Færsluflokkur: Bloggar
27.2.2008 | 07:25
Víða vetrarfæri!
![]() |
Víða vetrarfærð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2008 | 07:23
Seinagangur stjórnsýlunnar
Það er raunar skrítið að ekki skuli vera búið að gefa út línu innan stjórnsýslunnar um að stefna að því að allir bílar skuli vera eins vistvænir og kostur er á hverjum tíma.
Stjórnsýslan verður að fara að vakna til lífsins og gera raunhæfa hluti fyrir náttúruna þar sem það sést og ganga á undan með góðu fordæmi. Það væri t.d. hægt að hækka laun þeirra sem koma í strætó um sem svarar kostnaði við það bílastæði sem þeir spara við að láta bílinn standa heima. það væri hægt að gera margt fleira en það.
![]() |
Auðvelt að fjölga visthæfum bílum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2008 | 07:33
Gamli góði Villi og ákvörðunarfælnin.
það væri nú gaman að skyggnast inn í hugarfylgsnin hans gamla "góða" Villa og sjá hvað hann sé að hugsa.
Það skrítnasta sem hann hefur sagt undafarna daga er það að hann segist vera búinn að axla ábyrgð með því að fara frá sem borgarstjóri. þegar hann sagði þetta, þá datt mér í hug allir valdhafar sem steypt hefur verið af stóli og svo á eftir er verið að draga þá fyrir dóm og dæma þá fyrir spillingu í starfi og afglöp. Eru þeir ekki búnir að sína ábyrgð með því að láta steypa sér af stóli?
Hvernig var það með gamli "góði"Villa, sagði hann ekki að Þórólfur Árnason væri maður að meiri með því að hætta sem borgarstjóri á sínum tíma. Þó hafði hans fyrra star ekkert með borgarbúa að gera sem hann var að taka út ábyrgð fyrir.
Núna heldur ´gamli "góði" Villi borginni í herkví vegna ákvörðunarfælni sinnar. Það er ekki gott að þurfa að taka ákvörðun um að segja sig frá völdum. En sá sem ekki getur tekið ákvörðun um eygin málefni á ekki að hafa vald til að taka ákvörðun fyrir aðra.
VILLI! BORGARBÚAR BÍÐA EFTIR ÁKVÖRÐUN FRÁ ÞÉR SVO AÐ MÁLEFNI BORGARINNAR FARIN AÐ KOMAST Í FYRSTA SÆTI AFTUR.
![]() |
Vilhjálmur geri upp hug sinn í vikunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2008 | 08:52
Gamall repúblikani
![]() |
McCain kallar eftir stuðningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2008 | 13:20
Að stytta sér leið
Það eru ýmsar styttingaleiðir til í íslensku máli. Annað slagið rekst maður þó á alveg undarlegustu styttingaleiðir. Í frétt Mbl.is um Reyðarfjarðar smyglið kemur ein þessara styttinga sem er ansi merkileg. Er það orðið: Handlagði.
Maður gæti haldið að prestar hafi eitthvað verið þarna með í ráðum. Þeir eru með svona handlagningar, eða heilarar. Þeir gera þetta víst líka.
En hér kemur byrjunin á fréttinni úr Mbl.is
Einn hinna ákærðu í Pólstjörnumálinu svonefnda bar við yfirheyrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa verið beðinn um að græja innflutning á miklu magni fíkniefna í sumar, en upp komst um málið og haldlagði lögregla efnin um borð í skútu á Fáskrúðsfirði í september. Sex eru ákærðir.
Þá kemur í ljós að það er lögreglan hér á landi sem er farin að "handleggja" og er þetta sjálfsagt einhver aukabúgrein hjá þeim, nema að þeir séu kannski orðnir svona handleggjalangir að það sé eins og þeir "handleggi".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.1.2008 | 12:47
Samningar með evrumynt!
Það verður gaman fyrir launafólk þegar kemur að samningum og evran verður orðin alls ráðandi. það er ekki eins víst að takist að semja þegar verðviðmiðið verður það sama hér og í Portúgal, Spáni eða Ítalíu. Það vilja allir hafa verðlagið miðað við þessa staði, en bakhliðin á myntinni gæti verið lægri laun.
Ekki spennandi það.
![]() |
Krónan að verða viðskiptahindrun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.1.2008 | 07:30
Dagar hinna löngu hnífa.
Hvers eiga Reykvíkingar að gjalda að heilt kjörtímabil fari til spillis í valdasjúka stjórnmálamenn. Ekki nóg með að þriðja borgastjórnin sé mynduð á tveimur árum, heldur loga þessir smáflokkar ó innbyrðis illdeilum..
Framsókn með sinn eina mann í borgarstjórn getur ekki setið á sátts höfði og F-listin virðist vera með fyrsta mann í borgarstjórn og restina fyrir utan. Sjálfstæðismenn í miklum innbyrðis deilum. Kannski það lagist hjá þeim, núna þegar Villi er búinn að koma þeim í valdastólana aftur.
þetta á eftir að kosta borgarbúa ómæld vandræði það sem eftir er kjörtímabils.
Nú virðast ætla að fara 4ár í algera vitleysi, ár sem virkilega þurfa á að samstaða náist þegar kemur t.d. að samningum við borgarstarfsmenn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2008 | 11:08
Vopnin að snúast í höndum Rússa!
Sirinofskí þingmaður hafði hugmyndir um að semja við okkur íslendinga um að taka á móti öllum afbrotamönnum til Íslands. En núna eru þeir farnir að taka á móti óstýrilátum einstaklingum annarstaðar frá.
Hvað verður það næst
![]() |
Unglingur sendur í betrunarvist til Síberíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2008 | 07:20
Afgangsorka?
Það er nokkuð alvarlegt að vera að að selja orku til stórra kaupenda og geta ekki tekið við neinum áföllum. Ef eitthvað skeður er allt í volli.
Ætli það sé ekki vitlegra að tryggja orku til þeirra kaupenda sem þegar eru á markaðnum heldur en að reyna að auka kaupendafjöldann.
![]() |
Aflstöðin alveg óvirk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.1.2008 | 21:34
Plastpokana á söfn!
Auðvita er það framtíðarmarkmið að hætta að nota einnota plastpoka og taka frekar upp margnotanlega poka. Það getur reyndar farið svo að maður eigi ekki til poka í ruslið, en hver er kominn til með að segja að maður verði að nota poka fyrir rusl. Hvernig var þetta gert fyrir tíð plastpokana? Það væri kannski hægt að gera eins og mæður okkar og feður. Þá voru bara notaðar fötur og þær þrifnar eftir að búið var að tæma þær. en svo er nú bara að reina að minka ruslið.
Tek undir með nýju ríkisstjórninni í Ástralíu: Hættum að nota plastpoka.
![]() |
Notkun plastpoka verði hætt á árinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Brynjar Hólm Bjarnason
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugamál
- Veisla fyrir bátaáhugamenn Kystnorge på sit beste
- BB 11 Norsk tréskúta
- Siglingar Siglingablað
- Bátar Tímarit um trébáta
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar