25.10.2007 | 07:39
Flugleiðir fjölskylduvænt félag
Með því að skilja golfsettin eftir á Íslandi hafa Flugleiðir gert ferðina hjá þessum viðmælanda sínum að mun fjölskylduvænni ferð en fyrirhugað var. Þetta varð til þess að viðkomandi aðili fór með fjölskyldunni í Disney-world í staðin fyrir að hann færi á golfvöllinn.
Prik til Flugleiða.
Icelandair skildi 30 golfsett eftir á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Brynjar Hólm Bjarnason
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugamál
- Veisla fyrir bátaáhugamenn Kystnorge på sit beste
- BB 11 Norsk tréskúta
- Siglingar Siglingablað
- Bátar Tímarit um trébáta
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1015
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta var nú ekki meira samsæri en það að þessi vél var einfaldlega of þung fyrir flugtak og því ekki um annað að ræða en að skilja eftir farangur, farþega eða taka minna eldsneyti og millilenda á leiðinni til að taka eldsneyti. Golfsettin eru síðan send daginn eftir og keyrð til eigendanna.
Ótrúlegur væll yfir að komast ekki í golf á fyrsta degi og vesalings aumingja manngreyið að þurfa að fara með fjölskyldunni sinni í disney í staðinn fyrir að vera úti á golfvelli allan daginn, bu hu hu.
Rödd skynseminnar (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 09:07
Flugleidir gera upp á milli fólks. Hingad til hafa golfarar verid í miklu uppáhaldi hjá félaginu á medan fólk sem stundar annad sport hefur mátt punga aukalega út til ad geta sínar græjur á milli landa.
En.......hvers vegna ekki ad rukka feita fólkid aukalega?
Vorkenni golfurum ekki neitt, sorry!
Jóhann (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 09:49
Ekki það að ég segi að það sé eitthvað slæmt að þetta varð fjölskylduferð en ef þetta hefði verið minn farangur sem hefði verið skilinn eftir (hvort sem það hefði verði golfsett, þverflauta, sunddótið mitt eða eitthvað annað), þá hefði ég nú verið ósátt.
Andrea (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 10:07
Jóhann, flugfélagið gerir ekki upp á milli fólks. Það er hreinlega brot á mannréttindum að láta fólk stíga á vigtina og láta það borga aukalega ef að þau eru með auka kíló.
Finnst þér ekki bara líka að flugfélagið láti svertingja borga hærra gjald bara fyrir að vera svartir?? Það er svipað og láta fólk standa á vigtinni fyrir brottför.
Andrea, en hræðinlegt ef að sundfötin þín yrðu eftir og þú myndir leyfa þér að láta það eyðileggja byrjun á fríinu hjá þér og fjölskyldunni þinni. Það segir mest um þig.
Hvað með ef að flugvélin myndi kikna undan öllu þessu álagi sem að þyngdinni fylgir og sumir myndu ekki koma lífs af??
Það er gott að hugsa svona til enda, þetta er eingöngu gert af öryggisástæðum!
Björk (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 13:00
Skiljanlega verður fólk ósátt þegar það fær ekki farangurinn sinn. Mistökin gerast alls staðar í heiminum, ekki bara hjá Icelandair. Oftast verður farangur eftir í millilandaflugi þ.e.a.s. að of stutt er á milli véla og þ.a.l. nær farangurinn ekki sömu vél og farþeginn. Svo kemur það líka fyrir að bilun verður í færiböndum, öryggisástæður og svo mætti lengi telja. Farangur er aldrei skilinn viljandi eftir nema af öryggisástæðum, eins og í þessu tilfelli var vélin of þung.
Eva (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 13:01
Auðvitað yrði maður ekki sáttur ef farangur mans væri skilinn eftir. En á móti eru flugfélögin bótaskyld við slíkar aðstæður, og okkar maður í Orlandó hefði geta fengið sér leigt sett á kostnað Flugleiða. En sem betur fer nýtti hann sér tíman til að vera saman með fjölskyldunni
Brynjar Hólm Bjarnason, 25.10.2007 kl. 13:29
Alveg ótrúlegt hvernig fólks skrifar um þetta mál(ekki bara á þessari síðu). Það er auðvitað alltaf slæmt að farangur gleymist og það er ekkert hægt að segja að það sé gott að þessi farangur hafi verið eftir. Það er ofstjórnunar árátta.
Auðbergur Gíslason
14 ára Sjálfstæðismaður
Auðbergur Daníel Gíslason, 25.10.2007 kl. 13:42
Auðbergur, nú hefur það tíðkast hjá flugfélögum að ef komið er með farangur sem kalla megi íþróttabúnaður hefur hann verið tekinn inn sem 3 kg. alveg sama hvað það er þungt. Það leiðir til þess að ef flugvélin er full og fyrirséð að hún verði ofhlaðin, bitnar það að sjálfsögðu á þeim farangri sem fyrirséð vigtar mest. Það er þá þessi farangur sem síðan er skilin eftir og tekinn seinna til flutnings þegar betur lætur. Yfirleitt er það ekki lengri tími en sólahringur og því fylgir töluvert mikill kostnaður fyrir viðkomandi flugfélag, þar sem það verður að standa skil á kostnaði sem viðkomandi farþegar hafa lent í vegna þessa.
Brynjar Hólm Bjarnason, 25.10.2007 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.