3.10.2007 | 07:18
Leigjendasamtök!!
Það er löngu orðið brýnt að stofnuð verði leigjendasamtök. Fyrr en það verður gert mun ríkja hálfgerð skálmöld hjá legendum, ef sögusagnir eiga að ráða leiguverði verður þetta aldrei í góðum málum.
Hærri leiga og fleiri í vanskilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Brynjar Hólm Bjarnason
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugamál
- Veisla fyrir bátaáhugamenn Kystnorge på sit beste
- BB 11 Norsk tréskúta
- Siglingar Siglingablað
- Bátar Tímarit um trébáta
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jamm..átti litla kjallaraíbúð í Lækjahverfinu sem ég seldi fyrir stuttu á ofurverði. Var með hana á leigu allan eigandatímann. Fór hæst í 70.000 ISK pr. mánuð + raf/hiti. Aldrei var erfitt að finna leigendur enda sanngjörn leiga, en það besta var þó að maður fékk yfirboð, sem maður afþakkaði.
Það er jú mikilvægara að vera með sanngjarna leigu og fá peningin, en að vera með monsterleiguverð og lenda alltaf í tuði og nöldri.
Aftur á móti finnst mér fólk á leigumarkaði ansi slakt að forgangsraða skuldum sínum. Þak yfir höfuðið næsta mánuðinn skiptir ekki öllu máli, en að kaupa sér áfengi og sígarettur er nr. 1 !!
Guðmundur Björn, 3.10.2007 kl. 07:42
Ég er nú leigjandi og nú finnst mér sumir vera að setja okkur "leigjendur" öll undir sama hatt. Ég hvorki drekk né reyki, ég vinn tvær vinnur til að geta borgað leiguna á réttum tíma og ég hef aldrei lent í vanskilum og er ég þó búin að leigja hér í Reykjavík í tæp 2 ár. Þegar búið er að borga af bilnum, og húsaleiguna eru um það bil 40.000 kr. eftir til framfærslu fyrir 3 manneskjur.....( Tek það fram að afborgun af bílnum er u.þ.b 11.000 kr.)Kannski lenda leigjendur í því eins og aðrir að eitthvað óvænt kemur upp veikindi,atvinnumissir og þá er það eins með okkur og alla hina við lendum í vandræðum. Ég held að leigjendur séu ekki drykku-, og reykingafólk frekar en aðrir.
Leigjandi (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 07:54
40 þús eftir. Væri ekki hagstæðara fyrir þig að búa út á landsbyggðinni? Yfirleitt er það nú þannig að það er ódýrara að búa í stóru þéttbýliskjörnunum út á landi (t.d. Egilstöðum, Akureyri, Ísafirði osfrv.) Ódýrari leiga, minni þörf fyrir bíl (lægri bensínkostnaður), sama matarverð (Bónus baby!) ofl.
Sturla (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 08:18
Jú mikil ósköp best væri að búa í Grímsey eða kannski bara Flatey en ég hef sérmenntun á sviði heilbrigðisþjónustu og það er ekki mikið um starf úti á landi. Ég bjó úti á landi þar til fyrir 2 árum þegar ég kláraði mitt nám ákvað að fara að vinna við það. Lág laun í heilbrigðisgeiranum er kannski meira mitt vandamál....ég gæti notað strætó en málið er hann gengur ekki þá leið sem ég þarf að fara..trúðu mér ég er búin að skoða alla fleti á þessu máli og hlutirnir eru bara svona. Sem sagt vandamál mitt er að ég er einstæð (sjálfstæð ) móðir á leigumarkaði sem vinn í heilbrigðisgeiranum..ekki glæsilegt....
leigjandi (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.