Gefið blóð !!!

Ég átti erindi í blóðbankann í dag. Á þangað erindi reyndar á 6 vikna fresti til að láta pumpa úr mér. Ekki halda að ég sé með svo ótrúlega blóðframleiðslu. Ég er settu í sérstaka blóðskiljuvél og þar eru teknar frá blóðflögurnar, og ég fæ næstum allt blóði til baka aftur. Þess vegna svona stutt á milli gjafa. Þetta tekur reyndar um 2 tíma í hvert skipti. En er ekki bara alveg ágætt að liggja og láta stjana svolítið í kringum sig, færa sér kaffi og með því og blöðin og fá sæmilegan tíma til að lesa þau.

Þær sögðu mér, þessar elskur þarna niðurfrá, að ég væri að koma í 64 skipti í þessa vél. Það tekur um tvo tíma í hert skipti svo þetta eru  einir 124 tímar hjá mér. Ég er búinn að liggja þarna hjá þeim á bekknum í rúmar þrjár vinnuvikur á síðustu 10 árum. Haldið þið að það sé ekki munur að vera búinn að láta stjana við sig í rúmar þrjár vikur. Þetta er eins og besta sumarfrí

Núna loksins er Blóðbankinn kominn í rúmbetra húsnæði og þá er það þannig að hægt er að taka á móti fleiri blóðgjöfum. Auk þess var mér tjáð að það stæði til að bæta við tækjakosti til að geta sinnt fleiri gjöfum. Mæli ég með að sem allflestir, það ætti eiginlega að vera skilda, fullsfrískir einstaklingar mæti reglulega í Bankann og leggi inn. Við skulum hafa það hugfast að það gæti svo farið að við sjálf þyrftum á þessu blóði að halda og þá væri nú ekki ónýtt að eiga fyrninga í blóðbankanum.

Allar frekari upplýsingar er hægt að fá á þessum tengli http://svali.landspitali.is/lsh_ytri.nsf/htmlpages/blodbankinn.html

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Hólm Bjarnason

Höfundur

Brynjar Hólm Bjarnason
Brynjar Hólm Bjarnason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • Tövrafoss

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband