10.12.2007 | 11:13
Kvennamaður!
Eva María Jónsdóttir er með mjög góða viðtalsþætti í sjónvarpi allra landsmanna á sunnudagskvöldum. Í gær (09 12 07) kynnti hún til leiks mann í eldri kantinum. Var hann kynntur sem t.d. kvennamaður. Þetta hefur alla tíð verið hulið einhverjum ljóma að vera "kvennamaður". Mér datt svona í hug ef kona hefði verið í sömu aðstöðu. Hvað skildi hún vera kölluð? Kannski karlakona. Nei, ætli hún hefði ekki verið kölluð léttlind, daðurdrósa eða eitthvað verra. Það eru ekki orð sem hlaðin eru neinum ljóma.
Væri nú ekki hægt að kalla þessa kvennamenn sínu rétta nafni t.d. graðnagla eða hórkarla.
Um bloggið
Brynjar Hólm Bjarnason
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugamál
- Veisla fyrir bátaáhugamenn Kystnorge på sit beste
- BB 11 Norsk tréskúta
- Siglingar Siglingablað
- Bátar Tímarit um trébáta
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað segja feministar við þessu kynjamisvægi í nafngiftum?
Júlíus Valsson, 10.12.2007 kl. 11:21
Heyrði tvo bærður um tvítugt tala saman. Annar á bróður og hinn systur sem voru að byrja í framhaldsskóla. Talið bars að litla bróðurnum, hvort hann færi ekki að heilla stelpurnar og komast í bólið hjá þeim. Slíkt var nú eitthvað sem stóra bróðurnum fannst hann geta orðið stoltur af.
Ég spurði hinn bróðurinn hvort hann yrði nú ekki stoltur af litlu systur sinni ef hún færi að heilla strákana og hætta að sofa ein í rúminu sínu.
Eehuummm!
Þeir viðurkenndu báðir að slíkt væri vafasamt tilhlökkunarefni.
Ný kynslóð með gömul viðhorf.
Soffía Sigurðardóttir, 10.12.2007 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.