Svindl við útsölur

Dóttir mín kom í Smáralindina núna í byrjun vikunnar og sá þar kjól sem henni leist bara alveg prýðilega á. sökum þess að útsölur voru að fara að byrja ákvað hún að bíða með að kaupa kjólinn sem kostaði þá 13000 kr.

Í gær kom hún aftur og ath. með kjólinn. Var hún þá svo heppin að hann var einn af þeim sem voru á útsölunni og var gefinn 30% afsláttur  við kassa. En nú brá svo við að grunnverðið sem notað var, var ekki 13000 kr. heldur 15000kr. Semsagt við að fara á útsöluna hafði verðið hækkað um 2000 kr. áður en gefin var af því 30% afsláttur. Þetta kalla ég að SVINDLA Á VIÐSKIPTAVINUM. Það er nefnilega ekki verið að gefa þá 30% eins og lofað er, heldur rétt um 12% af verðinu sem var fyrir útsöluna.

Þegar hún var að bera sig upp við aðra, kom í ljós að þetta var víst ekkert óvenjulegt í þessu húsi, þar sem aðrir gátu komið með álíka sögur.

Það getur vel verið að þetta sé leyfilegt. Ef svo er þá er það allavega siðlaust.


Mýrdalssandur að degi til 22 júní 2008

Fór yfir Mýrdalssand í dag að degi til og lenti í alveg úrhellis rigningu með smá haglkornum í. En þegar komið var nær Hjörleifshöfða austan frá kom þykk snjórönd á sandinn. Þar hafði þá snjóað á fremur litlu svæði en komið töluverður snjór. Því miður hafði þar farið jeppi útaf veginum og fólk komið að staðnum til að aðstoða, svo ég hélt áfram. Eftir fréttum að dæma hafði aðeins einn maður verið í bílnum og sem betur fer slasast lítið. en bíllinn var á toppnum.

Það væri gaman ....

að vita um hvað væri verið að fjalla í þessari frétt. Þegar farið er að lesa fréttina er það eins og allir eigi að vita hvað verið er að tala um, og frekari skýringa óþarfar.
mbl.is Engin ráðstöfunarheimild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það versta í þessu...

er að oft vita foreldrar að börnin þeirra eru að spreyja á veggi en gera ekkert í því svo lengi sem þau skemma ekki neitt sem tilheyrir heimilinu.
mbl.is Tveir 14 ára drengir spreyjuðu á vegg í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilgangur lífsinns.

Það er alltaf gott þegar fólk finnur tilgang með lífinu. Ef það er að vera í rúminu og gera dodo þá hlýtur heimurinn að verða betri. Við getum allavega sagt að það gerir lítið af sér meðan það fæst við dodo-ið. 
mbl.is Betri í rúminu en Brad Pitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta hús...

hefur örugglega verið vitlaust staðsett. Samkvæmt staðfestum fréttum er bara keyrt á hús uppi á Akranesi. Þetta hús hefur örugglega átt að vera þar.
mbl.is Ók á hús í Breiðholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrst að koma af stað...

sögusögnum. Þá falla hlutabréf. og svo komum við og fjárfestum hjá ykkur.

Vel þekkt aðferð hrææta og annarra sem reyna að lifa á óförum fólks.


mbl.is Berum ekki kala til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Töff?

Þegar maður ætlar að vera töff og stinga lögguna af, er eins gott að þekkja gatnakerfið vel. Það er ekki nóg að geta keyrt hratt, maður verður líka að vita hvert maður er að fara
mbl.is Uppiskroppa með flóttaleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef það er ......

að vera villtur að dansa bara uppi á borðum mættu unglingarnir uppi á Akranesi taka sér Cindy Crawford sér til fyrirmyndar.
mbl.is Dansar uppi á borði fyrir manninn sinn og vini hans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Unglingar á Akranesi!

Unglingar finna sér alltaf eitthvað til dundurs, og þeir þarna uppi á Skaga virðast vera ansi ötulir við það. Ef það er ekki hraðakstur á götum bæjarins, þá er það bara eitthvað annað. Núna var þetta eitthvað annað fyllerí og rúðubrot. Ég er ekki að reyna að halda því fram að þetta gerist ekki annarstaðar, en þær eru ornar ansi áberandi fréttirnar ofan að Skaga um svona heldur óæskilega hegðun. Eða er það kannski lögreglan sem á hrós skilið fyrir að reyna að stoppa þessi leiðindi.
mbl.is Fjöldaflutningar á ölvuðum unglingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlaup með blaðið í morgun!

Það hafa þá sjálfsagt verið hlaup hjá þeim sem gátu skilað af sér blaðinu á réttum tíma í morgun.

Við verðum bara að hrósa þeim sem hafa komist yfir verkefnið áður en þeir þurftu að fara til skóla eða vinnu.


mbl.is Seinkun á dreifingu vegna bilunar í prentsmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hjólhýsi splundrast á ferð"

Það er ýmislegt sem getur gerst í lífinu og úti í umferðinni.  Ég hef heyrt um að eitthvað splundrist á vegg eða þegar það lendir á jörðinni, en að lenda á ferð og splundrast hef ég aldrei heyrt um fyrr.

En ég hef heyrt um að hjólhýsi á ferð splundrist.

Ég segi það enn og aftur: Ég veit að þetta er gert í flýti, en það er líka hægt að vanda sig þó að maður sé að flýta sér.


mbl.is Hjólhýsi splundraðist á ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hækkun á olíu bensíni.

Hvernig var þetta. Voru olíufélögin ekki að hækka hjá sér í gær. Skyldu þeir þá ekki lækka á morgun í samræmi við fréttir erlendis frá?
mbl.is Olíuverð á niðurleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brennuvargar?

Þetta er þriðja eða fjórða skiptið sem brennur á þessu svæði nú á þessu ári, eða bara núna í þessum mánuði.

Þetta hefur verið eitt af vinsælustu sinubrunasvæðum höfuðborarasvæðisins. maður gæti látið sér detta í hug að þarna í nálægðinni búi brennuvargur. Það er allavega einhver sem er óstýrilátur með eldspíturnar alltaf að fara um þetta svæði

SLÆMT MÁL.


mbl.is Tjón upp á 10 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki húsunum að kenna!

Þetta hefur, eftir allt saman, kanski ekkert með staðsetningu húsana að gera. Það eru kanski bara ökumenn staðarinns sem þurfa að taka sér tak og aka eins og þeir séu ekki einir í heiminum.
mbl.is Kappaksturinn á Akranesi stöðvaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flýtir.

Það er mikill flýtir í þessari frétt. Sennilega á að vera fyrstur með fréttirnar. það verður samt að gera kröfur að maður þurfi ekki að geta í eyðurnar þegar verið er að lesa fréttir.

Það er slæmt ef það eru að myndast vopnaðir skæruliðahópar.


mbl.is Skotið á flutningabíl?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frelsi

Við skulum mynnast þess að frelsi hefur líka takmörk. Hannes viðist vera að reka sig á þau takmörk nú
mbl.is Söfnun fyrir Hannes Hólmstein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðfélag með pólitíska spillingu.

Það er ekki hér á landi. En við höfum annað sem heitir: "Að hygla náunganum" og það er nokkuð sem ekki mælist á alþjóðlekum spillingaloftvogum. Það getur líka heitið pólitískur loddaraleikur. Núna á þessum tímun hagsældar virðist Árni Mathiesen vera aðal leikarinn á því borði og lætur ata sér út í mest foræði á því sviði, svo að Félagi Davíð sé ánægður.

Hann hefur nú sjálfsagt lært ýmislegt af föður sínum. Þó að maður eigi ekki að draga feður inn í svona mál, þá mynnist ég oft þess þegar Matti pabbi var fjármálaráðherra eins og sonurinn nú, (Þetta eru víst embætti sem ganga í arf), þá feldi hann gengið einu sinni sem oftar, en þá vildi svo til að tveir Volvo-bílar voru afgreiddir með hraði í gegnum tollinn deginum áður. Auðvita var það ekki spilling, það vildi bara svona merkilega til bílarnir voru komnir til landsins.

 

 


mbl.is Spurningar ítarlegar svo ráðherrra fái tækifæri til skýringa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Brynjar Hólm Bjarnason

Höfundur

Brynjar Hólm Bjarnason
Brynjar Hólm Bjarnason
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • 22 júní 2008
  • Tövrafoss

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband