Bærinn sem best er að búa í!

Já, það er ekki bara Kópavogur sem gott er að búa í.  Miða við einhverja könnun sem gerð var og birt nýlega, átti að vera best að búa í Garðabæ.  Eins og komið hefur fram hér í fyrri færslum hjá mér, þá bí ég þar.

Í þessum góða bæ er ekki gert ráð fyrir að neinn komi sér á milli staða nema í einkabíl, og það á ekki að vera einkenni á bæ sem á að vera gott að búa í.  Einkabíllinn er settur þar í fyrsta og annað sæti sem framgangsmiðill.

Á veturna þegar snjóar eru allar aðal götur ruddar og einnig allar aðal gangstéttar bæjarins. Ekki allar frekar en götur. En ef  það snjóar aftur án þess að hláni er ekkert frekar ruddar gangbrautir en vegir eru ruddir áfram.

Hinumegin við Arnarnesveg leynist Kópavogur og þar sem ég bý á þeirri hæð nota ég mér þann valkost að taka strætó í vinni í Kópavogi. Þegar ég kem yfir veginn sem skilur á milli þessara tveggja bæja bregður svo við að þar eru gangstéttar ruddar reglulega og alltaf greiðfært um þær.

Reykjavík, Kópavogur og Hafnafjörður fóru síðasta vor og sumar í keppni um hver væri viljugastur að bjóða best í strætó og við þetta fylgdi Garðabær með, eitt ríkasta sveitarfélag landsins. Núna um daginn brá svo við að keppnin er aðeins að taka við sér aftur um það hver er viljugastur að fara að gefa fleirrum frítt í strætó. Þá brá svo við að frá bæjarstjórn Garðabæjar kom hljóð úr horni um að þeir væru nú bara ekkert til í að gefa frekar frítt í svona (óþarfa) sem strætó væri. Þeir vita sem er að garðbæingar eru svo vel staddir að þeir geta vel borgað sínar strætóferðir sjálfir.

Ég hitti enu sinni fyrir einn bæjarráðsmann í Garðabæ og hafði sá mikil og stór orð um hvað það væri dýrt að reka strætó og mikill hluti tekna bæjarins sem færu í það.  

En að borga bílastæði og hreinsun þeirra það eru þeir viljugir að borga. Það væri fróðlegt að sjá hver munurinn á rekstri almenningssamgangna með strætó væri miðað við þann kostnað að halda bílastæðum bæjarins nothæfum á ári og snjófríum á vertum.

Það er eitt aðal iðnaðarhverfi sem hægt er að kalla svo í Garðabæ og er það aðskilið frá annarri byggð með hrauni og þangað liggur ein gönguleið frá íbúahverfinu, en það er alveg með ólíkindum hvað það getur verið erfitt að nýta sér þá leið á vetrum vegna þess að þar er ekkert  eða sára lítið hreinsaður snjór eftir ofankomu. Það er frekar beðið eftir hláku.

Bæjarstjórn Garðabæjar má alveg fara að líta til þess að í Garðabæ býr líka fólk sem vill spara umhverfið og nýta sér aðra möguleika til að komast fram í umferðinni en einkabílinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Hólm Bjarnason

Höfundur

Brynjar Hólm Bjarnason
Brynjar Hólm Bjarnason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • Tövrafoss

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 881

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband