Flóttafólk í Írak

Það voru hrikalegar og ohuggulegar lýsingar af aðbúnaði flóttafólks í Írak í sunnudagsblaði Moggans nú um helgina. Mér var hugsað til upphafsmanns þessa hildarleiks fólksins þarna. Skyldu þau ekki annað slagið hafa hugsað til kallsinns í vestri sem stóð fyrir þessu með aðstoð hjálparhellunnar í Bretlandi.

Núna í Mogganum í dag rís upp ein hvundagshetjan Sigurborg S. Guðmundsdóttir og er tilbúin að leggja til hluta heimilis síns með aðstoð fjölskyldu og vill taka á móti þeirri konu sem hvað hræðilegasta lífsteynslu að baki úr hildarleiknum í Írak. Hún er tilbúin að taka á móti konunni sem kallaði sig Noor og var búin að missa allt sitt, fjölskildu jaft sem annað og hafði verið svívirt baara vegna þess að hún var þekkt í landinu sínu.

Ég tek ofan fyrir þér. Vonandi taka stjórnvöld við sér og verða til aðstoðar.

 


N1 eða NEINN

Nú er búið að segja okkur landsmönnim frá því, með mikilli auglísingaherferð, að gamli Esso sé farin af landi brott fyrir fullt og allt og N1 eða NEINN sé kominn í staðinn. 

Það hvíslaði því að mér lítill fuggl að þessi nafnabreyting spari annisi mikið fyrir fyrirtækið eða allt að 600mil. Sel það ekki dýrara en ég keipti það frá þessum litla fugli. Þetta verður kanski til þess að NEINN fer ða verða leiðandi á markaði fyrir bensinvrð og skipti um gír og verði sá ódýrasti.

Það verður nú reyndar a segjast að mín reinsla af eigendum þessa fyrirtækis er ekki sú að vörur hjá því lækki. Get tekið eitt dæmi: Þeir keiptu fyrir ekki alllöngu fyrirtækið SKF sem seldi legur af öllum gerðum og stærðum og fluttu starfsemi þess upp í húsnæði Bílanaust. Við þennan flutning voru legur sem ég hafði keipt skömmu áður á um 250 kr komnar upp í rúmar 800 kr. Þá sneri ég mér til Falkans.


Ánægulegar fréttir fyrir strætófólk

Ég var varla búinn að birta bloggið hér á undan en það kemur fram í fréttum Sjónvarpsins að nú áað fara að efna ethvað af loforðunum um samgöngurnar alla vega það að skólafólk á að fá frítt í vagnana.

Skildi Gísli Marteinn hafa lesið bloggið mitt


Gera það að valkosti að geta farið á egin bíl í vinnuna

Ég mynnist þess stundum með sjálfum mér að fyrir síðustu sveitastjórnakosningar var mikið talað um almenningssamgöngur og þar kom t.d. fram sú hugmynd að gefa ellilífeyrisþegum og skólafólki frítt í strætó. Það hefur ekki mikið orðið af þeim efndum. Þeir sem komu með þessa hukmynd hafa bar hækað fargjöldin.

Eftir að gamli góði Villi, eins og hann kallaði sig sjálfur, tók við borgarstjóraliklinum var hann spurður um þessi loforð af blaðamanni RÚV og svaraði hann þá með þessari gullvægu setningu að hann vildi "Gera það að valkosti að geta farið á egin bíl í vinnuna". Þetta gladdi mitt strætóhjarta verulega og varð mér þá hugsað til þess að til að hafa valkost þá þarf maður að hafa eithvað annað sem maður getur hafnað. Það þíðir þá aðeins eitt.    Gamli góði Villi  hlítur þá að ætla að fara að láta byggja út strætisvagnakerfið svo að þeir sem ekki vilja nota það hafi einhvern valkost. Fram að þessu hafa borgarar höfuðborgarsvæðisinns verið neiddir til að nota einkabílinn til og frá vinnu.

Það er eginlega leitt til þess að vita að hugmyndin að gefa frítt í strætó sem svo mikið var rædd á Stór-Reykjavíkursvæðinu skuli hafa verið stolið af Akureyringum og þeir orðið fyrstir til að gefa almenningssamgöngur á sínu svæði fríar og uppskorið, liggur mér við að segja, troðning í vagnana.

Þar hefur farþegum fjölgað um, ef ég man rétt, 60% frá áramótum.

Hefur nokkur hugsað útí hvað það er þjóðhagslega hagkvæmt að gera almenningssamgöngur innan höfuðborgarsvæðisinns fríar svo að  fleirri gætu farið að nota þær. Þá þyrfti hugsanlega að fjölga vögnum og kanski hafa stittra á milli vagna á hverri leið. Hljómar eins og meiri kostnaður. Vissulega, en á móti kæmi að eldsneiti sparaðist ef færri gætu lostnað við að þurfa að keira í og frá vinnu. Það yrði minna dekkjaslit sem leiddi af sér færri innflutt dekk. Götur slitnuðu minna sem leiddi af sér minni malbiksvinnu og minna svifrik í lofti. Það yrðu færri umferðarslis ef fólk hefði það sem valkost að geta notað strætó s.s. færri sjúkrahúslegur færri dauðaslis í þéttbíli og það þyrfti hugsanlega minna að byggja út vegi og stækka þá sem fyrir eru. Kanski þyrfti þá ekki að byggja eins mikið af ljótum mishepmuðum mislægum gatnamótum.


Þórólfur Árnason 50 ára, af hverju ekki sem næsta forseta Íslands

Ég vil óska Þórólfi Árnasyni til hamingju með afmælið sem hann átti hér um daginn og sem hann gat haldið upp á  án þess að bjóða Eton John til sín. Mér var raunar sagt að þar hafi verið ýmsir framámenn þjóðarinnar og vona ég bara að þetta hafi verið ánægulegt hóf fyrir hann og gesti.

En það var nú raunar annað sem ég ætlaði að mynnast á hér í þessu samhengi. Það losnar embætti forseta Ísland núna á næsta ári eða eftir 5 ár og þá legg ég til að þórólfur Árnaso gefi kost á sér í það verkefni. þegar hann var borgarstjóri Reykjavíkur stóð hann sig með miklum ágætum þó hann hafi þurft að gjalda þess að vera einn af "ósakhæfu" mönnunum sem voru í olíusamráðsmálinu, eini maðurinn sem þurfti að taka út refsingu fyrir sína ósakhæfu bláeygu yfirmenn. 

Þórólf Árnason sem næsta forseta líðveldisinns.


Fingurbrjótur Spaugstofumanna

Ég sá loksinns endursýninguna á 300. þætti Spaugstofunar, og varð ekki fyrir vonbrygðum frekar enn fyrri daginn. Nú eru þeir að verða komnir með 1 þátt fyrir hvern dag ársinns og maður þarf þá ekki að láta sér leiðast í framtíðinni.

En þessi fingurbrjótur þeirra með Álsönginn fyrirgefið Þjóðsönginn ætlaði ég að segja. Þéir eru reyndar ekki óvanir að koma með smá brjóta af og til og alltaf lifað af.  Mynnist ásóknar kirkjunnar manna á þá fyrir frægann páskaþátt. Og svo finnst öllum allt í lagi að gera grín að Múhameð.

Það eru reindar svo stöng öll lög í kringum þjóðfánann og sönginn að varla má singja t.d. sönginn falskt án þess að eiga á hættu að fá á sig ákæru.

Ég er nú alveg viss um að vegna þess að þeir félagar í spaugstofunni eru búnir að skemta okkur svo vel í gegnum tíðina að þeim verði fyrirgefið, ég tala nú ekki um ef þeir biðjast sfsökunar og lofa að gera þetta aldrei aftur.


Feneyjar norðursinns

Var einhver að tala um að byggja íbúðir úti í sjónum fyrir utan Örfirsey. Man enginn eftir veðrunum og af hverju fjörukamburinn var færður utar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta skeður og örugglega ekki það síðasta
mbl.is Brimvarnargarður við Ánanaust rofnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland sem friðarsetur

Það er mikið búið að tala um varnir íslands síða herin fór af landinu, og engum dettur neitt í hug nema að fá samsarf við aðrar þjóðir um að verja þennan hólma okkar langt norður í Dumshafi.

Nú síðast var haft samband við norðmenn um að aðstoða okkur við þetta. Ég held að það sé alt í lagi að mynnast þess að þeir eru búnir að gera ýtrekaða tilraun í gegnum árin að ná yfirráðum yfir landinu.

Í morgun var fjallað um það í fréttum að Svíum fanst við bregðast rétt við varðandi varnir landsin.

Ég ætla hér aðeins að hreifa einni hugmynd sem vel væri hægt að nýta sér varðandi varnarlausa eyju í hafinu.

Það væri vel hugsanlegt að þjóðir heimsinns væru tilbúnar að samþikkja það að einhverstaðar væri til staður þar sem hægt væri að koma saman á einangruðum friðarstað sem laus væri við hagsmuni hervelda og ræða eða semja friðaráætlanir. Þá þirftu allir að samþikkja það að þeir sem þangað færu í friðartilgangi væru friðhelgir á sama hátt og var hér á landi þegar farið var til þings á Þingvöllum. Þinghelgin var frá því að lagt var af stað að heiman og til þess að menn komu heim aftur.

Síðan þirfti að semja við þjóðir sem næstar okkur  væru um að tryggja það að einginn kæmi inn fyrir okkar lögsögu með vopn né ófriði. Þar með væru varnir landsinn tryggðar.

Síðan sæju Sameinuðu Þjóðirnar um friðar- og friðarransókna-setur hér.

Ef enhverju slíku væri komið á værum við orðin eins og vin í heiminum án herafla og triggðum öllum að við mindum alldrei lísa yfir stríði við aðrar þjóðir ein og verið hefur fram undir Írakstríðið.


« Fyrri síða

Um bloggið

Brynjar Hólm Bjarnason

Höfundur

Brynjar Hólm Bjarnason
Brynjar Hólm Bjarnason
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • Tövrafoss

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband