25.5.2007 | 01:40
Strætó og Stór-Reyjavíkursvæðið
Það hafa nú verið aldeilis fyrirheit um hreinna loft og greiðari umferð, frítt í strætó og allt átti að verða svo miklu betra með nýrri stjórn í Reykjavík. En hvað skeður. Núverandi meirihluti var vart kominn til starfa þegar þeir tóku af eina almenningssamgöngutækið sem var í notkun og á brúklegum tíma. Það var nefnilega svo mikið tap á strætó að það var ekki hægt að láta hann ganga á 10 mín. frest á álagstímum, svo því var breitt í 20 mín. ferðir á daginn og 30 mín. ferðir á kvöldin.
Það var hægt að láta sig hafa það að brúka vagnana með þessu móti. En ekki var kosturinn góður. Núna les maður það í blöðunum að til standi að breyta enn og aftur vagnaferðunum og gera eins og algengt er að gera erlendis að fækka ferðum á sumrin og nú eiga ferðirnar að vera á 30 mín fresti yfir sumarið. En þeir sem taka slíkar ákvarðanir og miða við erlendar þjóðir gleyma því að erlendis eru almenningssamgöngur með brúklegan tíma á milli vagna og eða sporvagna. Þar er hægt að fara út á næstu strætóstöð og bíða eftir vagni og ef of langur tími er í hann þá hafa þeir yfirleitt nokkuð sem ekki finnst hér á landi en það eru sporvarnar eða neðanjarðarlestir sem eru yfirleitt ekki langt undan og gerir það að verkum að ekki þarf að bíða úti í kulda og trekki.
Það er enn svolítið merkilegt að lesa gamla frétt úr mogganum um strætó á Akureyri
FARÞEGUM með Strætisvögnum Akureyrar fjölgaði um 78% í febrúar miðað við sama tíma í fyrra. Í janúar var fjölgunin um 60% og því óhætt að segja að bæjarbúar taki þeirri nýbreytni vel að hafa ókeypis í strætó
Hvenær skyldu ráðamenn sunnan heiða átta sig á þessu.
15 apríl síðastliðin var sett fram 10 spora áætlun í umhverfismálum borgarbúa og þar mátti lesa eftirfarandi:
Í þessum tíu skrefum er enginn þvingaður til neins, en markmiðið er að ýta undir vistvæna hegðun almennings og augljóst að ekki veitir af. Bílaeign hefur vaxið hratt á undanförnum árum og haldi fram sem horfir verður þess ekki langt að bíða að hér á landi verði einn bíll á ökuskírteini. Yrðu Íslendingar þá farnir að skáka bílaþjóðinni í Bandaríkjunum.
Þar hnýtur maður um orðið "þvingaður". Það á sem sagt ekki að þvinga neinn. En nú upplifir maður algera mótsögn við þetta. Þeir sem notað hafa strætisvagna og sloppið hafa með að koma rétt fyrir 8.00 í vinnuna verða nú að leggja af stað um 7.00 til að vera vissir um að koma á réttum tíma. Það hafa nefnilega ansi margir upplifað það að strætó er svo stundvís að hann hefur komið of snemma á stoppistöð og þar af leiðandi misst af vagninum . Ég sem dæmi upplifði það að hann kom heilum 10 mín of snemma og þá er ekki að sökum að spyrja að ég sá hann fara fram hjá mér í fjarska.
Enn stendur í 10 spora áætluninni eftirfarandi:
Stefnt er að því að bæta þjónustu strætisvagna og verður þáttur í því að reykvískir námsmenn fái ókeypis í strætó frá og með næsta hausti.
Bætt þjónusta er ekki síður það að hafa styttra á milli ferða en hvað það er nú. að hafa þennan óheyrilega tíma er bara ávísun á að þvinga fólk yfir á annan ferðamáta.
Og aftur kemur frétt í mogganum um betri og vistvænni borg þann 25 apríl í ár segir eftirfarandi:
Strætó á að verða betri
Allar biðstöðvar strætisvagna eiga að fá eigið nafn, sem birtist meðal annars á ljósaskilti um borð í vögnum. Allar lykilbiðstöðvar munu birta rauntímaupplýsingar og greiðslumáti í strætó verður auðveldaður. Strætó fær oftar forgang í umferðinni á völdum stofnbrautum.
Reykvískir námsmenn fá ókeypis í strætó á haustmisseri 2007. Hvað síðar verður mun koma í ljós, en þetta er mikilvægt skref í þá átt að auka notkun almannasamgangna og draga þar með úr svifryki og mengun af völdum einkabílismans.
Þetta kemur sér vel fyrir nýbúa okkar að geta lesið og fengið upplýsingar, og okkur hin að sjálfsögðu líka, á stoppistöðvunum um rauntíma vagnana og nafn stöðvarinnar. En það hjálpar lítið til að fá fólk í að nota vagnana ef áfram verður 20-30 mín á milli þeirra. Ég vildi sjá að þessir peningar yrðu notaðir til að fjölga ferðum vagnana.
Í þessari sömu grein stendur einnig:
Göngum og hjólum meira
Til þess að fleiri láti bílinn standa heima þegar haldið er til vinnu eða farið út í búð eru menn hvattir til að ganga og hjóla meira. En í því sambandi vill borgin koma með úrræði sem auðvelda göngu og hjólreiðar.
Þar kom það. Það á ekki að þvinga neinn en þeir sem eru svo vitlausir að vilja spara loftið fyrir mengun geta þá bara hjólað í staðin fyrir að bíða eftir strætó sem aldrei kemur.
Ef yfirvöld höfuðborgarsvæðisins myndu einhvern tíma bera gæfu til þess að fjölga vagnaferðum og tala nú ekki um ef þeir gæfu frítt í vagnana (við skattgreiðendur þurfum hvort sem er á endanum að borga þær) fara menn fyrst að sjá árangur af minnkandi mengun og svifraki sem kemur frá nagladekkjum. Meira notaðar almenningssamgöngur spara vegina, minna viðhald, minna umferðaröngþveiti, Það myndi fækka slysum, færri úti í umferðinni. Slysum myndi fækka, Kannski þyrfti ekki að byggja út landspítalann alveg strax. Minni eldsneytisbrensla. það yrði kannski hægt að komast hjá olíuhreinsistöð fyrir vestan. Minna dekkjaslit. Þá þyrfti ekki að hafa áhyggjur af eins miklu afgangsgúmmíi sem þyrfti að farga og finna ný not fyrir.
Því segi ég það hvernig væri að borgaryfirvöld færu að gera eitthvað í því að bæta samgöngur en ekki bara draga úr þeim.
Um bloggið
Brynjar Hólm Bjarnason
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugamál
- Veisla fyrir bátaáhugamenn Kystnorge på sit beste
- BB 11 Norsk tréskúta
- Siglingar Siglingablað
- Bátar Tímarit um trébáta
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.