31.1.2008 | 13:20
Að stytta sér leið
Það eru ýmsar styttingaleiðir til í íslensku máli. Annað slagið rekst maður þó á alveg undarlegustu styttingaleiðir. Í frétt Mbl.is um Reyðarfjarðar smyglið kemur ein þessara styttinga sem er ansi merkileg. Er það orðið: Handlagði.
Maður gæti haldið að prestar hafi eitthvað verið þarna með í ráðum. Þeir eru með svona handlagningar, eða heilarar. Þeir gera þetta víst líka.
En hér kemur byrjunin á fréttinni úr Mbl.is
Einn hinna ákærðu í Pólstjörnumálinu svonefnda bar við yfirheyrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa verið beðinn um að græja innflutning á miklu magni fíkniefna í sumar, en upp komst um málið og haldlagði lögregla efnin um borð í skútu á Fáskrúðsfirði í september. Sex eru ákærðir.
Þá kemur í ljós að það er lögreglan hér á landi sem er farin að "handleggja" og er þetta sjálfsagt einhver aukabúgrein hjá þeim, nema að þeir séu kannski orðnir svona handleggjalangir að það sé eins og þeir "handleggi".
Um bloggið
Brynjar Hólm Bjarnason
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugamál
- Veisla fyrir bátaáhugamenn Kystnorge på sit beste
- BB 11 Norsk tréskúta
- Siglingar Siglingablað
- Bátar Tímarit um trébáta
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Reyndar stendur í textanum sem þú ert að vitna í ,,haldlagði" en ekki handlagði. En samt sniðugt orð og alveg rökrétt þeir lögðu hald á góssið. Rétt eins og einhver sem er tekinn höndum, sá er handtekinn.
Gísli Sigurðsson, 31.1.2008 kl. 14:37
Það hét núna fyrir nokkrum dögum: Að gera upptækt
Brynjar Hólm Bjarnason, 31.1.2008 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.