6.12.2007 | 07:41
Trú og trúleysi
Þessi umræða sem átt hefur sér stað undanfarna daga um trú og trúmál finnst mér nokkuð merkileg. Krafa Siðmenntar um að banna alla trúarfræðslu í skólum, banna gjafir á nýja testamentinu og breyta þjóðsöngnum vegna þess að þar er mynnst á guð eru merkilegar.
Kennsla á kristin fræði mega alveg minka í skólum landsins, en við verðum að mynnast þess að vel yfir 80% landsmanna játast kristinni trú. Nú skal það tekið fram að ég er ekki meðlimur í hinni Íslensku kirkju af persónulegum ástæðum en það er ekki þar með sagt að ég hafni trú. ég er alinn upp í kristnu samfélagi með kristin gildi sem grunn. Eitt skulum við líka hafa í huga, að ef við t.d flytjum til lands með önnur trúarbrögð en okkar, þá er gerð sú krafa að við tökum fullt tillit til þeirra aðstæðna. Við hljótum að gera þá kröfu til þeirra sem koma hingað að þeir taki tillit til þeirra aðstæðna sem hér eru. Þá á ég ekki við að þurfa að skipta um trú, en að við þurfum ekki að snúa við skólakerfi bara vegna þess að hingað komi fólk með önnur trúarbrögð. Við getum að sjálfsögðu bætt inn í kennslu okkar skóla meiru um aðrar trúarsetningar.
Þegar ég var í barnaskóla, eins og það hét þá, fengu þeir frí í tímum þeir sem ekki voru kristnir. Þetta getur einn verið möguleiki í skólum í dag.
Við skulum ekki ggleyma því að þjóðfélagið hér byggist á kristinni grunnsýn og það stendur ekki til að breyta því þó að hingað komi fólk með önnur trúarbrögð. Í þessari grunnsýn felst t.d. umburðarlyndi, náungakærleikur og innan þeirrar gilda getum við vel búið saman hér fólk með mismunandi trúarskoðanir.
Um bloggið
Brynjar Hólm Bjarnason
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugamál
- Veisla fyrir bátaáhugamenn Kystnorge på sit beste
- BB 11 Norsk tréskúta
- Siglingar Siglingablað
- Bátar Tímarit um trébáta
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú hefur því miður fallið fyrir áróðri Ríkiskirkjunnar, umræðan snýst um trúboð, ekki kennslu.
Sjá: Siðmennt er ekki má móti litlu jólum eða kristinfræðslu og satt og logið um stefnu Siðmenntar.
Matthías Ásgeirsson, 6.12.2007 kl. 08:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.