Hver er sekari?

Var að lesa viðtal við Birgi Pál Marteinsson í sunnudagsblaði Moggans. En hann fékk dóm í Færeyjum upp á 7 ár fyrir þátttöku sína í Pólstjörnumálinu svokallaða. Þar segir hann  frá því að hafa "bara" tekið við pökkum frá gömlum "vini" til að geyma hann og "vinurinn" muni koma síðar og sækja pakkann. Og í greininni lýsir hann því óréttlæti að verða dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir að hafa hagað sér eins og "asni"

það má alveg gera því skóna að dómurinn sé óréttlátur. Ekki ætla ég að leggja mat á það. Þarna er um mál að ræða þar sem grunnurinn er að leggja líf margra einstaklinga og fjölskyldna .eirra í rúst og hagnast á því í leiðinni. Vonandi voru allir sem þarna áttu hlut að máli teknir og dæmdir.

En svo sitjum við uppi með það að um 30 manns, nafngreindir, hafa lagt heila þjóð, kanski ekki alveg í rúst, en nálægt því. Svo mikið er víst að þar eru margara fjölskyldur innan um sem verða lagðar í rúst. Þessir menn sem allir vita hverjir eru fá samt að ganga lausir og það næstum í skjóli stjórnvalda hér sem sitja bara og bíða eftir að reykurinn eftir bankahrunið leggi sig og þeir sem ollu hruninu verði komnir með allt sitt á hreint og búnir að sölsa undir sig restarnar af égnunum aftur og byrjaðir upp á nýtt.

Þá er spurningin: Hvor er sekari, sá sem selur einstaklingum dóp og leggur þannig heilu fjölskyldurnar í rúst, eða sá sem með aðgerðum sínum leggur þjóðfélag í rúst með því sem hefur verið kallað "Landráð af gáleysi"?

Í því sambandi skulum við mynnast þess að sá sem verður fyrir því óláni að fremja manndráp af gáleysi er dæmdur fyrir það og látinn sæta ábrygð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Hólm Bjarnason

Höfundur

Brynjar Hólm Bjarnason
Brynjar Hólm Bjarnason
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • Tövrafoss

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband