Hvað með þessa sparisjóðsstjóra?

Frétt úr Fréttablaðinu 

Sparisjóðs Keflavíkur rýrnaði um meira en helming á fyrri helmingi ársins, samkvæmt hálfsársuppgjöri sem birt var í gær. Það nam 25,5 milljörðum króna um áramót, en 12 milljörðum um mitt árið. Sparisjóðurinn tapaði 10,6 milljörðum króna eftir skatta á tímabilinu. Það skýrist af þróun hlutabréfamarkaða og varúðarniðurfærslu eignasafns sjóðsins, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar munar mestu um eignir í Exista og Icebank, að sögn Geirmunds Kristinssonar sparisjóðsstjóra. Haft er eftir honum í tilkynningunni að sjóðurinn hafi undanfarin ár byggt afkomu sína á þróun fjármálamarkaða, það er verðbréfaeign. Undanfarna mánuði hafi óhagstæðar markaðsaðstæður komið niður á afkomu sjóðsins. „Miklar lækkanir á mörkuðum, verðmætarýrnun og háir stýrivextir hafa skilað neikvæðri afkomu fyrstu sex mánuðina,“ segir hann í tilkynningunni. Eiginfjárhlutfall sparisjóðsins nam 10,31 prósenti um mitt árið. Geirmundur segir að hefðbundin bankastarfsemi skili sjóðnum jákvæðri niðurstöðu og í áætlunum sé gert ráð fyrir því að styrkja grunnreksturinn frekar. Síðari helmingur ársins fari vel af stað „og ef ytri aðstæður verða hagstæðar, þá mun afkoma sparisjóðsins verða vel viðunandi.“ - ikh

Þetta er þriðji sparisjóðurinn sem sýnir verulegt tap á árinu. Fyrst var það Spron sem féll í verði frá 18 kr á hlut niður í 3 kr. á hlut á innan við 1/2 ári eftir að hann kom á markað. Síðan var það Sparisjóður Mýrarsíslu sem tapaði næstum 5/6 af eigin fé sjóðsins og nú er það Sparisjóður Keflavíkur sem er kominn niður um helming á hálfu ári.

Hver er ábyrgð sparisjóðsstjóranna. Ekki eru þeir látnir fara eftir lélegar afkomutölur. Nei, nei, þeir fá þetta alveg eins og þeir vilja. Legja til að t.d KB banki (Kriminal banken eins og hann er kallaður í Noregi) taki yfir reksturinn og það er bara samþykt, liggur við með lófaklappi. En hvað þá með sparisjóðsstjórana. Ég kalla svona fjármálalegt tap, ofbeldi á eigendum peningana.  Þessum mönnum var trúað fyrir fé og þeir áttu að reyna að ávaxta þetta en sturta stórum fúlgum í taprörið. Og þessi hálaunamenn eru ekki látnir bera ábirgð á gerðum sínum.

Það er alltaf talað um að vegna þess að þeir séu með svo mikla ábyrgð þurfi þeir að vera með há laun. En hver er ábrgðin þegar þeir setja allt á óæðri endan. Þeir eru ekki einu sinni látnir fara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er ótrúlegt mál með Sparisjóð Keflavíkur. Bruðl út í eitt og Geirmundur væntanlega með 3-4 millj í laun segir upp skúringastúlkunni og fleiri lálauna fólki en ætti sjálfur að segja af sér og sjórn bankans með. Algjör klúður frá A-Ö. Til hvers er verið að borga mönnum há laun ef þeir eiga ekki að axla ábyrgð.

Jonas Jonasson (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Hólm Bjarnason

Höfundur

Brynjar Hólm Bjarnason
Brynjar Hólm Bjarnason
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • Tövrafoss

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband