11.6.2007 | 21:04
Kjalvegur!
Enn og aftur er þessi hugmynd um heilsárs Kjalveg að skjóta upp kollinum og því hefur aðallega verið hampað að það muni stytta leiðina milli Akureyrar og, ef mig minnir rétt, Reykjavíkur um 50 km. Nú er það svo að mikinn hluta þessarar styttingar er hægt að ná á annan og bæði ódýrari og einfaldari hátt.
Til að mynda ef vegurinn er lagður um Blöndudal í staðin fyrir að leggja hann um Blönduós styttist leiðin um einhverja tugi km. Reyndar var sveitastjóri Blönduóss ekkert sérlega hrifin af þessari hugmynd, þar sem það hefði í för með sér að hans heimabyggð yrði skorin frá alfaraleið. Annars fannst honum það bara sniðug hugmynd að leggja vegin um Kjöl þó að það skæri Blönduós miklu meira og afgerandi frá tengingu við norður - suðurland.
Síða sá ég að byrjað var að þvera Skagafjörð, vegurinn tekinn fyrir sunnan Varmahlíð og þver yfir Skagafjarðarsveitir er önnur stytting um töluverðan veg. Þar eru strax komnar tvær veigamiklar styttingar.
Ef maður fer svo að velta vöngum yfir þeirri hugmynd að leggja þennan Kjalveg í einkaframkvæmd og að þeir sem um vegin fari borgi veggjald. Við skulum aðeins bera þessar framkvæmdir saman við Hvalfjarðargöngin.
Þegar farið er fyrir hvalfjörð hefur maður tvo valkosti. Annars vegar göng og hinsvegar skemmtilega útsýnisferð um Hvalfjörð. Aðra leiðina borgar maður fyrir og fær ekkert útsýni hina ekki og fær að njóta landsins.
Ef vegur um Kjöl verður lagður í einkaframkvæmd, hefur maður val um núverandi veg um vestur- norðurland eða fara um Kjöl og borga fyrir.
En ef maður ætlar nú bara upp í Kerlingafjöll eða upp að Hveravöllum þarf maður alt í ein að fara að borga fyrir að njóta landsins sem hingað til hefur verið "frítt". Með veg í einkaframkvæmd væri kominn nokkurskonar kvóti á buddu okkar landsmanna við að njóta fegurðar landsins og náttúrugæða. Þá hefur maður alt í einu ekkert val.
Síðan er þetta með færð á vetrum. Þeir sem standa fyrir þessari hugmynd, segja að veðurfar sé að breytast svo mikið að ekki verði vandræði að halda þessari leið opinni. Í dag eru tveir fjallvegir milli Akureyrar og Reykjavíkur og eru þeir hvorugur langur en sýnist mér það ganga nógu stirðlega að halda þeim færum um vetrartímann, hvað þá með veg sem liggur yfir rigningamesta svæði landsins og er leiðin milli Gullfoss og Blönduhlíðar um 200 km. Reyndar er talað um að þessi vegur fari niður í Skagafjörð en það styttir leiðina þvert yfir landið ekkert.
Svo er þetta vandamál með þá sem borga veggjald og lenda í óhappið eða villum vega. Í göngunum í Hvalfirði þá kemur mjög fljótlega bíll frá fyrirtækinu Speli og hjálpar svo lengi sem það er gerlegt eða þeir eru fljótir að loka göngunum fyrir umferð af sömu ástæðum og kalla til aðstoð. En hvernig skyldi þetta verða á á Kili. Skildu framkvæmdaraðilar þar fara og leita eða bregðast við og veita aðstoð þeim sem lenda óhappi eða villum?
Þetta eru nokkur atriði varðandi Kjalveg. Mín niðurstaða út frá þessu er að ekki þarf að leggja nýjan veg um 150-200 km. langan til að stytta um 50 km. þegar hægt er að gera núverandi veg töluvert styttri með mun minni tilkostnaði. Er þá alveg eftir að fara út í umhverfisáhrif sem af þessum hugsanlega nýja vegi yrðu.
Um bloggið
Brynjar Hólm Bjarnason
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugamál
- Veisla fyrir bátaáhugamenn Kystnorge på sit beste
- BB 11 Norsk tréskúta
- Siglingar Siglingablað
- Bátar Tímarit um trébáta
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.