5.5.2007 | 18:39
Hræðsluáróður Stjórnarflokkanna
Þetta er alveg ótrúlegt að hlusta á þennan hræðsluáróður sem búinn er að vera í gangi fyrir þessar kostningar. Maður fær það stöðugt í andlitið að ef stóriðjustefnan fái ekki að ríða húsum muni bara allt fara í kalda kol. Það verði engin framþróun og allt muni leggjast flatt.
Það spurði mig maður hvort ég myndi ekki atvinnuleysið sem var '94. Þá vildi svo til að ég bjó nú erlendis og gat ekki munað það sem var hér á landi en í Noregi þar sem ég bjó þá upplifði ég 10% atvinnuleysi, en þá vildi svo til að mér tókst altaf að fá vinnu. '94 hvernig var það þá hér á landi?
Jú, þá voru við stjórnvölin Sjálfstæði og Alþíðuflokkur, svo ekki er hægt að kenna núverandi vinstri um það. Svo mynnir mig að það hafi nú verið annsi hörð lending eftir uppsveiflu i kringum árið 2000. Þá varð nokkuð atvinnuleysi og enn var Sjálfstæðisflokkurinn við völd og nú með Framsókn.
Nú undanfarin 5 ár er búin að vera annsi mikil uppsveifla og var hún í sjálfu sér fyrirsjáanleg þegar ákveðið var að fara út í þessar stórbyggingar fyrir austan. En þá var líkað talað um að menn þyrftu að passa efnahgslífið, en þegar byrjað var á framkvæmdunum var verðbólgan aðeins um 2,5% en er búin að fara bæði upp og niður en þó aðalega upp. Seðlabankinn hefur reint að halda aftur af henni en við hin höfum þá kvartað undan ónýtri krónu í staðinn og farið er að tala um að skipta yfir í Evrur til að bjarga þeim fyrirtækjum sem starfa að mestu á erlendri grund og þeim sem eru í útflutningi.
Ég heyrði aðeins í þátt hjá bloggvini mínum hinum Sigurði G. Tómassyni á útvarpi Sögu þar sem hann var með Guðlaug Þór Þórðarson í spjalli. Og kom ekki þar enn einn hræðsluáróðurinn. En þar sagði Guðlaugur eithvað á þá leið að ef ekki væri haldið áfram í stóriðju þá væri bara voðinn vís og við Íslendingar myndum tapa því forskoti sem við hefðum á aðrar þjóðir í vinnslu á háhitasvæðum og nýtingu jarðvarma.
Það er eins og ekkert hafi gerst hér á landi fyrr en fariðp var að virkja fyrir álver á austurlandi. Það vill nú svo til að ég man þá tíð þegar Baldur heitinn Lindal var að flytja út þekkingu á vinslu jarðvarma og nær enginn hlustaði á hann hér á landi. Hann var aðalhönnuður á jarðvarmaorkuveri í Kenýja sem enn er rekið með góðum árangri.
Það er svo skrítið að það er eins og núverandi stjórnarflokkar hafi ekki trú á fólkinu í landinu þó að bankar, versalnaeigendur, framleiðslufyrirtki og margir aðrir hafi verið í mikilli útrás og framþróun.
Ég man líka þá tíð þegar Davíð Oddson var forsætisráðherra og hundsaði viðvaranir Seðlabankans. Ætli það sé ekki svolítið skrítið fyrir hann að sitja nú hinu megin og sjá stjórnvöld hunds alveg tilmæli hanns um að draga úr hraða efnahagslífsinns.
Um bloggið
Brynjar Hólm Bjarnason
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugamál
- Veisla fyrir bátaáhugamenn Kystnorge på sit beste
- BB 11 Norsk tréskúta
- Siglingar Siglingablað
- Bátar Tímarit um trébáta
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.