Færsluflokkur: Bloggar
26.11.2007 | 07:16
Íslenskt hagkerfi að stækka?
Það hefur alltaf verið talað um að íslenskt hagkerfi væri svo lítið að það skipti ekki máli í hinu stóra samhengi.
En nú er svo komið að Danir eru farnir að ugga um sig vegna falls á krónunni okkar. Það er kannski þess vegna sem Danir vilja fara að taka upp evrur.
ég verð nú að segja að öðruvísi mér áður brá, en að krónan okkar væri farin að skekja gjaldmiðla annarstaðar.
![]() |
Hafa misst trúna á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2007 | 22:17
Hvað með þá sem ekki skilja íslensku?
![]() |
Skjálftahrinan í rénun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.11.2007 | 09:59
Nú er lag fyrir óæskileg mótorhjólasamtök að koma hingað til lands.
Þegar sem flestir súlustaðir voru hér á landi og svokallaður "lystrænn" súludans var leifður gerðu vítisenglar tilraun til að setjast hér að. Gerðu þeir ítrekaða tilraun til að koma til landsins. En sem betur fer var lögreglan á varðbergi og sendi þá til síns heima aftur. Núna er búið að lögleiða vændi hér á landi og vítisenglar eru farnir að gera aðra tilraun til að koma og festa sig í sessi hér.
Þessi samtök, vítisenglar, hafa alla tíð verið með eiturlyfjasölu og mansal sem sínar aðal tekjulindir, og þegar það er löglegt að vera með vændi hér á landi er þetta orðin ákjósanlegur staður fyrir þá að festa sig í sessi.
Lögin hér um vændi banna þriðja aðila að hagnast á mansali, með leigu á húsnæði eða á annan hátt, en .að hefur alltaf verið erfir að sanna að þriðji aðili hagnist á starfsemi vændis, og það vita vítisenglar ágætlega. Þá er næsta skref að reina aftur og aftur að koma sér hér fyrir og það tekst á endanum ef ekkert verður ger við þessi vændislög frekar.
Fyrir þá einstaklinga sem telja sig þurfa að framfleyta sér á vændi til að komast af, er það trygging gegn ofbeldi ef það er refsivert að kaupa vændi, þá hefur seljandi möguleika að kæra hugsanleg ofbeldisverk gegn seljandanum. en eins og þetta var áður þar sem bannað var að selja en ekki kaupa vændi, gat viðkomandi aðili sem stundaði vændið, aldrei kært ofbeldisverk gegn sér.
![]() |
Ábyrgð á hendur kaupanda vændis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.11.2007 | 07:36
Búðarhnuppl!
Það sem komið hefur fram í fréttum um meint samráð stóru verslanakeðjanna er ekki hægt að kalla annað en "búðarhnupl". Svo er það bara hver stelur frá hverjum
Það er svolítið merkilegt með okkur sem búum þetta sker langt norður í höfum. Við gefum ekkert eftir þegar við erum á okkar eigin bíl á götunum og látum sko alveg örugglega ekki taka af okkur réttinn þar. En þegar kemur í verslun og ég tala nú ekki um ósköpin þegar við eigum að borga vörur þar. Þá er okkur svo nákvæmlega sama um verðið bara að við fáum að borga. en þegar heim kemur getum við farið að kvarta, úti í horni þar sem við vitum að enginn heyrir til okkar, yfir þessu háa verði sem við erum "neydd" til að borga.
Á þessu hafa t.d. bankar og verslanaeigendur getað safnað auði á okkur aumingjunum sem sitjum þetta fallega land.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2007 | 07:23
Aðskilnaður löggjafarvalds og framkvændavalds.
Ég held að það sé löngu kominn tími til að skilja að framkvæmdavaldið og löggjafavaldið og það verður ekki gert á annan hátt en þann að ef þingmaður gerist ráðherra verður hann að fara úr þingi og hefur ekki atkvæðarétt þar lengur fyrr en hann hættir sem ráðherra. Sest þá í staðinn varamaður viðkomandi þingmanns á þingið á meðan. þetta gefur líka enn frekar möguleika á að aðrir en þingmenn veljist inn sem ráðherra þó að það hafi alltaf verið möguleiki sem flokkarnir hafa ekki viljað nýta. Það er sjálfsagt vegna þessa tvöfalda valds sem þeir hljóta sem bæði þingmenn og ráðherra.
Þessu ætti að vera búið að breyta fyrir löngu og er þetta mun meira aðkallandi en aðskilnaður ríkis og kirkju.
