21.5.2007 | 07:40
Íslensk skipasaga
Þetta þykir nú ekki tiltökumál á Íslandi þó að eitt og eitt gamalt skip brenni. Hér á landi var það sett í lög að allri íslenskri skipasögu skildi eitt. Það eru ekki mörg ár síðan menn þurftu að farga gömlu skipi ef þeir fengu sér nýtt skip. Ég man t.d eftir því að eitt fyrsta verk mitt, þegar ég fór og lærði bátasmíðar, var að brenna skip sem hét Goðanes og var eitt af eldri varðskipum okkar. Það datt engum í hug að varna væri um sögulegar minjar að ræða. Svo þegar við reynum að bjarga einhverju af þessum gömlu skipum tekist ekki betur til en sjá má á gamla kútternum sem geymdur er að Görðum á Akranesi, en hann er að falla í sundur af fúa. Ekki mátti hafa hann á sjó vegna þess að þá gat orðið hætta á að hann yrði notaður í samkeppni við aðra báta. Í Reykjavík er eitt skip geymt uppi í brekku við Árbæjarsafn og á það eflaust eftir að fara svipaða leið og kútterinn uppi á Skaga. En þessi bátur heitir Aðalbjörg og er merkilegur fyrir það að vera mikilvægur hluti af atvinnusögu Reykjavíkur. Það væri nær að hafa hann á floti og gera hann út á túristaveiðar frekar en að gera hann að grasbít í garði Árbæjarsafns. Skip og bátar fara best á því að ver á floti á sjó eða vötnum ekki uppi í kálgarði. Það er liðin tíð eftir að efnahagslögsaga okkar var færð út í 200 mílur
Cutty Sark brann í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Brynjar Hólm Bjarnason
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugamál
- Veisla fyrir bátaáhugamenn Kystnorge på sit beste
- BB 11 Norsk tréskúta
- Siglingar Siglingablað
- Bátar Tímarit um trébáta
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1015
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.