Dópsamband Íslands II

Mér varð á, um daginn, að stinga fingrinum í vespuból þar sem talað var um að stofnað hafði verið Pókersamban Íslands og ég leifði mér að gagnrýna það á nokkuð hæðinn hátt og ætla ég hér að reyna að svara þeirri gagnrýni sem mér sýnist vera svara verð. Sjá http://bibb.blog.is/blog/bibb/entry/252094/

Það er nú svo gott hér á landi að allir hafa skoðanafrelsi og mega láta í ljós skoðanir sínar svo lengi sem það skemmi ekki æru annars manns og er það meira að segja bundið í stjórnaskrá landsins sem ég ætla að vitna meira í í þessum skrifum mínum.

Baldvin Mar Smárason líkir póker og brids saman. Nú veit ég að í brids er oft spilað upp á peninga en þá þurfa menn að klára heila rúbertu til að fá úr því skorið hver vinnur og eru það allt frá 6 spilum og upp í það að vera heil helgi ef ekki lengur. Svo þar er ólíku saman að jafna þar sem hvert spil í póker er gert upp, svo að kvöldið getur farið í tugi spila og þá geta gríðarlegir peningar skipt um hendur.

Gunnar Jónson sem er með 3ju athugasemd inni á blogginu hjá mér segir að þeir sem vilji þvinga sínum skoðunum upp á fólk séu alveg óþolandi. Nú er því ekki til að dreifa að ég sé að þvinga neinum skoðunum upp á einn né neinn, ég er bara að koma mínum skoðunum á framfæri og það er hver frjáls að lesa þær, og það heitir ekki að þvinga einn né neinn.

Guðmundur Ásgeirsson segir í ath. nr. 10 að það séu stjórnarskrárvarin réttindi að mega leggja líf sitt í rúst. Það væri léleg stjórnarskrá sem leifði það og það komi hvorki honum eða mér við hvort fólk geri slíka hluti. Nú var ég að lesa stjórnarskrána og gat hvergi fundið þennan kafla sem hann heldur fram að þar sé. En þar stendur aftur á móti: 76. gr. [Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.
Þar kemur það að það er líka okkar mál ef einhver verður háður spilamennsku eða spilafíkill.

Sá sem kemur með ath. nr. 13 hefur greinilega ekki lesi fyrri blogg frá mér, en þar vil ég benda á http://bibb.blog.is/blog/bibb/entry/251039/ sem ég tek fyrir spilakassa og þá þversögn að SÁÁ skuli þurfa að reka spilakassa til að afla sér tekna. En til áréttingar gæti jafnvel verið betra að leifa pókerspil heldur en spiklakassa og þá sé ég alveg eins fyrir mér að SÁÁ geti verið sá aðili sem fengi leifi til að sjá um pókerhallir sér til framdráttar, þar væri þó hægt að hafa þessa gerð spila undir eftirliti fagmanna í fíknum.

Ólafur N Sigurðsson sem gerir ath. nr. 16. Ég er svo hjartanlega sammála honum í hans áliti og vísa ég þar aftur í bloggið mitt hér fyrir ofan.

Í ath. nr. 18 er einhver Toggi sem ekki frekar þorir að láta nafns síns getið talar um eitthvað sem heitir Texas póker. Nú verð ég að viðurkenna að ég er bara svo mikill "hálfviti" eins og Gammurinn segir í ath. semdum sínum, að ég veit ekki hvað það er frábrugðið frá póker almennt. Það eru sjálfsagt til ýmsar gerðir af póker. td. opinn póker, lokaður póker, fata póker og sjálfsagt fleiri tegundir sem ég kann ekki nöfnin á. En það kemur bara ekki fram í fréttinni sem ég gerði ath. við hvernig póker væri um að ræða, enda sjálfsagt skiptir það ekki máli.

Guðmundur nokkur Kristinsson er sá eini sem er eitthvað á móti pókerspili eins og ég og þakka ég honum kærlega fyrir stuðninginn.

Þegar verið er að líkja saman vímuefnum og sagt að vín sé mesti skaðvaldur er ég bara alveg sammála því en það er bara ekki það sem viðkomandi blaðagrein var að fjalla um og er ég alveg viss um að þeir sem nota það sem samlíkingu á gagnrýni mína á pókerspil eru ábyggilega ekki tilbúnir að láta banna það, en einhverstaðar verður vont að vera og mér finnst bara ágætt að dreypa á glasi annað slagið í góðra vina hópi.

Lög um spilamennsku, happadrætti og fjárhættuspil eiga sjálfsagt fullan rétt á að verða endurskoðuð í heild og ef það væri gert kæmi það sjálfsagt upp aftur hvort leifa eigi póker eður ei, en þangað til leifi ég mér með tilvísun í stjórnarskrá Íslands að vera á móti fjárhættuspilum

Stjórnaskrána er hægt að nálgast á slóðinni http://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Hvernig væri að stofna Dópsamband Ísland skammstafað DÍS. Betra að hafa starfsemina opinbera heldur en neðanjarðar, og stefna að áhugadópneyslu á íslandi.

Ég held að þetta sé jafn vitlaust og áhugapóker. Hvorttveggja leggur fjölskyldur í rúst og hver vill vera ábyrgðarmaður fyrir slíkt."

Hvernig geturðu líkt dópneyslu og pókerspili saman? Segir að þetta sé jafn vitlaust. Líklegast ertu ekki þröngsýnn maður en þetta er mjög þröngsýnt viðhorf hjá þér. Þekkirðu marga pókerspilara? Þekkirðu þá marga pókerspilara sem hafa lagt heilu fjölskyldurnar í rúst? Hefurðu eitthverja tölfræði um þetta? Líklegast ekki og ég held að þetta sé afar illa dregin ályktun hjá þér. Ég er sjálfur mikill pókerspilari og verð að segja að ímynd þín af póker er fáránleg.

 "Guðmundur Ásgeirsson segir í ath. nr. 10 að það séu stjórnarskrárvarin réttindi að mega leggja líf sitt í rúst. Það væri léleg stjórnarskrá sem leifði það og það komi hvorki honum eða mér við hvort fólk geri slíka hluti."

Þannig er það. Fólk má verða spilafíklar ef það vill. Þú mátt líka reyna að koma spilafíklinum til hjálpar. Ekkert í stjórnarskránni sem bannar þér það, heldur ekkert sem bannar honum að verða spilafíkill.

"Þegar verið er að líkja saman vímuefnum og sagt að vín sé mesti skaðvaldur er ég bara alveg sammála því en það er bara ekki það sem viðkomandi blaðagrein var að fjalla um og er ég alveg viss um að þeir sem nota það sem samlíkingu á gagnrýni mína á pókerspil eru ábyggilega ekki tilbúnir að láta banna það, en einhverstaðar verður vont að vera og mér finnst bara ágætt að dreypa á glasi annað slagið í góðra vina hópi."

Einmitt. Þeir eru ekki tilbúnir að banna áfengi því þeir virða frelsi fólks til að neyta áfengis. Þar sem þú ert ekki tilbúinn að banna áfengi ættir þú að vera samkvæmur sjálfum þér og virða frelsi þeirra til að spila póker. Þér finnst allt í lagi að "dreypa á glasi annað slagið í góðra vina hópi" og þeim finnst allt í lagi að spila póker annað slagið í góðra vina hópi. Siðferðismat þitt á hvað sé rétt og hvað sé rangt er ekki æðra frelsi þeirra til að spila póker. Afhverju er þitt "mér finnst" eitthvað betra en annað? Fólk mótar sitt eigið siðferðismat, það á ekki að þvinga því upp á fólk.

"Lög um spilamennsku, happadrætti og fjárhættuspil eiga sjálfsagt fullan rétt á að verða endurskoðuð í heild og ef það væri gert kæmi það sjálfsagt upp aftur hvort leifa eigi póker eður ei, en þangað til leifi ég mér með tilvísun í stjórnarskrá Íslands að vera á móti fjárhættuspilum"

Að spila póker er löglegt á Íslandi eins og þetta blogg sýnir glögglega fram á. Fólk borgar sig inn, keppir um sæti og er verðlaunað eftir sætum. Það tíðkast á Íslandi í mörgum greinum, m.a. bridds. Því er ómögulegt að sjá hvernig póker getur verið ólöglegur. Margir lögfræðingar hafa einmitt lýst furðu sinni á að pókermótið var stöðvað. 

Að því loknu vill ég benda þér á þessa grein. Ætti kannski að geri þig örlítið opnari fyrir póker íþróttinni.

Hér er svo drög að lögum og reglugerðum PSÍ. Vill benda á 2. grein þar sem segir: Að stuðla að fræðslu um ábyrga spilamennsku og halda úti ráðgjöf til spilafíkla. 

Unnþór (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 13:34

2 identicon

Svo ég svari nú Guðmundi líka úr fyrri færslunni.

"Ég tek hjartanlega undir með Brynjari Hólm eiganda þessarar síðu. Póker á það sameiginlegt með vændi og dópneyslu að vera stundað bakvið tjöldin af fólki  sem nýtir sér fíkn og bjargarleysi annarra."

Afar ómerkileg athugasemd hjá Guðmundi sem gefur til kynna mikla fordóma og fáfræði hjá honum í garð póker. 

"Hvað póker á að hafa sameiginlegt með bridds og skák er mér algerlega hulið. Póker er ekki íþrótt heldur fjárhættuspil."

Guðmundur staðfestir þarna fáfræði sína um póker. Það sem póker á sameiginlegt með bridds og skák er að póker er hugaríþrótt. Hún byggir á herkænsku, útreikningum, ákvörðunum byggt á rökum og margt fleira. Flestir sem þekkja ekki póker halda að póker snúist um heppni. Póker er  hinsvegar hæfileikaleikur. Það er ekki tilviljun að margir bestu pókerspilarar eru líka góðir í öðrum leikjum eins og t.d. skák. Mæli með því að Guðmundur kynni sér póker.

"Endilega útskýrið fyrir mér hversu alvarlega póker áhugamenn vilja láta taka sig.  Eruði að stunda íþrótt, saklaust spil eins og lúdó eða eruði bara ríkir plebbar í leit að afþreyingu? "

Og hér mætir Guðmundur með fordóma sína. Þeir sem spila póker samkvæmt Guðmundi eru ríkir plebbar. Eiginlega ekki svara vert.

"Staðreyndin er sú að póker og önnur fjárhættuspil höfða eins og dóp og til lægstu kennda mannsins, einar af 7 höfuðsyndunum. Græðginnar."

Burt séð frá því hversu mikil synd græðgi er (skyldi Guðmundur eitthverntíman hafa unnið yfirvinnu?) þá snýst póker aðallega um að hafa gaman. Þetta er skemmtilegt og það er ástæðan fyrir því að fólk spilar þetta. Póker er spilaður upp á pening, því til að spila þarftu að leggja eitthvað undir. Maður þarf að taka áhættu (líkur) og leggja verðmæti undir. Hinsvegar getur nokkurn veginn stjórnað þessum líkum og hversu mikil verðmæti þú leggur undir.

"Það að póker sé ekkert svo slæmur vegna þess að annað sé verra er engin röksemd."

Það er ekki röksemdin. Röksemdin er að það eru aðrir hlutir sem eru slæmir og eru ekki bannaðir því ætti ekki að banna póker.

"Gangið í Heimdall ef þið viljið verja rétt "hins frjálsa manns" til að skemmta sér til andlegs dauða. Gerið ykkur bara ekki að fífli með því að krefjast virðingar úta póker."

Fordómar enn og aftur.  Guðmundur tengir afstöðu fólks um póker við stjórnmálastefnu. Ómerkilegt. Guðmundur heldur því líka fram að maður drepist af því að spila póker. Hvernig hann fær þá niðurstöðu veit ég ekki. Líklegast hefur hann enga tölfræði eða niðurstöður sem staðfesta það þó hann þekki eitthvern sem hefur tapað pening á því að spila póker. Svo er maður fífl ef maður ver póker. Ómerkilegt líka.

"Gefðu mér 1 göfugan hlut sem ungir krakkar geta lært af því að spila póker???

Kunna telja spil? Aukið verðmætamat? Virðing fyrir andstæðingnum? Betra líkamlegt atgervi?  Listfengin hugsun?"

Hvað Guðmundur á við með göfugum hlut veit ég ekki. Ein jákvæð afleiðing af því að spila póker er að þú kynnist fullt af fólki. Það finnst mér vera göfugt. Og jú pókerspilarar læra að bera virðingu fyrir andstæðingunum. Svo sé ekki hverju máli það skiptir. Það er ekki eins og það sé meira af "göfugum hlutum" hægt að læra í skák.

"Ég veit ellt um muninn á mismunandi teg. pókers enda ótalmargir vinir mínir sem stunda þetta rugl.  All-in er orðið ekkó andlega gjaldþrota krúttkynslóðar sem tekur áhættur með peninga foreldra sinna. Hvítflibbasport "

Ef Guðmundur veit allt um muninn á mismunandi tegundum pókersins þá ætti hann að vita hvað póker og skák eiga sameiginlegt. Hvernig hann fær út að póker sé "Hvítflibbasport" veit ég ekki. Kannski hann geti útskýrt það betur.

"Það þarf að endurstokka frá grunni lög og umgjörð um fjárhættuspil á Íslandi. Núverandi ástand er ólíðandi. Það þarf að auka gagnsæi og við að koma okkur saman um hvaða siðferðisviðmið eru notuð."

Kannski Guðmundur geti sagt okkur hvaða hugmyndir hann hefur um lög og umgjörð fjárhættuspila á Íslandi. Hvað á hann við með gagnsæi? Líklegast er hann bara að nota eitthvað "fancy" orð. Hvaða siðferðisviðmið hefur hann í huga? Hans eigin líklegast. Ef siðferðisviðmið eru færð í lög (t.d. það er rangt að spila póker og póker er því ólöglegur) er verið að þvinga skoðanir upp á fólk. Fólk þarf því að fara eftir hugmyndum Guðmundar um hvað sé rétt og rangt. 

""Af því bara" og "gefum þetta allt frjálst" afstæðishyggjan í frjálshyggjukjánunum er mjög vont skref í kolranga átt."

Enn og aftur tengir Guðmundur póker við stjórnmálastefnu. Þar er hann í rauninni að gera fólki upp skoðanir eins og hann sakaði Togga um í upphafi. 

Unnþór (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Hólm Bjarnason

Höfundur

Brynjar Hólm Bjarnason
Brynjar Hólm Bjarnason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • Tövrafoss

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband