29.6.2007 | 09:09
Spilakassar.
Það var nokkuð skrítið að sjá grein í Mogganum í gær, 28.06.07. þar sem haft er eftir gjaldkera Landsbjargar Gunnari Þorsteinssyni að hann telji spilakassa ekkert hættulegri en Lottó, getraunir eða önnur spilamennska, svo maður hafi það sem eftir honum er haft í greininni.
Hér á landi eru spilakassar sennilega þau tæki sem flestir spilafíklar ánetjast. Þeir standa þar sem flestir komast í þá, þó að starfsfólk hvers staðar reyni a fyrirbyggja að unglingar undir 18 ára aldri noti þá. Hér finnast engar spilabúllur sem þeir sem eru veikir fyrir geti farið á. Auk þess eru þetta, ekki bara hér, þau auðveldustu tæki sem hægt er að finna fyrir veikar sálir.
Þó að engar auglýsingar séu hafðar uppi þá þarf ekki að fara langt til að finna auglýsingar t.d. frá Gullnámunni, þar sem stór skilti blasa við og sýna okkur hvað sé í boði í stóra vinningnum. Mér hefur oft dottið í hug að skella mér inn og setja í svo sem einn 50 kall og sjá hvað út úr honum yrði, hef ég þó engan áhuga almennt á spilakössum, hvað þá með þá sem eru veikir fyrir.
Það skítur svolítið skökku við að SÁÁ skuli reka þessa kassa og reyna svo eftirá að venja fólk af þeim.
Þegar Lottó og viðlíka er nemt fyrir spilafíkla, þá man ég ekki eftir að hafa heyrt að nokkur sé Lottófíkill eða t.d. happadrættisfíkill. Nei, þessi fíkn virðist beinast fyrst og fremst að hlutum sem hugsanlega gefa fljótt hagnað og hægt sé að sjá hagnaðinn klingja niður.
Það væri frábært ef hægt væri að finna aðrar leiðir fyrir samtök eins og Landsbjörg og SÁÁ til að afla fjár, aðrar en spilakassa sem gera út á veilkleika fólks.
Um bloggið
Brynjar Hólm Bjarnason
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugamál
- Veisla fyrir bátaáhugamenn Kystnorge på sit beste
- BB 11 Norsk tréskúta
- Siglingar Siglingablað
- Bátar Tímarit um trébáta
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.