15.6.2007 | 23:53
Lúpína
Það var hér á árum áður að ég var ansi hrifinn af þessari harðgeru plöntu sem vann jarðveg fyrir aðrar jurtir og lokaði uppblásturssárum á landsbyggðinni. Hún hefur reyndar gert alveg frábæra hluti á söndunum fyrir austan Vík í Mýrdal og núna er verið að nota hana til að græða upp Mývatnssandana sem stöðugt eru búnir eru að vera á hreyfingu. Þar kemur hún ábyggilega til með að gera góða hluti. En það má öllu ofgera.
Ég skal alveg viðurkenna að ég var með í að sá helli í Úlfljótshlíðar fyrir 20 árum. En um síðustu helgi var ég það fyrir austan að slá hana og byrja að halda henni í skefjum. Hún er búin að gera það sem ætlast var til af henni á þeim tíma sem henni var sáð. Og nú er þrautin þyngri að fjarlægja hana.
En ástæðan fyrir þessum skrifum mínum núna er að ég var að keyra um götur Reykjavíkur og þá áttaði ég mig á að það er ekki orðið þverfótandi fyrir lúpínunni innan borgarinnar. Öskjuhlíðin er öll orðin útbíuð í þessari harðgeru plöntu sem nú er á góðri leið með að fjarlægja lyngbreiður sem til voru innan borgarmarkana.
Það er alveg kominn tími til að vinnuskólar höfuðborgarsvæðisins fari að vinna á þessari plöntu sem er að yfirtaka allt sem heitir náttúrulegt íslensk landslag.
Nú er kolviðarsjóðurinn byrjaður að vinna fyrir sér og vona ég að það verið til þess að farið verði að minka og eða hætta notkun lúpínu eins og gert hefur verið.
Það er kannski orðið of seint að reina að berjast á móti þessari plöntu, en það er þá allavega hægt að halda henni frá svæðum þar sem hún hefur ekkert að gera. Það tekur talsverðan tíma að uppræta hana á stöðum sem hún hefur engan rétt á að vera eins og miðhálendi landsins. Það var stórslys þegar einhver tók upp á því að planta henni í Bæjarstaðaskóg, stað sem hún hafði ekkert að gera á.
Um bloggið
Brynjar Hólm Bjarnason
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugamál
- Veisla fyrir bátaáhugamenn Kystnorge på sit beste
- BB 11 Norsk tréskúta
- Siglingar Siglingablað
- Bátar Tímarit um trébáta
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.