28.9.2007 | 21:07
Skipulagsmál í Kópavogi
Núna eru Kópavogsbúar nýbúnir að standa vaktina á tveimur vígstöðum og koma vitinu fyrir ráðamenn. En eftir því sem ég var að frétta þá er slagurinn sem er nýbúinn bara slagurinn við þursana því tröllin eru á leiðinni.
Var t.d einhver að tala um að 240 íbúða byggð á Nónhæð væri mikið. Var einhver að tala um að við þá stækkun myndi Smáraskóli verða allt of lítill. Holræsakerfi þyrfti að stækka verulega og að umferð um svæðið óbærileg.
Var einhver að tala um að 18000 bílar um Kársnesið væri meir en hverfið gæti þolað.
Það er að verða búið að byggja 22 hæða turn í Smáranum sem mér skilst að eigi að mestu leiti að vera skrifstofuturn. Á móti er rétt verið að byrja á öðrum sem á að verða hærri en samt ekki nema 18 hæðir en neðstu hæðirnar eiga víst að vera bílastæði. Þar við hliðina á svo víst að reisa annan sem á að skaga einar 30 hæðir upp í loftið og þá er hann nú farinn að kasta ansi miklum skugga á umhverfi sitt. Og þarna verða sjálfsagt einhverjar íbúðir þar.
Eins og þetta sé ekki nóg. Nei, aldeilis ekki. Þetta er bara byrjunin. Eftir því sem ég vara að frétta þá verður Smárahverfið eitt mesta gettó á Höfuðborgarsvæðinu ef þær byggingaframkvæmdir sem nú eru áætlaðar verða settar í gang því að á svokölluðum Sinkstöðvarreit er fyrirhugað að reisa nokkrar 30 hæða blokkir og eiga þær allar að verða íbúðarblokkir. Ég heyrði töluna 10 í því sambandi.
Ef þetta verður að veruleika verða hugmyndirnar um 240 íbúðir á Nónhæð bara smámunir á við þessar hugmyndir.
Ég vona bara, allra vegna, að þetta sé ekki rétt því með þessu væri verið að byggja eitthvert stærsta "gettó" sem byggt hefði verið á Íslandi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Svo Kópavogsbúar haldið vöku ykkar.
Um bloggið
Brynjar Hólm Bjarnason
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugamál
- Veisla fyrir bátaáhugamenn Kystnorge på sit beste
- BB 11 Norsk tréskúta
- Siglingar Siglingablað
- Bátar Tímarit um trébáta
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.