![]() |
Alþingi vinni vinnuna sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2007 | 18:20
Nú er bara að auka þetta.
Svona aðgerðum er ég búinn að tala fyrir í mörg á: Að ef auka á nýtni strætisvagna verður að gefa frítt í vagnana.
Það er alveg sama hvernig litið er á það við skattborgararnir komum til með að borga brúsann hvort sem er. Ef við höfum lélegt leiðarkerfi og fáar ferðir, kemur það bara til með að kosta í meiri umferð, fleiri slysum, meiru sliti á vegum. Það kemur niður á meiri eldsneytisinnflutningi, meiri mengun og meira stoppi og lengri tíma í ferðir á álagstímum.
Svo það er bara að setja þetta niður fyrir sér og byrja að reikna. Það er svo skrítið að alveg sama hvernig dæmið er sett upp þá er ódýrara að gefa frítt í strætó og hafa örar ferðir heldur en að hafa þetta eins og það hefur verði fram undir þetta.
Eins og það hefur komuð fram hér áður, við komum hvort sem er til að borga kostnaðinn. Það er bara spurning um hvernig við viljum hafa kostnaðinn.
![]() |
Farþegum í strætó fjölgar um 13,65% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2007 | 00:02
Breytingar á áherslum
Í ársskýrslu Landsvirkjunar fyrir árið, minnir mig1997, stendur að ekki sé æskilegt að hafa svo mikla orkusölu bundna við eina atvinnutegund. En þá var átt við álbræðslu og þá seldi Landsvirkjun til Norðuráls og Alcan. Nú hefur eitt álverið bæst við og ekki hefur minkað sala til álvera á þessum tíma sem liðin er. Nú segir Friðrik Sófusson að auka eigi hag Landsvirkjunar með því að fara að selja til annarra aðila en álframleiðenda, svo að maður skyldi ætla eftir þessi ummæli að staðan væri ekki eins góð og látið hefur veri af.
Betra seint en aldrei þegar menn fara að sjá að sér.
![]() |
Markmiðið að bæta efnahag Landsvirkjunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2007 | 23:05
Allt á niðurleið
Skáklandsliðið að tapa. Allstaðar tap í fótboltanum. Handboltalandsliðið að tapa, vann reyndar annan leikinn.
Hvar endar þetta?
![]() |
Tap fyrir Dönum á EM í skák |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2007 | 18:50
Fréttaflutningur !
Þegar fylgst er með fréttum þessa daga kemur nokkuð undarlegt í ljós.
Í Mexíkó er heilt sveitafélag á kafi í vatni og búið að flytja alla íbúa sæðstu borgarinnar í burtu.
Það eru enn alvarleg átök í Írak þó að' við fáum tiltölulega lítið að heyra af því. Það er tekið sem "sjálfsagður hlutur" og sáralítið greint frá því í fréttum hér. Sjálfsagt búist við að allir séu orðnir svo þreyttir á því að enginn nenni að heyra um það meir.
Í Afríku geisa stríð og hungursneið. Flóð voru það í Kenja nú í rigningartíðinni í sumar enn ekkert heyrist um það hvernig málin gang nú. Það er nefnilega líka frétt ef hlutirnir komast í lag.
En aðal fréttin var þegar ég heyrði þær fyrst kl. 0600 í morgun að höfundar í Hollywood væru farnir í verkfall. Þessi frétt er síðan búin að tröllríða öllum miðlum dagsins í dag og fara í smáatriði hvað það getur þítt fyrir okkur hérna á klakanum. Kannski þurfum við að fara að horfa á endurtekið efni fr´´a þessari sápuhakkavél úr vestri.
Er ekkert merkilegra að gerast en þetta verkfall.
Kannski fáum við að sjá eitthvað frá öðrum löndum í staðin.
Ég vil fá vandaðri fréttir um verkfall en einhverjar afleiðingar hér uppi á Íslandi. Segið frá hver ástæðan er fyrir verkfallinu, hver kjör höfunda er og fleira um bakgrunn verkfallsins og ég talan nú ekki um, komið með fréttir af öðrum hlutum heimseins þar sem merkilegri mál eru að gerast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2007 | 07:26
Brosa!
![]() |
Myndaðir á mikilli ferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Brynjar Hólm Bjarnason
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugamál
- Veisla fyrir bátaáhugamenn Kystnorge på sit beste
- BB 11 Norsk tréskúta
- Siglingar Siglingablað
- Bátar Tímarit um trébáta
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar