Ný umhverfissamtök

Er það ekki svona samtök sem eru kölluð öfgasamtök. Bara hafa það á hreinu áður en þau verða til. Það má alveg búast við að þau verði á móti t.d. virkjunum og byggingu álvers. Þá hljóta þetta að vera öfgasamtök. En það gæti alveg verið að ég kæmi til með að geta stutt þau. Það eru nefnilega sumir sem segja að ég sé svona öfgamaður í ýmsu.
mbl.is Umhverfis og náttúrusamtök Þingeyjarsýsla stofnuð á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna hefurðu reyndar rangt fyrir þér Brynjar, Sigurjón telur frekar ólíklegt að SNUÞ verði á móti álveri á Bakka, á þeim forsendum að 80% íbúa (á Húsavík) séu hlynnt álveri, og að þeir séu þá búnir að kynna sér kosti og galla þess að reisa téð álver. Einhvern veginn efast ég um að allir þeir sem þátt tóku í könnun Capacent í vor hafi kynnt sér kosti og galla þess að reisa þetta álver og leyfi ég mér að fullyrða að margir þeirra sem urðu fyrir svörum þekki ekki þau landsvæði vel sem á að nýta til virkjunar, eða hafi hreinlega ekki hugsað út í það hvernig það rafmagn sem þarf fyrir álverið verði búið til.

Mér finnst því ekki skrýtið að orðið vernd kemur hvergi fyrir í nafni hinna nýju samtaka, þar sem meginmarkmið þeirra virðist ekki vera að skapa framvarðarsveit heimamanna um vernd náttúrunnar og umhverfisins heldur þvert á móti standa vörð um hagsmuni heimamanna af nýtingu náttúrunnar og umhverfisins, burt séð frá því hvaða afleiðingar sú nýting hefur.  Af því að flestir vilja það...

Ef SNUÞ eru hlynnt álveri á Bakka eru samtökin hlynnt því að rústa Þeistareikjum, Bjarnarflagi og jafnvel Gjástykki, með tilheyrandi línumöstrum og öðrum herlegheitum, en það er allt í lagi af því að 80% íbúa á Húsavík vilja það!

Gjástykki til að mynda er svæði sem á urðu m.a. Kröflueldar, sem urðu til þess að landrekskenning Wegeners þótti að fullu sönnuð,  þ.e. sannfærðu menn að mælingar á þá meintu landreki frá 4. og síðar 6. áratug síðustu aldar sýndu í raun að landrekskenningin síðan 1915 hafði rétt á sér.  En slíkar uppgötvanir eru augljóslega lítils virði í hinu markaðsvædda og iðnaðarþyrsta samfélagi sem við búum í í dag.

Ég hef unnið sem leiðsögumaður á þessu svæði síðan 1993 og hryllir beinlínis við þeirri tilhugsun að það verði saurgað með þvílíkum og slíkum framkvæmdum.

Mig minnir að Sigurjón hafi ekki verið sáttur við sjónarmið Náttúruverndarsamtaka Íslands í þessu máli og furðar því ekki að hann skuli vera einn af þeim sem standa að stofnun þessara samtaka, sem eins og mér sýnist séu hagsmunasamtök fylgismanna álvers á Bakka.

Illugi Már Jónsson (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Hólm Bjarnason

Höfundur

Brynjar Hólm Bjarnason
Brynjar Hólm Bjarnason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • Tövrafoss

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband