29.4.2007 | 17:28
Byggjum meira!
Það er svo skrítið með landsmenn þessarar þjóðar, að það er eins og öllum virðist að sé byggt nýtt hús eð það gamla stækkað þá sé málunu reddað. Ég var að hlusta á viðtal við Formanninn Geir H. Haarde frá því 24.4 í morgunútvarpinu og það fyrsta sem tekið er upp er sú umræða sem var um síðustu helgi að um 200 börn og unglingar bíði eftir aðstoð hjá BUGL. Svar hans var að þetta væri nú í góðum málum það væri nú verið að stækka geðdeildina. Mér hefur alltaf skilist að það vantaði fólk til starfa og að það fengist ekki til starfa vegna ónógra launa. Hvernig væri nú að eithvað af þessum byggingakostnaði færi t.d. í að borga starfsfólki hærri laun. Það breytist sára lítið þó að húsnæðið sé stórt og flott, ef enginn fæst til að vinna þar.
Svo var talað um skattleysismörk að þau þyrfti að hækka. Þá fékk ég alveg nýja skíringu þar. Formaðurinn sagði að hver 1000 kall í ríkissjóð skipti ríkið ákavlega mikklu máli en skipti kanski ekki svo miklu máli hjá hverjum einstaklingi. Það er kanski þess vegna sem lækkaður var skattur hjá hátekjufólki en ekki þeim sem litlar tekjur hefðu.
Stundum veltir maður fyrir sér hvað menn hafi verið að gera í stjórnmálum, þegar Geir fékk spurninguna um vaxtastigið. Þá kom t.d. svarið að það hefði verið alveg óvænt sem bankarnir hefðu komið inn á húsnæðislánamarkaðinn. Hvar var fjármálaráðherra þegar þetta átti sér stað. Þá mynnir mig að það hafi legið alveg ljóst fyrir a bankarnir voru að pressa á að komast inn á þennan markað, enda þar sem hlutirnir gerðust hér á landi
Kanski gera menn sér betur grein fyrir hlutunum eftir kostningar
Brynjar H. Bjarnason
Um bloggið
Brynjar Hólm Bjarnason
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugamál
- Veisla fyrir bátaáhugamenn Kystnorge på sit beste
- BB 11 Norsk tréskúta
- Siglingar Siglingablað
- Bátar Tímarit um trébáta
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1015
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Brynjar , það er alveg sérstakt þetta:
"Formaðurinn sagði að hver 1000 kall í ríkissjóð skipti ríkið ákaflega miklu máli en skipti kannski ekki svo miklu máli hjá hverjum einstaklingi."
Núna hefði maður haldið að einmitt hver 1000 kallinn skipti einstaklinganna miklu máli. Allavega gerir það hjá mér. Svo má spyrja sig í framhaldinu hvað ætli nýju stólarnir og borðin niðrá Alþingi hafi kostað marga 1000 kalla? Þeim hefði betur verið komið fyrir í vasa einstaklinganna í stað þess að stílísera Alþingi.
Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 11:56
Þakka þér fyrir athugasemdina.
Á minni lífstí hefu það alltaf verið sagt að einstaklingurinn hefði meira að gera við hvern 1000 kall en ríkið. Þetta virðist vera að snúast við, allavega hvað láglaunafólk varðar. Það er mikklu meira mál að gera eithvað fyrir lítilmagnan á þessu landi, en þá sem eiga ethvað undir sér og vaða í peningum eins og, (afsakaðu orðbragðið) skít.
Með kærri kveðju.
Brynjar Hólm Bjarnason, 3.5.2007 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.