9.7.2007 | 18:57
Verðlag alveg eins og búast mátti við!
Hvenær hafa kaupmenn í gegnum tíðina leift okkur neitendum að njóta þess að hægt sé að lækka vöruverð. Ég man ekki eftir einu einasta skipti sem það hefur gerst.
Það eru allir að abbast upp á olíufélögin að þau skuli ekki lækka verðið hjá sér þegar bæði gengi krónunnar styrkist og olían lækkar á heimsmarkaði.
Þetta er alveg það sama með kaupmenn. Það tekur bara lengri tíma að átta sig á því að þeir beita sömu taktík.
Við neitendur þurfum alltaf að svíða fyrir og borga meira.
Það hrósuðu allir Jóhannesi í Bónus þegar hann kom með sína fyrstu lágvöruverslun. Nú er það komið svo að hann ræður verðinu á markaðnum. Það fær enginn að komast undir hann í verðum. Þá undirbýður hann bara í bónusverslununum. Það sást best þegar Nettó byrjaði. Svo rekur hann líka Hagkaup og þar stýrir hann hæsta verðinu.
Hvernig á að vera hægt að keppa við svoleiðis kalla sem taka inn hugsanlegt tap úr einni verslun og rétta það af í annarri sem heitir eitthvað annað. Við skulum hafa það á hreinu að það eru Hagar sem panta inn fyrir báða aðila og þaðan er þessu öllu stýrt.
Ég mynnist þess stundum þegar gengisbrettingin var gerð. Fyrir breytinguna kostaði stokkur af eldspítum 50 kr. Eftir breytinguna kostaði sami stokkur 1 kr. Þá var búið að taka tvö núll af verðlaginu svo að þarna hafði orðið 100% hækkun yfir nótt. og þá sagði enginn neitt frekar en nú.
Við neytendur látum allt yfir okkur ganga og brosum bara af því að það er endalaust verið að telja okkur trú um að við séum að græða svo mikið á því að versla.
ASÍ: Verðhækkanir á matvöru óviðunandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Brynjar Hólm Bjarnason
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugamál
- Veisla fyrir bátaáhugamenn Kystnorge på sit beste
- BB 11 Norsk tréskúta
- Siglingar Siglingablað
- Bátar Tímarit um trébáta
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við skulum ekki gleyma því að smásalinn þarf að kaupa sínar vörur af heildsölum og framleiðendum... þeir aðilar eru alltaf í skjóli og þeirra hækkanir ekki mikið í umfjölluninni. Nú er Bónus á góðir leið með að vera með 100% markaðshlutdeild og ef þeir ráða ekki öllu núna hvað þá? Og er ekki öllum skítsama þó svo fari???
Brattur, 9.7.2007 kl. 23:42
Jú, það virðist vera. En spurningin er: Af hverju er öllum skítsama þó alltaf sé verið að snuða okkur neytendur.
Brynjar Hólm Bjarnason, 10.7.2007 kl. 07:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.