið að við sjálf þyrftum á þessu blóði að halda og þá væri nú ekki ónýtt að eiga fyrninga í blóðbankanum.
Allar frekari upplýsingar er hægt að fá á þessum tengli http://svali.landspitali.is/lsh_ytri.nsf/htmlpages/blodbankinn.html
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2007 | 12:17
Strætó og Stór-Reyjavíkursvæðið
Það hafa nú verið aldeilis fyrirheit um hreinna loft og greiðari umferð, frítt í strætó og allt átti að verða svo miklu betra með nýrri stjórn í Reykjavík. En hvað skeður. Núverandi meirihluti var vart kominn til starfa þegar þeir tóku af eina almenningssamgöngutækið sem var í notkun og á brúklegum tíma. Það var nefnilega svo mikið tap á strætó að það var ekki hægt að láta hann ganga á 10 mín. frest á álagstímum, svo því var breitt í 20 mín. ferðir á daginn og 30 mín. ferðir á kvöldin.
Það var hægt að láta sig hafa það að brúka vagnana með þessu móti. En ekki var kosturinn góður. Núna les maður það í blöðunum að til standi að breyta enn og aftur vagnaferðunum og gera eins og algengt er að gera erlendis að fækka ferðum á sumrin og nú eiga ferðirnar að vera á 30 mín fresti yfir sumarið. En þeir sem taka slíkar ákvarðanir og miða við erlendar þjóðir gleyma því að erlendis eru almenningssamgöngur með brúklegan tíma á milli vagna og eða sporvagna. Þar er hægt að fara út á næstu strætóstöð og bíða eftir vagni og ef of langur tími er í hann þá hafa þeir yfirleitt nokkuð sem ekki finnst hér á landi en það eru sporvarnar eða neðanjarðarlestir sem eru yfirleitt ekki langt undan og gerir það að verkum að ekki þarf að bíða úti í kulda og trekki.
Það er enn svolítið merkilegt að lesa gamla frétt úr mogganum um strætó á Akureyri
FARÞEGUM með Strætisvögnum Akureyrar fjölgaði um 78% í febrúar miðað við sama tíma í fyrra. Í janúar var fjölgunin um 60% og því óhætt að segja að bæjarbúar taki þeirri nýbreytni vel að hafa ókeypis í strætó
Hvenær skyldu ráðamenn sunnan heiða átta sig á þessu.
15 apríl síðastliðin var sett fram 10 spora áætlun í umhverfismálum borgarbúa og þar mátti lesa eftirfarandi:
Í þessum tíu skrefum er enginn þvingaður til neins, en markmiðið er að ýta undir vistvæna hegðun almennings og augljóst að ekki veitir af. Bílaeign hefur vaxið hratt á undanförnum árum og haldi fram sem horfir verður þess ekki langt að bíða að hér á landi verði einn bíll á ökuskírteini. Yrðu Íslendingar þá farnir að skáka bílaþjóðinni í Bandaríkjunum.
Þar hnýtur maður um orðið "þvingaður". Það á sem sagt ekki að þvinga neinn. En nú upplifir maður algera mótsögn við þetta. Þeir sem notað hafa strætisvagna og sloppið hafa með að koma rétt fyrir 8.00 í vinnuna verða nú að leggja af stað um 7.00 til að vera vissir um að koma á réttum tíma. Það hafa nefnilega ansi margir upplifað það að strætó er svo stundvís að hann hefur komið of snemma á stoppistöð og þar af leiðandi misst af vagninum . Ég sem dæmi upplifði það að hann kom heilum 10 mín of snemma og þá er ekki að sökum að spyrja að ég sá hann fara fram hjá mér í fjarska.
Enn stendur í 10 spora áætluninni eftirfarandi:
Stefnt er að því að bæta þjónustu strætisvagna og verður þáttur í því að reykvískir námsmenn fái ókeypis í strætó frá og með næsta hausti.
Bætt þjónusta er ekki síður það að hafa styttra á milli ferða en hvað það er nú. að hafa þennan óheyrilega tíma er bara ávísun á að þvinga fólk yfir á annan ferðamáta.
Og aftur kemur frétt í mogganum um betri og vistvænni borg þann 25 apríl í ár segir eftirfarandi:
Strætó á að verða betri
Allar biðstöðvar strætisvagna eiga að fá eigið nafn, sem birtist meðal annars á ljósaskilti um borð í vögnum. Allar lykilbiðstöðvar munu birta rauntímaupplýsingar og greiðslumáti í strætó verður auðveldaður. Strætó fær oftar forgang í umferðinni á völdum stofnbrautum.
Reykvískir námsmenn fá ókeypis í strætó á haustmisseri 2007. Hvað síðar verður mun koma í ljós, en þetta er mikilvægt skref í þá átt að auka notkun almannasamgangna og draga þar með úr svifryki og mengun af völdum einkabílismans.
Þetta kemur sér vel fyrir nýbúa okkar að geta lesið og fengið upplýsingar, og okkur hin að sjálfsögðu líka, á stoppistöðvunum um rauntíma vagnana og nafn stöðvarinnar. En það hjálpar lítið til að fá fólk í að nota vagnana ef áfram verður 20-30 mín á milli þeirra. Ég vildi sjá að þessir peningar yrðu notaðir til að fjölga ferðum vagnana.
Í þessari sömu grein stendur einnig:
Göngum og hjólum meira
Til þess að fleiri láti bílinn standa heima þegar haldið er til vinnu eða farið út í búð eru menn hvattir til að ganga og hjóla meira. En í því sambandi vill borgin koma með úrræði sem auðvelda göngu og hjólreiðar.
Þar kom það. Það á ekki að þvinga neinn en þeir sem eru svo vitlausir að vilja spara loftið fyrir mengun geta þá bara hjólað í staðin fyrir að bíða eftir strætó sem aldrei kemur.
Ef yfirvöld höfuðborgarsvæðisins myndu einhvern tíma bera gæfu til þess að fjölga vagnaferðum og tala nú ekki um ef þeir gæfu frítt í vagnana (við skattgreiðendur þurfum hvort sem er á endanum að borga þær) fara menn fyrst að sjá árangur af minnkandi mengun og svifraki sem kemur frá nagladekkjum. Meira notaðar almenningssamgöngur spara vegina, minna viðhald, minna umferðaröngþveiti, Það myndi fækka slysum, færri úti í umferðinni. Slysum myndi fækka, Kannski þyrfti ekki að byggja út landspítalann alveg strax. Minni eldsneytisbrennsla. það yrði kannski hægt að komast hjá olíuhreinsistöð fyrir vestan. Minna dekkjaslit. Þá þyrfti ekki að hafa áhyggjur af eins miklu afgangsgúmmíi sem þyrfti að farga og finna ný not fyrir.
Því segi ég það hvernig væri að borgaryfirvöld færu að gera eitthvað í því að bæta samgöngur en ekki bara draga úr þeim.
![]() |
Gagnrýna breytingar á leiðakerfi Strætó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.5.2007 | 15:02
Svíar skila fornmunum
munum sem ég hefði stolið, fengi ég sjálfsagt á mig kæru.
Á forsíðu Moggans í dag er lítillega mynnst á það að Svíar ætli að skila 800 fornmunum sem safnað var hér á landi á 19 öld. Er þetta stórmerkilegur atburður að skilað sé svona fornmunum til baka til upprunalandsins og ber að þakka það með virtum.
Það er alveg einstakt í heiminum hvað okkur hefur tekist að endurheimta menningararf okkar til baka, fyrst frá Dönum og nú frá Svíum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2007 | 01:40
Strætó og Stór-Reyjavíkursvæðið
Það hafa nú verið aldeilis fyrirheit um hreinna loft og greiðari umferð, frítt í strætó og allt átti að verða svo miklu betra með nýrri stjórn í Reykjavík. En hvað skeður. Núverandi meirihluti var vart kominn til starfa þegar þeir tóku af eina almenningssamgöngutækið sem var í notkun og á brúklegum tíma. Það var nefnilega svo mikið tap á strætó að það var ekki hægt að láta hann ganga á 10 mín. frest á álagstímum, svo því var breitt í 20 mín. ferðir á daginn og 30 mín. ferðir á kvöldin.
Það var hægt að láta sig hafa það að brúka vagnana með þessu móti. En ekki var kosturinn góður. Núna les maður það í blöðunum að til standi að breyta enn og aftur vagnaferðunum og gera eins og algengt er að gera erlendis að fækka ferðum á sumrin og nú eiga ferðirnar að vera á 30 mín fresti yfir sumarið. En þeir sem taka slíkar ákvarðanir og miða við erlendar þjóðir gleyma því að erlendis eru almenningssamgöngur með brúklegan tíma á milli vagna og eða sporvagna. Þar er hægt að fara út á næstu strætóstöð og bíða eftir vagni og ef of langur tími er í hann þá hafa þeir yfirleitt nokkuð sem ekki finnst hér á landi en það eru sporvarnar eða neðanjarðarlestir sem eru yfirleitt ekki langt undan og gerir það að verkum að ekki þarf að bíða úti í kulda og trekki.
Það er enn svolítið merkilegt að lesa gamla frétt úr mogganum um strætó á Akureyri
FARÞEGUM með Strætisvögnum Akureyrar fjölgaði um 78% í febrúar miðað við sama tíma í fyrra. Í janúar var fjölgunin um 60% og því óhætt að segja að bæjarbúar taki þeirri nýbreytni vel að hafa ókeypis í strætó
Hvenær skyldu ráðamenn sunnan heiða átta sig á þessu.
15 apríl síðastliðin var sett fram 10 spora áætlun í umhverfismálum borgarbúa og þar mátti lesa eftirfarandi:
Í þessum tíu skrefum er enginn þvingaður til neins, en markmiðið er að ýta undir vistvæna hegðun almennings og augljóst að ekki veitir af. Bílaeign hefur vaxið hratt á undanförnum árum og haldi fram sem horfir verður þess ekki langt að bíða að hér á landi verði einn bíll á ökuskírteini. Yrðu Íslendingar þá farnir að skáka bílaþjóðinni í Bandaríkjunum.
Þar hnýtur maður um orðið "þvingaður". Það á sem sagt ekki að þvinga neinn. En nú upplifir maður algera mótsögn við þetta. Þeir sem notað hafa strætisvagna og sloppið hafa með að koma rétt fyrir 8.00 í vinnuna verða nú að leggja af stað um 7.00 til að vera vissir um að koma á réttum tíma. Það hafa nefnilega ansi margir upplifað það að strætó er svo stundvís að hann hefur komið of snemma á stoppistöð og þar af leiðandi misst af vagninum . Ég sem dæmi upplifði það að hann kom heilum 10 mín of snemma og þá er ekki að sökum að spyrja að ég sá hann fara fram hjá mér í fjarska.
Enn stendur í 10 spora áætluninni eftirfarandi:
Stefnt er að því að bæta þjónustu strætisvagna og verður þáttur í því að reykvískir námsmenn fái ókeypis í strætó frá og með næsta hausti.
Bætt þjónusta er ekki síður það að hafa styttra á milli ferða en hvað það er nú. að hafa þennan óheyrilega tíma er bara ávísun á að þvinga fólk yfir á annan ferðamáta.
Og aftur kemur frétt í mogganum um betri og vistvænni borg þann 25 apríl í ár segir eftirfarandi:
Strætó á að verða betri
Allar biðstöðvar strætisvagna eiga að fá eigið nafn, sem birtist meðal annars á ljósaskilti um borð í vögnum. Allar lykilbiðstöðvar munu birta rauntímaupplýsingar og greiðslumáti í strætó verður auðveldaður. Strætó fær oftar forgang í umferðinni á völdum stofnbrautum.
Reykvískir námsmenn fá ókeypis í strætó á haustmisseri 2007. Hvað síðar verður mun koma í ljós, en þetta er mikilvægt skref í þá átt að auka notkun almannasamgangna og draga þar með úr svifryki og mengun af völdum einkabílismans.
Þetta kemur sér vel fyrir nýbúa okkar að geta lesið og fengið upplýsingar, og okkur hin að sjálfsögðu líka, á stoppistöðvunum um rauntíma vagnana og nafn stöðvarinnar. En það hjálpar lítið til að fá fólk í að nota vagnana ef áfram verður 20-30 mín á milli þeirra. Ég vildi sjá að þessir peningar yrðu notaðir til að fjölga ferðum vagnana.
Í þessari sömu grein stendur einnig:
Göngum og hjólum meira
Til þess að fleiri láti bílinn standa heima þegar haldið er til vinnu eða farið út í búð eru menn hvattir til að ganga og hjóla meira. En í því sambandi vill borgin koma með úrræði sem auðvelda göngu og hjólreiðar.
Þar kom það. Það á ekki að þvinga neinn en þeir sem eru svo vitlausir að vilja spara loftið fyrir mengun geta þá bara hjólað í staðin fyrir að bíða eftir strætó sem aldrei kemur.
Ef yfirvöld höfuðborgarsvæðisins myndu einhvern tíma bera gæfu til þess að fjölga vagnaferðum og tala nú ekki um ef þeir gæfu frítt í vagnana (við skattgreiðendur þurfum hvort sem er á endanum að borga þær) fara menn fyrst að sjá árangur af minnkandi mengun og svifraki sem kemur frá nagladekkjum. Meira notaðar almenningssamgöngur spara vegina, minna viðhald, minna umferðaröngþveiti, Það myndi fækka slysum, færri úti í umferðinni. Slysum myndi fækka, Kannski þyrfti ekki að byggja út landspítalann alveg strax. Minni eldsneytisbrensla. það yrði kannski hægt að komast hjá olíuhreinsistöð fyrir vestan. Minna dekkjaslit. Þá þyrfti ekki að hafa áhyggjur af eins miklu afgangsgúmmíi sem þyrfti að farga og finna ný not fyrir.
Því segi ég það hvernig væri að borgaryfirvöld færu að gera eitthvað í því að bæta samgöngur en ekki bara draga úr þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2007 | 20:36
Ísland og NATO
Það er eitt sem ég hef lengi velt fyrir mér. Hvað hefur ísland að gera í NATO. Ekki erum við með her, sem betur fer. Vegna þess að við höfum ekki her, komum við aldrei til með að fara í stríð við aðrar þjóðir nema á þann hátt sem við samþykktum innrás USA og UK í Írak, yllu heilli.
Ef eitthvað herveldið hefur áhuga á að ráðast á landið þá gætu 300 þús. manns lítið gert frekan en þegar 10.000 manna her Þjóðverja hertók Noreg á næstum einni nóttu í seinna stríði 20ustu aldar.
En ef einhver væri svo vitlaus að ráðast á landið, þá vill svo til að við sitjum í hjarta NATO ríkjanna og það væri ansi skrítið ef þau leifðu það átölulaust. Já ég man alveg eftir Kúpu. Kúpa er bara ekki í hjarta NATO veldisins, þó hún sé nálæt USA.
Nú er verið að semja við nærliggjandi herveldi um aðstoð við að verja landið, en með þeim annmörkum að þeir dragi sig í hlé ef til átaka kemur, ef ég hef ekki alveg misskilið það sem komið hefur fram.
Nú legg ég til enn og aftur að við förum af stað og bjóðum SÞ að setjast að með friðarsetur hér á landi og geti notað aðstöðuna hér fyrir stríðandi fylkingar til að koma hingað og reyna að semja um frið hér og geti þá verið trygg um að vera á óháðum stað við sínar friðarumleitanir.
Þá gæti Björn Bjarnarson fengið sinni þörf fyrir gæslu fullnægt því þetta myndi kalla á gríðarlegan fjölda öryggisvarða til að fylgjast með þeim sem kæmu til landsins í friðarumleitunum.
En það yrði að sjálfsögðu að ganga þannig frá málum að þeir sem hingað kæmu fengju að fara um heiminn áreytingarlaust alveg þangað til þeir væru, lágmark, komnir heim aftur.
Nú skora ég á nýja ríkisstjórn að far að vinna að því að koma Íslandi inn á kortið sem heimsfriðarsetur. Staðinn sem allir geta komið á og reynt að semja um frið og fagra framtíð. Það væri nú ekki ónýtt að geta notað t.d. Bláalónið fyrir þessa aðila til að slappa af og byrja sínar friðarviðræður. Það er hvergi betra að gera slíka hluti en þar sem allir eru mátlausir úr hita. Það rífst enginn í of miklum hita.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2007 | 07:40
Íslensk skipasaga
![]() |
Cutty Sark brann í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2007 | 07:27
Bersögli
![]() |
Höfundur bersöglisbloggs handtekinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.5.2007 | 07:44
Enn og aftur virðist Framsókn ætla að komast í oddaaðstöðu
Það er orðið alveg ótrúlekt hvað Framsóknarflokkurinn á að geta látið að sér kveða. Þeir hafa oddaaðstöðu í Reykjavík út á einn mann sem slapp inn fyrir mistök. Og nú ætlar Sjálfstæðisflokkurinn einn ganginn enn að hengja hatt sinn á þá og gefa þeim óverðskuldað vald ó landsmálapólitíkinni.
Ef ég man rétt þá er Framsókn búið að vera meir og minna í stjórnaráðsbyggingunum frá því viðreisnarstjórnin svokallaða leið undir lok. Nú er komið meir en nóg Framsókn burt úr stjórnun ríkisins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2007 | 07:36
Ölvunarakstur.
Í Fréttablaðinu í dag er frétt um að 20% þeirra sem teknir eru ölvaðir undir stýri séu útlendingar. Mér finnst nú eiginlega að þarna sé verið að ráðast á vegginn það sem hann er lægstur og ásaka minnihlutann fyrir það sem meirihlutinn gerir. Það væri hægt að kalla það frétt ef allir þeir sem teknir eru undur áhrifum við akstur væru útlendingar. Það er frétt ef íslendingum tækist að halda sig þannig á götum landsins að enginn þyrfti að óttast stút undir stýri. þá væru þessi 20% sem eru núna úti að aka fullir lítið mál.
Við skulum bara mynnast þess að stútur undir stýri á ekki að finnast
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007 | 07:36
Engin áhrif hér!
Auðvita hefur svona SMÁ samruni úti í heimi engin áhrif hér á landi frekar en annað sem gerist út í heimi. Mengun úti í heimi hefur að sjálfsögðu engin áhrif hér heldur. Hvað heldur Jón Sigurðson eginlega að við séum. Það vita náttúrulega allir að ef Alcan og Alcoa eru með eithvað múður þá neitum við bara að selja þeim rafmagn, og þá verða þessir strákar og stelpa að halda sig á motunni og sína okkur virðingu.
![]() |
Yfirtaka Alcoa á Alcan hefði ekki mikil áhrif hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2007 | 18:52
Gott framlag

![]() |
100 milljónir króna til 40 verkefna í umhverfis- og orkurannsóknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2007 | 23:13
Sjaldséðir fuglar á ferð
![]() |
Sjaldséður gestur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég man eftir því þegar ég var á þessum aldri þá skemdust tennurnar ekki bar þegar ég var 12 ára.
Brynjar H. Bjarnason
![]() |
Samið um tannlæknaþjónustu og forvarnarskoðanir 3 og 12 ára barna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.5.2007 | 18:39
Hræðsluáróður Stjórnarflokkanna
Þetta er alveg ótrúlegt að hlusta á þennan hræðsluáróður sem búinn er að vera í gangi fyrir þessar kostningar. Maður fær það stöðugt í andlitið að ef stóriðjustefnan fái ekki að ríða húsum muni bara allt fara í kalda kol. Það verði engin framþróun og allt muni leggjast flatt.
Það spurði mig maður hvort ég myndi ekki atvinnuleysið sem var '94. Þá vildi svo til að ég bjó nú erlendis og gat ekki munað það sem var hér á landi en í Noregi þar sem ég bjó þá upplifði ég 10% atvinnuleysi, en þá vildi svo til að mér tókst altaf að fá vinnu. '94 hvernig var það þá hér á landi?
Jú, þá voru við stjórnvölin Sjálfstæði og Alþíðuflokkur, svo ekki er hægt að kenna núverandi vinstri um það. Svo mynnir mig að það hafi nú verið annsi hörð lending eftir uppsveiflu i kringum árið 2000. Þá varð nokkuð atvinnuleysi og enn var Sjálfstæðisflokkurinn við völd og nú með Framsókn.
Nú undanfarin 5 ár er búin að vera annsi mikil uppsveifla og var hún í sjálfu sér fyrirsjáanleg þegar ákveðið var að fara út í þessar stórbyggingar fyrir austan. En þá var líkað talað um að menn þyrftu að passa efnahgslífið, en þegar byrjað var á framkvæmdunum var verðbólgan aðeins um 2,5% en er búin að fara bæði upp og niður en þó aðalega upp. Seðlabankinn hefur reint að halda aftur af henni en við hin höfum þá kvartað undan ónýtri krónu í staðinn og farið er að tala um að skipta yfir í Evrur til að bjarga þeim fyrirtækjum sem starfa að mestu á erlendri grund og þeim sem eru í útflutningi.
Ég heyrði aðeins í þátt hjá bloggvini mínum hinum Sigurði G. Tómassyni á útvarpi Sögu þar sem hann var með Guðlaug Þór Þórðarson í spjalli. Og kom ekki þar enn einn hræðsluáróðurinn. En þar sagði Guðlaugur eithvað á þá leið að ef ekki væri haldið áfram í stóriðju þá væri bara voðinn vís og við Íslendingar myndum tapa því forskoti sem við hefðum á aðrar þjóðir í vinnslu á háhitasvæðum og nýtingu jarðvarma.
Það er eins og ekkert hafi gerst hér á landi fyrr en fariðp var að virkja fyrir álver á austurlandi. Það vill nú svo til að ég man þá tíð þegar Baldur heitinn Lindal var að flytja út þekkingu á vinslu jarðvarma og nær enginn hlustaði á hann hér á landi. Hann var aðalhönnuður á jarðvarmaorkuveri í Kenýja sem enn er rekið með góðum árangri.
Það er svo skrítið að það er eins og núverandi stjórnarflokkar hafi ekki trú á fólkinu í landinu þó að bankar, versalnaeigendur, framleiðslufyrirtki og margir aðrir hafi verið í mikilli útrás og framþróun.
Ég man líka þá tíð þegar Davíð Oddson var forsætisráðherra og hundsaði viðvaranir Seðlabankans. Ætli það sé ekki svolítið skrítið fyrir hann að sitja nú hinu megin og sjá stjórnvöld hunds alveg tilmæli hanns um að draga úr hraða efnahagslífsinns.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2007 | 22:53
Leyndarmálið
Ég og konan mín elskuleg lögðum leið okkar í Háskólabíó í kvöld til að sjá myndina, The Secret, sem hefur farið sigurför um heiminn eins og auglýsingarnar segja okkur sem byrtust í blöðunum og fóru um netheim eins og eldur í sinu. Ég get ekki orða bundist um sigurförina. Ef allstaðar hefur verið gefið frítt á myndina skil ég vel sigurförina.
Þetta var ágætis innlegg í það sem flest öll trúarspeki gengur út á að vera jákvæður í hugsun og reyna að halda aftur a neikvæðni og vondri tillfinningu. Það er nú kanski ekki rétt að vera að gagnrýna myndina sem slíka, en þó get ég ekki stilt mig um að segja að hún er mikið lögð út á amerískan hugsunargang, að verða ríkur að hugsa jákvætt og óska ynnilega um það sem mann langar til að eignast. Veraldlegir hlutir voru þar framarlega í flokki. Eiga fínan bíl. Verða ríkur. Geta eignast fínt hús og slíka hluti.
Það sem mig hefur alltaf langað til að eignast er hamingja vel gerð börn. Að ættingjarnir vinirnir og þeir sem ég umgst hafi það gutt og líði vel. Það held ég að mér hafi hlotnast a mikklu leyti. Auk þess óska ég að mannkinið geti lifað í sátt og samlindi og að heimurinn virki fyrir alla. Að fólk geti farið ánægt til hvílu á kvöldin hvar sem það er. Þetta hefur mér ekki hlotnast enn, svo nú bið ég alla sem geta lagt sitt á vogarskálarnar, að senda út jákvða hugsun og strauma.
Vonandi hafið, þið sem lesið þetta, ánægjulegan dag og allir í kringum ykkur líka, og allir aðrir sem ekki lesa þetta líka.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2007 | 20:39
Ríkisborgararéttur
Var að hlusta á rök Bjarna Benidiktssonar á því hvernig unnið er með afhendingu ríkisborgararéttar. Því fleirri útskíringar sem maður fær, því meiri steipa verður þetta. Þarna var talað um meðmælendur sem viðkomandi fær til að skrifa upp á umsóknina. Hverjir skildu það hafa verið í þessu einstaka máli. Ég get vel unt þessari stúlku frá Guatemala að hafa fengið Íslenskan ríkisborgararétt en vorkenni henni hvernig hún hefurþurft að hlusta á þá "spillingu" sem komið hefur upp í kringum hennar mál. Það er alveg klárt að ef eithvað viðlíka hefði komið upp í okkar nágranna ríkum hefðu sennilega allir aðilar sem komu að þessu máli þorft að taka pokan sinn. Það er alveg ljóst að alla vega formaur nefndarinnar sem verður uppvís að slíkum vinnubrögðum hefði alla vega ekki komist í gegnum kosningar eða fengið að sitja sem nemdarformaður.
Þetta er bara steipa og aftur steipa og væri betur nýtt í byggingar en í svona vitleysu.
Hverju má maður búast við af þessum þingmönnum í framtíðinn. Afhverju geta menn bara ekki sagt að okkur urðu á mistök og tekið afleiðingum gerða sinna. Það þurfum við hin að gera, sama hvar við vinnum. Við sleppum ekkert við ábyrgð en ef það er þingmaður hefur hann enga ábyrð.
Þetta er þjóðfélagslegt óréttlæti. Þeir fá ágætis laun og það er hluti af því að axla ábyrgð.
Já, ég er bara ferlega fúll,vondur og pirraður á þeim aðilum sem þikjast vera fulltrúar þjóðarinnar og geta aldrei axlað þá ábyrgð sem þeim ber. Hverju má þá búast við af okkur hinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2007 | 17:28
Byggjum meira!
Það er svo skrítið með landsmenn þessarar þjóðar, að það er eins og öllum virðist að sé byggt nýtt hús eð það gamla stækkað þá sé málunu reddað. Ég var að hlusta á viðtal við Formanninn Geir H. Haarde frá því 24.4 í morgunútvarpinu og það fyrsta sem tekið er upp er sú umræða sem var um síðustu helgi að um 200 börn og unglingar bíði eftir aðstoð hjá BUGL. Svar hans var að þetta væri nú í góðum málum það væri nú verið að stækka geðdeildina. Mér hefur alltaf skilist að það vantaði fólk til starfa og að það fengist ekki til starfa vegna ónógra launa. Hvernig væri nú að eithvað af þessum byggingakostnaði færi t.d. í að borga starfsfólki hærri laun. Það breytist sára lítið þó að húsnæðið sé stórt og flott, ef enginn fæst til að vinna þar.
Svo var talað um skattleysismörk að þau þyrfti að hækka. Þá fékk ég alveg nýja skíringu þar. Formaðurinn sagði að hver 1000 kall í ríkissjóð skipti ríkið ákavlega mikklu máli en skipti kanski ekki svo miklu máli hjá hverjum einstaklingi. Það er kanski þess vegna sem lækkaður var skattur hjá hátekjufólki en ekki þeim sem litlar tekjur hefðu.
Stundum veltir maður fyrir sér hvað menn hafi verið að gera í stjórnmálum, þegar Geir fékk spurninguna um vaxtastigið. Þá kom t.d. svarið að það hefði verið alveg óvænt sem bankarnir hefðu komið inn á húsnæðislánamarkaðinn. Hvar var fjármálaráðherra þegar þetta átti sér stað. Þá mynnir mig að það hafi legið alveg ljóst fyrir a bankarnir voru að pressa á að komast inn á þennan markað, enda þar sem hlutirnir gerðust hér á landi
Kanski gera menn sér betur grein fyrir hlutunum eftir kostningar
Brynjar H. Bjarnason
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.4.2007 | 07:30
Hóta slitum við Eista
Hver er þessi Eista?
Þetta er eitt af þessum orðskrípum sem koma úr íðróttafréttamáli og er farið að skjóta illilega rótum í daglegri fréttamensku. Það var talað um að það væri svo langt orð Eistland að það væri ekki hægt að nota það í t.d. lýsingu á leik og tala alltaf um Eistlendinga. En hverjum dettur t.d. í hug að tala um Ísta. Ja, hverjir skildu það nú vera aðrir en Íslendingar. Þið takið kanski eftir því að það er jafn óþjált í munni og Eistlendingar. Það hefur með öðrum orðum jafn mörg áhersluatkvæði.
Ég vunast til að einhverjir blaðamenn taki þetta til athugunar
Brynjar H. Bjarnason
![]() |
Rússar hóta aðgerðum vegna styttu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.4.2007 | 19:54
Stjórnmálamenn á ferð
Það er orðið alver greinilegt að kostnongar eru í nánd. Ég fór niður í kloport á sunnudaginn, svona rétt til að kíkja, hafði lítinn tíma, og viti menn, þarna var valla þverfótandi fyrir fyrverandi alþingismönnum sem vilja endilega komast að á þingi aftur. Mér finnst bara allt í lagi að þeir láti sjá sig og tali við hinn almenna borgara lík á öðrum tíma en bara fyrir kostningar. Þeir verða að far að gera sér grein fyrir því að við erum til líka á milli kostninga. Ég legg til að t.d. í Kolaportinu verði oppnaður stjórnmálamannabás þar sem fólk af götunni geti komið og talað við þá og látið í ljós skoðanir sínar á gjörðum þeirra og starfi. Ekki láta okkur alltaf bíða fram að kostningum og tala við okkur þá. Við höfum ýmislegt að segja þess á milli sem er vel þess virði að taka með sér inn á þing.
Brynjar H. Bjarnason
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Brynjar Hólm Bjarnason
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugamál
- Veisla fyrir bátaáhugamenn Kystnorge på sit beste
- BB 11 Norsk tréskúta
- Siglingar Siglingablað
- Bátar Tímarit um trébáta
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar