Svindl við útsölur

Dóttir mín kom í Smáralindina núna í byrjun vikunnar og sá þar kjól sem henni leist bara alveg prýðilega á. sökum þess að útsölur voru að fara að byrja ákvað hún að bíða með að kaupa kjólinn sem kostaði þá 13000 kr.

Í gær kom hún aftur og ath. með kjólinn. Var hún þá svo heppin að hann var einn af þeim sem voru á útsölunni og var gefinn 30% afsláttur  við kassa. En nú brá svo við að grunnverðið sem notað var, var ekki 13000 kr. heldur 15000kr. Semsagt við að fara á útsöluna hafði verðið hækkað um 2000 kr. áður en gefin var af því 30% afsláttur. Þetta kalla ég að SVINDLA Á VIÐSKIPTAVINUM. Það er nefnilega ekki verið að gefa þá 30% eins og lofað er, heldur rétt um 12% af verðinu sem var fyrir útsöluna.

Þegar hún var að bera sig upp við aðra, kom í ljós að þetta var víst ekkert óvenjulegt í þessu húsi, þar sem aðrir gátu komið með álíka sögur.

Það getur vel verið að þetta sé leyfilegt. Ef svo er þá er það allavega siðlaust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Hólm Bjarnason

Höfundur

Brynjar Hólm Bjarnason
Brynjar Hólm Bjarnason
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • Tövrafoss

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband