19.6.2007 | 22:11
19 júní. Til Hamingju með daginn, konur og karlar
Var að lesa blogg hjá Gísla Frey Baldurssyni, þar sem hann álítur að það að vera kona sé lélegra hlutskipti en karl. Og að konur sem láta heyra frá sér séu öfgasinnaðar. Mér datt í hug við lestur skrifa hans að það væri hægt að heimfæra skoðanir hans rétt til föðurhúsanna og segja hann "öfgasinnað karlrembusvín". Biðst afsökunar á orðbragðinu, en ég virði skoðanir hans en það er ekki þar með sagt að é sé á neinn hátt sammála honum (http://gislifreyr.blog.is/blog/gislifreyr/#entry-242656) Hann skammast yfir því að saklausu ferðamennirnir sem framleiða bláar myndir og ætluðu að gista á Hótel Sögu hafi ekki fengið að koma vegna ramakveina öfgafullra kvenna. Þá verð ég að segja að ég er einn af þessum öfgasinnuðu konum. Mér fannst alveg ágætt að þessi samkunda skyldi ekki koma hingað. Þeir hafa nóg pláss annarstaðar til að taka upp sínar myndir.´
þó hann hneykslist svolítið yfir því að talið hafi verið í þáttunum hjá Agli Helgasyni varðandi fjölda kvenna og karla sem komu sem viðmælendur. Þá gat ég ekki séð að þar hafi þurft að telja mikið, því hlutföllin voru svo áberandi.
Og að síðustu varðandi ríkisstjórnina sem nú situr, finnst það ágætt að þar skuli vera jöfn skipting á milli karla og kvenna hjá samfylkingunni. Við skulum bara muna að Ágúst Ólafur Ágústsson er nokkuð ungur og hans tími á örugglega eftir að koma.
Um bloggið
Brynjar Hólm Bjarnason
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugamál
- Veisla fyrir bátaáhugamenn Kystnorge på sit beste
- BB 11 Norsk tréskúta
- Siglingar Siglingablað
- Bátar Tímarit um trébáta
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1015
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.