Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Helgi Hóseasson

Ég var á ferðinni á Langholtsveginum í gær. Var beðinn um að hitta þar manneskju sem bíða myndi fyrir utan verslunina Beco sem er staðset í gamla apótekinu þar. Áhorninu á móti stóð Helgi Hóseasson ein og svo oft áður. Mig hefur oft langað að gefa mig fram við hann. Pabbi og hann voru félagar fyrir margt löngu og voru t.d. saman í verkfallsvörslu up´p í Hvalfirði í langaverkfallinu svo kallaða 1955.

En Helgi bað mig fyrir tvær vísur sem hann hafði ort og hvort ég gæti ekki komið þeim á framfærifyrir sig. Ég lofaði því fyrir hann og sagðist myndu setja þær á netið svo sem flestirIMGP5277_edited gætu lesið þær, og var hann nokkuð sáttur við það. En Helgi er enn að berjast við það sem hann hefur alla tíð verið á mótmæla og það er skírnin. Hann er enn að reyna að fá það til að afskýrast, nokkuð sem var framkvæmt á honum að honum forspurðum. Ef einhver er að tala um mannréttindi þá er þetta eitt af því, að fá að  leggja sitt álit til þess sem á að framkvæma á manni sjálfum. Þó að ferming sé til að staðfesta skírnina, verður skírnin ekki tekin af manni ef maður lætur ekki fermast.

En vísur Helga eru svohljóðandi og fjalla um hans hugðarefni.

 

Brennið þið kirkjur, oní svarta sand,

saman við mold og leir á klöpp;

Landsfeðra draugsa, hórdólga, Helgan anda,

hengið þið Krosslaf upp á löppunum.

 

Seinni vísan er svohljóðandi:

 

Krosslafs hræ við láð varð laust,

ljótt með kauna aman,

til Himna, líkt og skugga skaust

með skít og öllu saman.

 

Sjálfsagt eiga vísurnar eftir að stuða einhvern, en það hefur Helgi gert alla sína tíð, en við skulum mynnast þess að þetta lítilræði sem hann hefur farið fram á hefur enginn viljað ljá máls á, og ekki hefur kirkjan viljað hlusta á hann á nokkurn hátt.

 


Um bloggið

Brynjar Hólm Bjarnason

Höfundur

Brynjar Hólm Bjarnason
Brynjar Hólm Bjarnason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • Tövrafoss

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband