Virkjun íslendinga fyrir íslendinga

É var að fá fréttaskeyti Landverndar inn á tölvuna mína nú fyrir helgi og er þar merkileg frétt um Múlavirkjun á Snæfellsnesi. Sú virkjun fékk að far í gegn án umhverfismats vegna ástæðna sem koma fram í fréttinni.

Þessi framkvæmd minnir mig svolítið á ástandi eins og það var í Kópavogi þegar bærinn var að taka sín fyrstu skref. Hús voru byggð eftir einhverri teikningu sem alltaf var lágmörkuð vegna þess að það var aldrei farið eftir þeim nema sem grunnmynd og það var enginn látinn rífa.

Múlavirkjun verði lagfærð
19. júlí 2007 - Landvernd
Mulavirkjun
Á myndinni má sjá að árfarvegur neðan stíflunnar er nánast þurr í fyrrihluta júlí mánaðar en rennsli ætti, skv. því sem til stóð, að vera 30-40% af eðlilegu rennsli þessa árstíma.

Landvernd hefur sent bygginganefnd Eyja- og Miklaholtshrepps erindi vegna Múlavirkjunar. Með erindinu er þess krafist að virkjunin lagfærð til samræmis við þau gögn sem lágu til grundvallar ákvörðun Skipulagsstofnunar um að virkjunin skyldi ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Þann 7. nóvember 2003 tók Skipulagsstofnun ákvörðun um að Múlavirkjun skyldi ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Með því að byggja umfangsmeiri virkjun en til stóð hefur bæði verið brotið á skipulags- og byggingalögum sem og lögum um mat á umhverfisáhrifum. Stíflan var byggð hærri en til stóð skv. þeim gögnum sem lögð voru fyrir Skipulagsstofnun og eru umhverfisáhrif meiri en gengið var út frá þegar ákvörðunin var tekin. Af þessum sökum er hætt við því að virkjunin valdi tjóni á lífríki Straumfjarðarár sem og lífríki Baulárvallavatns. Vatnsborði Baulárvallavatns hefur verið lyft umtalsvert með framkvæmdinni og ekkert náttúrulegt rennsli er nú í Straumfjarðará á milli vatnsins og lónsins við stífluna.

Bygginganefnd ætti að vera fullkomlega ljóst að lög hafa verið brotin enda hefur Skipulagsstofnun sent nefndinni bréf þar sem frávik frá þeim gögnum sem lágu til grundvallar ákvörðun stofnunarinnar eru tíunduð.


Vinstri myndin er tekin við stífluna og hægri myndin aðeins ofar í landinu. Myndirnar sýna að inntakslónið nær alla leið að Baulárvallavatni, sem þar með er orðið að stóru „inntakslóni“. Hér hefur augljóslega verið brotið gegn ákvörðun Skipulagsstofnunar.

Í ákvörðun Skipulagsstofnunar kemur fram að yfirfall á stíflunni verði hannað með aflíðandi halla niður í farveg Straumfjarðarár þannig að lífrænt æti skili sér niður í farveg árinnar. Eins og sjá má á myndinni hér að neðan er yfirfallið ekki í samræmi við þessa lýsingu. Þá má ljóst vera að um yfirfallið fer ekki 30-40 % af rennsli árinnar eins og til stóð skv. þeim gögnum sem lágu til grundvallar.

 Ég hef nú ekki fengið leifi Landverndar til a birta þetta hér en ef þeir hafa eitthvað móti þessu þá lætur vonandi Bergur í sér heyra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Hólm Bjarnason

Höfundur

Brynjar Hólm Bjarnason
Brynjar Hólm Bjarnason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • Tövrafoss

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband