Íslensk menning, eða þjóðin sem tortímdi fortíðinni.

Það er svolítið skrítið að líta til baka og skoða íslenska sögu í gegnum byggingalist og ég tala nú ekki um atvinnusögu okkar litlu þjóðar.

Ég veit ekki um neina siglingaþjóð sem þurft hefur að leita til annarra landa til að fylla inn í sögu sína um siglingar, aðra en íslendinga. Ekki nóg með það, það sem þeir fengu var sett upp á Garða og þar látið rotna og fúna engum til sóma né ánægju.

Það sem ég á við er báturinn Sigurfari sem keyptur var frá Færeyjum af því að hann var eins og kútterar sem voru notaðir hér á landi og enginn fannst lengur.

Við höfum verið svo blessunarlega lánsöm að hafa rænu á að setja í lög að ekki megi geyma gamlan bát sem ekki hefur verið á fiskveiðum. Okkur tókst að tortíma allri okkar bátasögu á grunnhyggnum lögum frá hinu háa Alþingi. En þar sagði að ef útgerðarmaður fengi nýjan bát varð hann að farga eldri bát í staðin. Ekki mátti selja hann til annarra eða gefa, svo hægt væri að nota þá í öðrum tilgangi en fiskveiðum.

Nú er svo komið að það finnst næstum enginn gamall trébátur hér á landi. Menn þurftu að smíða nýjan bát til að geta varðveitt svo einfaldan hlut sem bátslag sem kallað var Engeyjarlag á bátum. Þegar ég fór að læra bátasmíðar á sínum tíma, fundust hér á landi margir árabátar og trillur með þessu tiltekna lagi, en nú er svo komið að enginn finnst lengur og þetta er bara á rúmum 30árum.

Nú er þessi heillum sér horfin þjóð, farin af stað einn ganginn í viðbót og byrjuð á að tortíma gömlum húsum, vegna þess að eigendurnir vilja ekki halda þeim við og láta þau grotna niður til að geta byggt ný og stærri hús sem reynt verður að telja okkur, sauðsvörtum almúganum, að séu miklu fallegri en þessir gömlu smákofar sem engum kom að gagni lengur.

Þegar rætt er við útlendinga sem koma hingað til landsins finnst þeim miðbær Reykjavíkur mjög sjarmerandi og notalegur þar sem hús eru lág og með miklum karakter. Ekki eins og alstaðar annarstaðar þar sem miðbær höfuðstaða hvolvist yfir og gleypir þann sem þar gengur um borg og götur.

Og enn og aftur tókst borgaryfirvöldum að samþykkja að tortíma sögulegri arfleifð okkar í dag með því að samþykkja niðurrif tveggja gamalla húsa í miðbæ borgarinnar og leifa byggingu háhýsa í staðinn. Þarna fer saga Laugavegar 4-6 í súginn fyrir eitthvað sem á að telja mér trú um að sé miklu flottara en þessi tvö gömlu hús á lóðunum. Svo koma aðrir og byrja allt í einu og byggja hús sem eru eftirlíkingar gamalla sögufrægra húsa og allir verða voða glaðir og dásama þessar eftirlíkingar.

Nei leifum því sem gamalt er líka að standa það er okkar saga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Hólm Bjarnason

Höfundur

Brynjar Hólm Bjarnason
Brynjar Hólm Bjarnason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • Tövrafoss

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1015

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband