14.6.2007 | 19:56
Hrós til bæjarstjórnar Kópavogs
Nýsamþykkt tillaga bæjarstjórnar Kópavogs, um að gefa bæjarbúum frítt í strætó, kemur vonandi skriðu af stað varðandi notkun á strætisvögnum. Þetta er að sjálfsögðu ekki frítt þar sem þetta leggst í staðinn jafnt á alla skattgreiðendur og alla fara að borga í strætó eins og að sjálfsögðu verið hefur. Þetta kemur vonandi til góða varðandi slit á vegum í staðin, þegar bæjarbúar fara að nýta sér vagnana meira slitna vegirnir vonandi minna.
En þar sem ég bý í Garðabæ kemur þetta mér ekki til góða. Garðabær þarf ekki að gera neitt svona fyrir sína íbúa. Það vita allir að það er lágmark 2 bílar við hvert hús hér. Ég og mín ölskylda erum ekki venjulegir Garðbæingar með aðeins einn bíl og tvö reiðhjól fyrir utan dyrnar.
Það skal tekið skýrt fram að þetta er hrós til allrar bæjarstjórnar Kópavogs en ekki bara til Gunnars Goldfingergests. Bæjarstjórnin sýnir mikinn framtaksvilja þarna við að reina að bæta umhverfið og minka útblástursmengun bíla. Svo vonum við að önnur bæjarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafi dug til að svara þessu útspili Kópavogs.
Um bloggið
Brynjar Hólm Bjarnason
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugamál
- Veisla fyrir bátaáhugamenn Kystnorge på sit beste
- BB 11 Norsk tréskúta
- Siglingar Siglingablað
- Bátar Tímarit um trébáta
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.