Leyndarmálið

Ég og konan mín elskuleg lögðum leið okkar í Háskólabíó í kvöld til að sjá myndina, The  Secret,  sem hefur farið sigurför um heiminn eins og auglýsingarnar segja okkur sem byrtust í blöðunum og fóru um netheim eins og eldur í sinu.  Ég get ekki orða bundist um sigurförina. Ef allstaðar hefur verið gefið frítt á myndina skil ég vel sigurförina. 

 Þetta var ágætis innlegg í það sem flest öll trúarspeki gengur út á að vera jákvæður í hugsun og reyna að halda aftur a neikvæðni og vondri tillfinningu.  Það er nú kanski ekki rétt að vera að gagnrýna myndina sem slíka, en þó get ég ekki stilt mig um að segja að hún er mikið lögð  út á amerískan hugsunargang, að verða ríkur að hugsa jákvætt og óska ynnilega um það sem mann langar til að eignast.  Veraldlegir hlutir voru þar framarlega í flokki. Eiga fínan bíl. Verða ríkur. Geta eignast fínt hús og slíka hluti.

Það sem mig hefur alltaf langað til að eignast er hamingja vel  gerð börn. Að ættingjarnir vinirnir og þeir sem ég umgst hafi það gutt og líði vel. Það held ég að mér hafi hlotnast a mikklu leyti. Auk þess óska ég að mannkinið geti lifað í sátt og samlindi og að heimurinn virki fyrir alla. Að fólk geti farið ánægt til hvílu á kvöldin hvar sem það er. Þetta hefur mér ekki hlotnast enn, svo nú bið ég alla sem geta lagt sitt á vogarskálarnar, að senda út jákvða hugsun og strauma.

Vonandi hafið, þið sem lesið þetta, ánægjulegan dag og allir í kringum ykkur líka, og allir aðrir sem ekki lesa þetta líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Vala Valgeirsdóttir

Sæll og gott kvöl. Ég var líka að koma af The Secret. Mér finnst boðskapurinn góður og hann getur nýst mörgum. Þetta leyndarmál er svo sem ekkert hulið en gott að ýta við þessu af og til. Máttur jákvæðrar hugsunar er mikill og máttur hugans sannarlega. Ég skildi þetta þannig, að þú getir öðlast það sem þú vilt, svo framarlega sem þú veist nákvæmlega hvað það er. Sé það nýr bíll, þá ok. en í þínu tilviki vissir þú að það var hamingja og vel gerð börn. Þú virðist hafa náð leyndarmálinu og upsskorið skv. því. Hið besta mál. Heimurinn er að hluta til bundinn í klafa neikvæðrar hugsunar og var tekið dæmi um mótmælendur versus Móðir Teresu. Mótmælendur draga til sín neikvæðni því mótmælin eru byggð á neikvæðri hugsun , en mother Terese var jákvæð á vettvangi. Margir skráðu sig á námskeiðið sem verður í lok mánaðarins og það kostar kr. 15.000 dagurinn. Þar koma peningarnir inn. Ég átti ánægjulegan dag og skil vel hugsunina í þessari mynd. Við viljum öll (vonanadi) að heimurinn virki fyrir alla, en ég skil boðskapinn í myndinni þannig, að hver og einn beri nokkra ábyrgð á því sjálfur... þótt ég átti mig á að nokkð getur verið langt seilst í þeirri hugsun ef horft er til landa þar sem vonin virðist engin. Samt það geta gertst ótrúleg krafaverk með hugarfluginu einu saman... Kær kveðja.

Sigrún Vala Valgeirsdóttir, 3.5.2007 kl. 23:29

2 Smámynd: Brynjar Hólm Bjarnason

Þakka þér fyrir, Sigrún

Þú mátt ekki halda að ég hafi ekki skilið þessa hugsun sem í myndinni er. Það var bara framsetningi, og mótmæli þurfa ekki að vera af hinu illa eða meið neikvæðum formerkjum. Þaðfer allt eftir eðli mótmælana. T. Live8 vru mótmæli með mjög jákvæðum formerkjum.  Það segir í "helgri bók" Hvar sem tveir eða fleirri eru saman komnir í mínu nafni, er égmitt á meðal þeirra. Þar er beint vitnað í jákvæða hugsun og mannkærleika.

Já, andinn í bíóinu vr góður en mér líkaði ekki peningahyggjan sem skein svo berlega í gegn

Kær kveðja og hafþu það sem best í framtíðinni

BHBJ 

Brynjar Hólm Bjarnason, 3.5.2007 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Hólm Bjarnason

Höfundur

Brynjar Hólm Bjarnason
Brynjar Hólm Bjarnason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • Tövrafoss

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1015

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband