19.6.2007 | 18:46
Mengun í þéttbýli.
Það fer að verða nokkurskonar þráhyggja hjá mér þetta með almenningsvagna. Í staksteinum í dag er vitnað í Gísla Martein Baldursson, þar sem hann segir að Reykjavík megi aldrei breytast Í BÍLABORG. Ég held að hann sé orðinn heldur of seinn að reyna að stöðva þróunina. Reykjavík er orðin bílaborg. Þegar alltaf er miða við að fyrsti framgangsmöguleiki sé einkabíll þá er þetta komið í flokk bílaborga. Það skiptir ekki máli með góðan vilja þegar ekkert er get til að breyta ástandinu heldur bara halda við því ástandi sem er kemur ekkert til að breytast.
Ég hef lent í miklum stælum við fólk út af strætó, þar sem alltaf er haldið fram að enginn vilji nota strætó. Þá vilji allir nota einkabíl. Ég segi: þegar öðru formi hefur aldrei verið gefið tækifæri verður engin breyting á.
Við skulum mynnast þess, þegar við komum erlendis finnst öllum alveg sjálfsagt að nota almenningsvagna og oftar en ekki hrósar fólk því hvað það sé nú gott að nota þá en þegar farið er að tala um þetta hér á landi finnst öllum þetta alveg fráleitt.
Hvernig væri að fara að gera eitthvað í þessum málum en ekki bara tala um það t.d. af hverju bíða til haustsins með að gefa frítt í strætó. Það stendur til að gera þetta, því þá ekki að byrja strax. Þá væri hægt að hafa mjúkan yfirgang til gjaldfrjálsra almenningsvagna, því á sumrin eru svo fáir sem nota þá eins og stjórnvöld hafa alltaf verið að segja. Þá yrði tapið ekki svo gífurlegt í byrjun.
Þetta er jafn fáránleg skýring og að fækka vögnum úr hálfónýtu kerfi í alónýtt með að hafa aðeins 1/2 tíma ámilli vaggna. Gera stjórnendur sér grein fyrir hvað Reykjavík er stór. Ég sem dæmi treysti mér til að hjóla milli allra útpóstá Stór-Reykjavíkur á minn en hálftíma. Svo stór er borgin og þá er það tímasóun að bíða sama tíma eftir næsta vagni til a fara krókaleiðir um borgina.
Ég vona nú að það fari eitthvað að gerast í þessum málum svo ég geti farið að ergjast út í einhver önnur mál í samfélaginu.
Um bloggið
Brynjar Hólm Bjarnason
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugamál
- Veisla fyrir bátaáhugamenn Kystnorge på sit beste
- BB 11 Norsk tréskúta
- Siglingar Siglingablað
- Bátar Tímarit um trébáta
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1015
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.