Skipulag og íbúar

Það er svolítið merkilegt að fylgjast með þeim umræðum sem orðið hafa í sveitarfélögum undanfarna mánuði um skipulagsmál. Maður hefur það alltaf meir og meir á tilfinningunni að íbúar séu eitthvað fyrirbæri sem er orðið fyrir sveitastjórnum til að láta drauma sína rætast í þróun byggðar. Það er farið að líta svo út að sveitafélög séu eitthvað fyrir byggingaraðila ekki þá sem búa fyrir á stöðunum .

Í Kópavogi kemur þetta einna best fram þar sem Gunnar Birgisson er búinn að ganga með þann draum í maganum lengi að breyta Kópavogshöfn í stórskipahöfn, þó að aðkoma fyrir skip sé engan vegin góð hvorki innsiglingarlega séð né aðstöðulega.

Siglingin inn Skerjafjörðinn hefur aldrei verið talin góð né örugg og varð það til þess að á tímum smábáta lögðu menn frekar upp á Álftarnesi eða í Hafnarfirði heldur en að koma inn til hafnar í Kópavogi þó að höfnin þar hafi yfirleitt verið hagstæðari veðurfarslega en Álftanes.

Nú er það orðið svo að þeir íbúar sem búa á svæðinu þurfa að beita lýðræðislegu afli sínu til að fá stjórnvöld til að líta upp úr sínum draumum og kannski taka tillit til þeirra sem eru fyrir á staðnum og orðnir fyrir á staðnum. Það var svolítið merkilegt að heyra Gunnar Birgisson segja, eftir einn fjölmennasta íbúafund sem haldinn hefur verið í Kópavogi, að það hafi ekki orðið trúnaðarbrestur á milli íbúa og bæjaryfirvalda þegar það liggur fyrir að mikill meirihluti bæjarbúa á Kársnesinu eru á móti bæði stækkun hafnarinnar og fjölgun íbúðarhúsnæðis á svæðinu.

Einnig liggur það fyrir að ekki er hægt að stækka götur meir á Kársnesinu þar sem plássið fyrir göturnar er, því miður, ekki til staðar.

Síðan koma íbúar á Nónhæð í Kópavogi og mótmæla harðlega þeim skipulagsbreytingum sem þar eru fyrirhuguð og skipulögð alfarið af byggingaraðilum en skipulagsyfirvöld koma þar nær ekkert að málum á annan hátt en að reyna að valta yfir íbúa svæðisins.

Á því svæði er til hugmynd á aðalskipulagi hvernig svæðið á að líta út, í grófum dráttum, í framtíðinni en einhverjir byggingaraðilar eru búnir að ákveða að gera eitthvað annað við svæðið og þá er eins og allt sé leyfilegt og íbúarnir aftur orðnir fyrir.

Við svo stórfeldar breytingar sem utanaðkomandi aðilar hafa áhuga á að breyta svæðinu þurfa íbúarnir að kosta stærri skóla, sveri holræsalagnir, meiri vegi og meira ónæði sem búið var að lofa í upphafi að ekki ætti að vera þegar þeir ákváðu að búsetja sig þarna.

Í Mosfellsbæ er eitt svona skipulagsfyrirbrigði líka, þar sem fara á yfir íbúa svæðisins með traktorum, gröfum og vörubílum gegn óskum þeirra sem eru fyrir.

Hvenær ætla sveitastjórnir að átta sig á því að þær eru þjónar íbúanna en ekki íbúarnir þjónar þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Hólm Bjarnason

Höfundur

Brynjar Hólm Bjarnason
Brynjar Hólm Bjarnason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • Tövrafoss

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1015

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband