Að kolefnisjafna bílinn

Hvernig kolefnisjafnar maður bíl. Ef mér tækist t.d. að kolefnisjafna bílinn minn, sem mér hefur aldrei tekist þrátt fyrir öll þau tré sem ég hef gróðursett, hættir þá bíllinn minn að menga?

Hvað verður þá um allt svifrykið frá honum? Kemur þá ekkert svifryk? Þurfa þeir sem hafa astma þá ekkert að óttast bílinn minn?

Mengar þá olían, sem notuð er til að smyrja vélina á bílnum mínum, ekkert meir?

Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem hafa vaknað hjá mér þegar ég heyri þennan massífa áróður um að kolefnisjafna bíla.

Það er öll önnur mengun og óþægindi sem af bílnum verða. Það eru nefnilega ekki bara þægindi af bílnum. Það eru einnig ótal óþægindi sem af honum hljótast, vegna annarrar mengunar en kolefnismengun. Það er bara brot af allri menguninni.

Ég get ekkert sagt annað en gott um þá gróðursetningu og það fjármagn sem skapast til gróðursteningar með þessu móti. Yfirleitt hefur skógræktarfólk verið að berjast við að ná í fé til að geta komið niður nokkrum hríslum en nú mun þetta sennilega fara að snúast við. Peningana fer að vanta fólk til að koma trjám í jörðina.

Ég mæli með að fólk, sem ekki þarf bráðnausinlega að nota bíl, noti strætó. Það felst sennilega meiri kolefnisjöfnun í því en að gróðursetja tré sem fer að vinn kolefni eftir nokkur ár. Það er kannski betri lausn að kolefnisjafna bílinn, þó ég skilji ekki enn hvernig það er hægt, og noti svo strætó.

Núna eru nefnilega sveitarfélögin sem enn eru ekki farin að gefa frítt í strætó, að spá alvarlega í að gefa okkur sem valkost að nota einkabílinn í vinnuna.

En til að hafa valkost þarf maður að hafa möguleika til að velja á milli. Öðruvísi er það ekki valkostur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er ég að KLUKKA þig!Þá þarft þú að segja 8 hluti um þig á síðuna þín og klukka svo 8 aðra og þú þarft að nefna þá hérna á síðunni þinni, (og muna að nefna mig líka sem klukkaði þig ) og skrifa athugasemd á heimasíðunna þeirra um að nú séu þeir klukkaðir af þér. Þeir sem voru svo heppnir að vera klukkaðir af þér eiga svo að gera það sama skrifa 8 hluti um sjálfa sig og klukka svo átta aftur , svo koll af kolli og að lokum klukkum við allan heiminn

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 17:22

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ævar Rafn Kjartansson, 16.7.2007 kl. 00:17

3 identicon

Samkvæmt fjárlögum ársins 2007 renna að minnsta kosti 1.269 milljónir króna í skógrækt og landgræðslu. Það jafngildi kolefnisjöfnun fyrir um 200 þúsund fólksbíla  samkvæmt útreikningum Kolviðar. Það er einmitt fjöldi fólksbíla á Íslandi. Erum við þá ekki þegar búnir að borga fyrir kolefnisjöfnunina með sköttunum? Eða er kannski verið að tvískatta okkur. 

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Hólm Bjarnason

Höfundur

Brynjar Hólm Bjarnason
Brynjar Hólm Bjarnason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • Tövrafoss

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 1014

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband